Betra að mæta of seint en aldrei!

Segir samgönguráðherrann! Og vill við ökum á 95 km hraða en ekki 120 km sem ég vissi ekki að hefði nokkru sinni verið valkostur. Munið þó að 90 km er löggiltur hámarkshraði víðast hvar og það er skynsamlegur hraði á bestu vegarköflunum við bestu aðstæður - ekki bara af öryggisástæðum heldur líka af umhverfisástæðum. Langskynsamlegast er þó að leggja nógu snemma af stað - en takist það ekki á heilræði ráðherrans ákaflega vel við: Betra er að komast seint á leiðarenda og þá heill heilsu, fremur en freista þess að fara fram úr öðrum og líka sjálfum sér. (Viðtal í Speglinum á RÚV, Rás 1, var að ljúka.)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Fullkomnlega sammála þér

Halldór Sigurðsson, 29.6.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Miðað við uppgefna tímalengd æði margra sem að ferðast á kaflanum Akureyri - Reykjavík, held ég því miður að kílómetrahraðinn slái vel á annað hundrað megnið að leiðinni - og krúsið er sett á 99 eða ...

En ég vil fá alla heila heim - las grein eftir Önnu Ringsted í morgun í Mogganum sem lýsti vel þeim tilfinningum þegar einn vantar í hópinn - og hann mun aldrei mæta. Áhrifarík. 

Kristín Dýrfjörð, 29.6.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: svarta

Það er algjör óþarfi að flýta sér þar sem nóg er af tímanum. Hann verður til jafnóðum.

svarta, 2.7.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband