Efni
27.6.2007 | 18:24
Mútur eða mótvægisaðgerðir
Gengur fram af manni hversu opinská tilboð Landsvirkjunar til Flóahrepps eru. Bætt samband fyrir GSM-vasasíma, hluti af tilboði Landsvirkjunar, er t.d. mótvægisaðgerð til að vara fólk við því ef stíflan brestur - skilji ég Friðrik Sophusson virkjunarforstjóra rétt í útvarpsviðtali rétt áðan. Bendi á umfjöllun Ölmu Lísu varaþingmanns VG.
Minnir þó nokkuð á kolefnisjöfnunina og aflátsbréfin. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Jón Gunnar Ottósson, er ekkert feiminn við að tala um skógræktaráform álbræðslusinna á Húsavík í þessu samhengi. Ef Alcoa vill bæta sig, af hverju þá ekki kaupa regnskóg? Af hverju ekki hætta að vinna báxít- endurvinna álið í staðinn? Af hverju rækta skóg á Íslandi? Jú, til að gera íslenska skógræktarsinna ánægða, fólk sem raunverulega vill náttúrunni vel og e.t.v. er hægt að freista með því að skógur geti komið í staðinn fyrir land sem fer undir lón eða háhitasvæðin á Þeistareykjum og víðar í Þingeyjarsýslum. Kaupa þannig fylgi íslenskra skógræktarsinna?
Fólkið í Flóahreppi á að fá almennilegt GSM-samband og nothæfa vegi í öðrum tilgangi en að geta flúið undan brostinni stíflu. Skógræktarsinnar eiga að sæta umhverfismati fyrir iðju sína og ef skógrækt á rétt á sér á hún ekki fara fram til "jöfnunar" vegna álbræðslumengunar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Þóra Jónsdóttir
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Benedikt Sigurðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergþóra Gísladóttir
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Barkarson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Dagbjört Ásgeirsdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Edda Agnarsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Elva Guðmundsdóttir
-
Eyþór Árnason
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Guðbjörg Pálsdóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Halla Rut
-
Heiða
-
Heimssýn
-
Helgi Már Barðason
-
Hermann Óskarsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hilda Jana Gísladóttir
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ísdrottningin
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jónas Helgason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Bjarnason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
J. Trausti Magnússon
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Leikhópurinn Lotta
-
Margrét Sigurðardóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Rögnvaldardóttir
-
(netauga)
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Paul Nikolov
-
Pétur Björgvin
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sindri Kristjánsson
-
Soffía Sigurðardóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Örn Viðarsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
svarta
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Viðar Eggertsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Þarfagreinir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
-
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
-
Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Hringurinn þrengist um Efstaleiti
- Kynferðisbrot vegna Tiktok-áhrifa á borði lögreglu
- Krefjast tafarlausra aðgerða
- Telur misskilning hafa átt sér stað í atkvæðagreiðslu
- Samþykkja að skrá flokkinn sem stjórnmálasamtök
- Svarar fyrir ríkisvæðingu háskólanna
- Ljúka að fella tré í hæsta forgangi um helgina
- Kí skorar á SÍS að greina frá afstöðu sinni
- Þetta er grafalvarleg staða
- Landsfundur Flokks fólksins er hafinn
Athugasemdir
Hundrað milljón tré fyrir álverið á Húsavík og einhver óheyrilegur fjöldi trjáa fyrir Kolvið. Um hvað erum við að tala hérna? Hvað er þetta eiginlega stór skógur?
Viljum við öll þessi tré?
Þarf svona skógrækt ekki að fara í umhverfismat þar sem hún hefur veruleg áhrif á umhverfi sitt? Sérstaða Íslands er hið íslenska víðerni. Það er ekki spennandi framtíðarsýn að Ísland verði eins og Skandinavía, að maður sjái ekki nokkurn skapaðan hlut frá sér fyrir trjám.
Skógrækt er fín en bara í hæfilegu magni eins og annað. Hvenær verður hún of mikil? Er búið að skilgreina þau mörk?
Sigurður Viktor Úlfarsson, 27.6.2007 kl. 18:37
Ég held að það sé ekki búið að skilgreina mörk skógræktar - en deili áhyggjum þínum, Sigurður. En það gæti farið umtalsverður partur af láglendi Íslands undir skóg - skógrækt þarf í umhverfismat ef 200 hektarar. Og forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir það leikið að skipuleggja hana í 199 hektara pörtum!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2007 kl. 18:55
Var það ekki í Svíþjóð þar sem skógrækt eyðilaggði einhver varpsvæði og sjaldgæfan mosa? Eða er þetta misminni í mér? Ekki það ég vil frekar tré en ál. Held ég.
Kristín Björnsdóttir 27.6.2007 kl. 22:39
Ég spái stundum í hvort mengi meira stórt álver og raforkuvirkjun eða þau eiturefni sem mennirnir framleiða og byggja upp kerfi til aðrir ánetjist fíkn. Hvort ætli fleiri deyi og bíði varanlegt heilsutjón á Íslandi af völdum áfengisneyslu eða af völdum mengunar frá stóriðjuverum?
Ég er reyndar ekki í neinum vafa um svarið... en mér finnst gaman að spá hvað það þyrfti að bæta við mörgum álverum til að jafna þetta út... skyldu það vera 100... eða 1000 ?
Eða álver í enda hverrar götu á þéttbýlissvæðum á Íslandi til að við séum í sömu hættu að verða fyrir heilsutjóni og skaða af því og af drykkju bæði okkar og annarra. Samt finnst ferðamálayfirvöldum allt í lagi að auglýsa vodka sem íslenska afurð.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.6.2007 kl. 12:27
Fyrirsögnin minnti mig á gamlan pistil..
Pétur Þorleifsson , 28.6.2007 kl. 13:31
Lýsti skoðun minni á þessu skógræktarmáli hér á blogginu hennar nöfnu minnar Björnsson. Get tekið undir allt sem fram kemur í þessum góða pistli frá þér.
Anna Ólafsdóttir (anno) 28.6.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.