Sigur í Hafnarfirði

Góðan dag! Það voru ánægjulegar fréttirnar í gær af sigri náttúruverndar í Hafnarfirði. Nú þarf að fylgja þessu eftir í þingkosningunum með stórsigri náttúruverndar. Öruggast er að kjósa V-listann en sumir aðrir flokkar ætla að vinna með okkur að framgangi náttúruverndar. Það þarf líka að fylgja þessum sigri eftir og vernda háhitasvæðin í Þingeyjarsýslum fyrir fleiri virkjunum. GEGN STJÓRIÐJUBRJÁLÆÐI Á NORÐURLANDI!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Ingólfur, sumir eru að reyna að snúa sigrinum í Hafnarfirði uppá það að nú séu meiri líkur á álveri á Bakka við Húsavík. Það er vandræðalegt. Fólk er að vakna til vitundar um að umhverfisvernd skipti máli og að við getum gert betur. Stóriðjustefna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks (og mér sýnist Frjálslyndir einnig dottnir í pyttinn, allavega hér í Norðaustur) mun endanlega verða afskrifuð þann 12. maí með stórsigri Vinstri grænna. Gráu þingmenn Samfó ættu einnig að fara að huga að sínu "Fagra Íslandi". Framtíð Húsavíkur getur verið blómleg án álvers. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Alveg rétt hjá þér, Hlynur. Burt með niðurgreidd náttúruspjöll af völdum stóriðju. Mývatn án námuvinnslu til kísilgúrsframleiðslu virðist vera að taka við sér og silungurinn orðinn feitur og bragðgóður en ekki nógu mikið af honum enn þá.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband