Fleiri vindar blása - viðhorf reyndra framhaldsskólakennara

Ágrip greinar okkar Árnýjar Helgu Reynisdóttur sem var birt í Netlu í gær. Hún heitir fullu nafni Fleiri vindar blása. Viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi 1986–2012.

Lög um framhaldsskóla árið 2008 og útgáfa aðalnámskrár árið 2011 fólu í sér verulega stefnubreytingu frá fyrri viðmiðum um skólastarfið. Höfundar tóku viðtöl við  tólf reynda kennara í fjórum framhaldsskólum til að varpa ljósi á reynslu þeirra af breytingum í starfi sínu frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Niðurstöður benda til þess að hlutverk kennaranna hafi breyst töluvert, t.d. fylgja því fleiri uppeldis- og kennslufræðilegar áskoranir sem rekja má til  breyttrar samfélagsgerðar og fjölbreyttari nemendahóps. Viðhorf nemendanna hafa breyst, þeim finnst ekki lengur „merkilegt“ að vera í framhaldsskóla, þeir eru lítt  móttækilegir fyrir upplýsingum sem hópur, þeir gera kröfur um athygli sem einstaklingar og eru síður pólitískt meðvitaðir. Viðmælendum okkar kvörtuðu ekki undan breytingunum á nemendahópnum en viðurkenndu að þetta gerði skólastarfið ekki einfaldara. Þeir nefndu að kennsluhættir hefðu breyst, t.d. að verkefnavinna hefði aukist á kostnað prófa. Einnig hefði skrifleg umsýsla aukist, ekki síst  eftir tilkomu upplýsingatækni. Aðalnámskráin frá 1999 var flestum viðmælendum  minnisstæð og ný aðalnámskrá frá 2011 fékk fremur jákvæða dóma, þótt ýmislegt  hafi þótt óljóst um hvernig ætti að útfæra suma þætti hennar í skólastarfinu. Sumir  viðmælenda töldu miklar breytingar fram undan og voru reiðubúnir að takast á við þær en aðrir töldu ekki ástæðu til róttækra breytinga. Sjá greinina: http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/006.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband