19.1.2016 | 12:53
Málstofur um rannsóknir á framhaldsskólastarfi
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða níu talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð í stofu K206 kl. 16:2017:05 á miðvikudögum í febrúar til apríl 2016. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.
- febrúar 2016 kl. 16:2017:05: Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Sigrún Harpa Magnúsdóttir, verkefnisstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar: Um námsumhverfi í framhaldsskólum. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Fjallað er um niðurstöður rannsóknar sem lýsa viðhorfum nemenda í framhaldsskólum til umhverfis í skólastofum, þ.e. hvort það hentar vel eða illa til náms að þeirra mati. Hugmyndir þerra eru bornar saman við það umhverfi sem er ríkjandi í framhaldsskólum. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um starfshætti í framhaldsskólum. Gerðar voru vettvangskannanir í kennslustundum og tekin viðtöl við nemendahópa og notaðar myndir til að hvetja til umræðu. Helstu niðurstöður benda ákveðins misræmis mill þess sem er og þess sem nemendur kjósa helst.
- febrúar 2016 kl. 16:2017:05: Kristján Jóhann Jónsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Bókmenntakennsla og sköpun merkingar. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Lagt verður út af upplýsingum um bókmenntakennslu í framhaldsskólum úr gögnum rannsóknarinnar Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (20122015), bæði viðtölum og vettvangslýsingum. Leitað verður eftir því hvernig bókmenntakennslu er lýst í rannsókninni og almennt gildi bókmenntakennslu íhugað. Dæmi verða tekin af ýmiss konar bókmenntum og orðræðu þeirra um mikilvæg málefni eins og til dæmis gildi skólagöngu, tengsl kynslóðanna og líf og dauða. Þessi málstofa er í samvinnu við Rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.
- febrúar 2016 kl. 16:2017:05: Magnús Ingólfsson, kennari við Borgarholtsskóla: Traust, stefnumótun og lýðræði á framhaldsskólastiginu á Íslandi frá 1970 fram á nýja öld. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Í þessar kynningu eru hugtökin eða þemun traust, stefnumótun og lýðræði skoðuð út frá nokkrum fræðilegum skilgreiningum og um leið hlutverk þeirra í þróun framhaldsskólans á Íslandi. Byggt er á doktorsritgerð um efnið við Nottingham University frá árinu 2014 sem nefnist The development of Icelandic secondary school policy: The contribution of school administrators between 1970 and 2004.
- febrúar 2016 kl. 16:2017:05: Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor: Ofboðslega mikið njörvað niður. Viðhorf framhaldsskólakennara til kennsluhátta. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Fyrirlesturinn er hluti rannsóknarinnar Starfshættir í framhaldsskólum 20132016. Fjallað verður um viðhorf kennara í bóklegum greinum til nemendamiðaðra (learner-centred) kennsluhátta. Byggt er á 20 viðtölum og jafnmörgum vettvangsathugunum. Íslenskir framhaldsskólar hafa meira frelsi til að skipuleggja nám og kennslu en víða þekkist en það virðist almennt ekki hafa verið kennurum hvatning til að til að nýta það frelsi, m.a. með því að taka upp nemendamiðaðar aðferðir. Í fyrirlestrinum verður leitað skýringa kennara á þessu og þær skoðaðar í ljósi kenninga um þróun í starfi.
- mars 2016 kl. 16:2017:05: Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir, kennari við Hraunvallaskóla og MA í félagsfræðikennslu: Druslustimplun. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Druslustimplun beinist að stúlkum þar sem þeim er gert að skammast sín fyrir sig sem kynveru. Erindið er byggt á viðtölum við stúlkur, sem höfðu lent í slíkri stimplun, og rýnihópaviðtölum við nemendur í framhaldsskóla. Megintilgangurinn var að varpa ljósi á þá tvöfeldni sem stúlkur búa við í dag. Mikil pressa er á stúlkur að vera kynferðislega aðlaðandi en þegar þær gangast undir þessa kröfu eiga þær í mikilli hættu að verða stimplaðar sem druslur.
- mars 2016: Lára Huld Björnsdóttir, framhaldsskólakennari: Sýna framhaldsskólakennarar nemendum sínum umhyggju í kennslu og samskiptum? Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Í rannsókninni var gengið út frá umhyggjuhugtaki Nel Noddings og fleiri um að umhyggja sé kjarni skólastarfs á öllum skólastigum og lykillinn árangursríkri menntun. Rætt var við átta framhaldsskólanema á lokaári framhaldsskóla. Þeir lögðu áherslu á virðingu af hálfu kennara, að kennarar láti nemendur sig varða, jafnt velferð og gengi í námi, að kennarar styddu nemendur, t.d. með hrósi, og einnig að umhyggja gæti falist í fjölbreyttum kennsluaðferðum.
- apríl 2016 kl. 16:2017:05: Anh-Dao Tran, postdoctoral fellow at the University of Iceland, School of Education: Upper secondary school teachers kindness and helpfulness towards immigrant students: Is it sufficient? Place: K206 at the School of Education, University of Iceland, at the Stakkahlíð Campus. In English. Flutt á ensku.
Abstract: This presentation is based on the doctoral study Deficient foreigners or untapped resources: Students of Vietnamese background in Icelandic upper secondary schools. The objective of this specific paper is to explore the perceptions and the practices of eight teachers. Findings from interviews indicate that due to the lack of resources and knowledge about pedagogical practices informed by multicultural education philosophy, these teachers resorted to doing the best they could. Despite the kindness and helpfulness towards the students, they did not take into account the students cultural and educational background.
- apríl 2016 kl. 16:2017:05: Ásgrímur Angantýsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Íslenskt mál sem menningarauðmagn í framhaldsskólum. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Markmiðið með erindinu er að varpa ljósi á viðhorf nemenda og kennara í framhaldsskólum til máls og málfræði með hliðsjón af kenningum um tungumálið sem menningarlegt auðmagn. Rýnt verður í viðtöl sem tekin hafa verið í tengslum við rannsóknarverkefnið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga. Gögnin gefa vísbendingar um að ákveðnir kunnáttu- og færniþættir tengdir menningarlegum bakgrunni nemenda séu taldir mikilvægir og komi við sögu í námsmati í íslensku án þess að þeir séu markvisst á dagskrá í íslenskutímum. Þessi málstofa er í samvinnu við Rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.
- apríl 2016 kl. 16:2017:05: Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Þrengt að opnu framhaldsskólavali árin 20102012: Forsendur og saga málsins. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Ágrip: Opið skólaval er miðlægt hugtak innan markaðsvæddra menntakerfa og byggir á þeirri hugmyndafræði að menntun sé fyrst og fremst vara sem metin er út frá skiptigildi hennar innan þekkingarhagkerfisins. Hér á landi hafði opið val verið við lýði í framhaldsskólum frá 2006 en reglum var breytt fyrir skólaárin 20102012 þannig að 45% nýnema á fyrsta ári áttu að koma frá skilgreindu upptökusvæði skóla. Í erindinu er sjónum beint að forsendum breytinganna, viðbrögðum og afdrifum málsins innan skólavettvangsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.