Kolefnisjöfnun Íslandspósts

Í heilsíðuauglýsingu grobbar Íslandspóstur nú af því að hann kaupi kolefnisjöfnun fyrir bifreiðir sínar af Kolviði. Í mörg ár hefur það angrað mig að útakstursfólk Póstsins hefur látið bifreiðirnar vera í gangi meðan pakkar eru afhentir og greiðslur innheimtar. Stundum hef ég beðið fólkið um að drepa á bílnum á meðan og því svo sem verið kurteislega tekið. Og fyrir nokkrum árum hafði ég orð á þessu við stöðvarstjórann hér Akureyri sem tók málaleituninni vel og fannst þetta sjálfsagt mál - en ef einhver breyting varð í raun og veru þá var hún úr sögunni næst ég fékk pakka.

Íslandspóstur góður: Nú er mál að linni. Hættið að grobba ykkur af aflátsbréfakaupum - drepið frekar á bílunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband