Náttúruverndin réð mestu

Þrátt fyrir stórsigur VG þá hélt ríkisstjórnin velli með rúmlega 48% atkvæða, nokkurn veginn alveg það sama og "kaffibandalagið". Samanlagt unnu VG og S lítið eitt á - en ekki nóg. Hér munar um þau 3,3% sem Íslandshreyfingin fékk; ef prósentumarkið væri lægra væri stjórnin fallin.

Og ef við lítum á sigur VG og fylgi Íslandshreyfingarinnar - samanlagt tæp 18% - er alveg ljóst að náttúruvernd reyndist sá einstaki málaflokkur sem réð mestu í kosningunum því að S setti líka fram áhugaverða stefnu í náttúruverndarmálum þótt Kristján Möller ætti erfitt með að muna hana þegar kom að því að tala um álbræðsluna við Húsavík. Samt var reynt að þegja um náttúruverndarmálin á endasprettinum. Það var stóriðjustefnan sem varð Framsókn alvarlegasti fjöturinn um fót. Ég skora á nýja ríkisstjórn, hver sem hún verður að taka þessar vísbendingar alvarlega.

Í augnablikinu lítil ástæða til bjartsýni um nýja ríkisstjórn þótt sú gamla segi af sér. En hver veit - kannski er Framsókn til í stjórn með VG og S. Aukin afköst umhverfisráðherra við að friðlýsa er kannski til marks um meiri skilning því að á fimmtudaginn kom hún norður í Eyjafjörð til að friðlýsa tvö svæði, annað á hafsbotni og hitt í Öxnadal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Framsóknarflokkurinn smækkaði en batnaði að mun. Vonandi skilja ármenn hans það og setja honum nýja forystu. Til þess að þjóðin treysti þessum flokki og sættist við hann á nýju kjörtímabili þyrfti forystan að skipa umhverfissóðunum Valgerði og Siv að setjast nú að matreiðslunni heima hjá sér og vera duglegar við að þrífa. Birkir Jónsson gæti verið með í dæminu og aðstoðað þær.

Árni Gunnarsson, 13.5.2007 kl. 10:03

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Okkur tókst ekki ætlunarverkið: að fella ríkisstjórnina saman, en það verður spennandi að sjá hvernig stjórnarmyndunarviðræður þróast næstu daga....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það er bara eitt á hreinu að sigurvegarar kosninganna Sjálfstæðisflokkurinn mun mynda nýja stjórn.  Líklegt er að sú stjórn verði á milli D og S. 

VG unnu sigur en samt ekki.  Flokkurinn fór uppí 27,2% fylgi í könnun í mars og flokksmenn gældu við þetta 18-20% fylgi.  Þetta ættu því að vera talsverð vonbrigði að vissu leyti.  Amk tel ég útilokað að VG taki þátt í stjórnarmyndun.

Örvar Þór Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 12:02

4 Smámynd: Steinarr Bjarni Guðmundsson

Nú er frábærri kosningabaráttu lokið og stórkoslegum sigri landað. Það eina sem er eftir er að komast í stjórn og geta farið að vinna að auknum jöfnuði og bættum mannréttindum..

Steinarr Bjarni Guðmundsson, 13.5.2007 kl. 13:08

5 identicon

Sammála þér, umhverfismálin réðu þessu. Margir kusu eftir því og eftir því eingöngu enda er þetta ekki eitthvað eitt mál eins og Geir H heldur.. þetta er mál sem mengar allt þjóðfélagið, hvert sem litið er. Mannekla í öðrum fyrirtækjum og þennsluáhrif og eyðilegging náttúrunnar, mengun og margt fleirra

Björg F 13.5.2007 kl. 22:28

6 identicon

Góður sigur, sem endurspeglar þörf náttúru og samfélags fyrir breytingar. Já það hefði verið gott að fá nokkur prósent í viðbót og fleiri þingmenn, til að fást við að greiða úr illum arfi síðustu ára í málefnum þeirra sem minna mega sín, í menntamálunum og tröllaskapnum í náttúrunni. Þjóðin og við áttum það skilið. Blámóðan birgði of mörgum sýn og því fór sem fór. Við verðum því að taka til hendinni og styðja okkar fólk í komandi baráttu.

Ekki hugnast mér að fara í stjórn með íhaldinu eins og sumir vilja. Vegna stærðarmunar myndum við verða í hlutverki húskarlsins  sem á að laga til eftir að fellibylurinn hefur ætt yfir og skilið eftir slóð eyðileggingar. Það þarf meira til að halda aftur af þeim en að fara sem litli félaginn í gönguförina með þeim. Framsókn er loksins að átta sig á því að þú stoppar þetta skrímsli ekki, til þess er það búið að hreiðra of vel um sig. Ekki svo að skilja að þeir reyndu það mikið, en nú ættu þeir að vita hvað Geir átti við með orðunum um sætustu stelpuna á ballinu og hina sem gerir sama gagn. Skelfilegt áfall sagði Jón formaður. Við hin vitum á hverju hann var að átta sig. Við höfum þurft að búa við þessa skelfingu í meira en áratug.

Friðrik Dagur Arnarson 14.5.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband