Mútur eđa mótvćgisađgerđir

Gengur fram af manni hversu opinská tilbođ Landsvirkjunar til Flóahrepps eru. Bćtt samband fyrir GSM-vasasíma, hluti af tilbođi Landsvirkjunar, er t.d. mótvćgisađgerđ til ađ vara fólk viđ ţví ef stíflan brestur - skilji ég Friđrik Sophusson virkjunarforstjóra rétt í útvarpsviđtali rétt áđan. Bendi á umfjöllun Ölmu Lísu varaţingmanns VG.

Minnir ţó nokkuđ á kolefnisjöfnunina og aflátsbréfin. Forstjóri Náttúrufrćđistofnunar, Jón Gunnar Ottósson, er ekkert feiminn viđ ađ tala um skógrćktaráform álbrćđslusinna á Húsavík í ţessu samhengi. Ef Alcoa vill bćta sig, af hverju ţá ekki kaupa regnskóg? Af hverju ekki hćtta ađ vinna báxít- endurvinna áliđ í stađinn? Af hverju rćkta skóg á Íslandi? Jú, til ađ gera íslenska skógrćktarsinna ánćgđa, fólk sem raunverulega vill náttúrunni vel og e.t.v. er hćgt ađ freista međ ţví ađ skógur geti komiđ í stađinn fyrir land sem fer undir lón eđa háhitasvćđin á Ţeistareykjum og víđar í Ţingeyjarsýslum. Kaupa ţannig fylgi íslenskra skógrćktarsinna?

Fólkiđ í Flóahreppi á ađ fá almennilegt GSM-samband og nothćfa vegi í öđrum tilgangi en ađ geta flúiđ undan brostinni stíflu. Skógrćktarsinnar eiga ađ sćta umhverfismati fyrir iđju sína og ef skógrćkt á rétt á sér á hún ekki fara fram til "jöfnunar" vegna álbrćđslumengunar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Viktor Úlfarsson

Hundrađ milljón tré fyrir álveriđ á Húsavík og einhver óheyrilegur fjöldi trjáa fyrir Kolviđ.  Um hvađ erum viđ ađ tala hérna?  Hvađ er ţetta eiginlega stór skógur?

Viljum viđ öll ţessi tré?

Ţarf svona skógrćkt ekki ađ fara í umhverfismat ţar sem hún hefur veruleg áhrif á umhverfi sitt?  Sérstađa Íslands er hiđ íslenska víđerni.  Ţađ er ekki spennandi framtíđarsýn ađ Ísland verđi eins og Skandinavía, ađ mađur sjái ekki nokkurn skapađan hlut frá sér fyrir trjám.

Skógrćkt er fín en bara í hćfilegu magni eins og annađ.  Hvenćr verđur hún of mikil?  Er búiđ ađ skilgreina ţau mörk?

Sigurđur Viktor Úlfarsson, 27.6.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég held ađ ţađ sé ekki búiđ ađ skilgreina mörk skógrćktar - en deili áhyggjum ţínum, Sigurđur. En ţađ gćti fariđ umtalsverđur partur af láglendi Íslands undir skóg - skógrćkt ţarf í umhverfismat ef 200 hektarar. Og forstjóri Náttúrufrćđistofnunar segir ţađ leikiđ ađ skipuleggja hana í 199 hektara pörtum!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2007 kl. 18:55

3 identicon

Var ţađ ekki í Svíţjóđ ţar sem skógrćkt eyđilaggđi einhver varpsvćđi og sjaldgćfan mosa? Eđa er ţetta misminni í mér? Ekki ţađ ég vil frekar tré en ál. Held ég.  

Kristín Björnsdóttir 27.6.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég spái stundum í hvort mengi meira stórt álver og raforkuvirkjun eđa ţau eiturefni sem mennirnir framleiđa og byggja upp kerfi til ađrir ánetjist fíkn. Hvort ćtli fleiri deyi og bíđi varanlegt heilsutjón á Íslandi af völdum áfengisneyslu eđa af völdum mengunar frá stóriđjuverum?

Ég er reyndar ekki í neinum vafa um svariđ... en mér finnst gaman ađ spá hvađ ţađ ţyrfti ađ bćta viđ mörgum álverum til ađ jafna ţetta út... skyldu ţađ vera 100... eđa 1000 ?

Eđa álver í enda hverrar götu á ţéttbýlissvćđum á Íslandi til ađ viđ séum í sömu hćttu ađ verđa fyrir heilsutjóni og skađa af ţví og af drykkju bćđi okkar og annarra.  Samt finnst ferđamálayfirvöldum allt í lagi ađ auglýsa vodka sem íslenska afurđ.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.6.2007 kl. 12:27

5 Smámynd: Pétur Ţorleifsson

Fyrirsögnin minnti mig á gamlan pistil..

Pétur Ţorleifsson , 28.6.2007 kl. 13:31

6 identicon

Lýsti skođun minni á ţessu skógrćktarmáli hér á blogginu hennar nöfnu minnar Björnsson. Get tekiđ undir allt sem fram kemur í ţessum góđa pistli frá ţér.

Anna Ólafsdóttir (anno) 28.6.2007 kl. 21:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband