Fleiri vindar blása - viđhorf reyndra framhaldsskólakennara

Ágrip greinar okkar Árnýjar Helgu Reynisdóttur sem var birt í Netlu í gćr. Hún heitir fullu nafni Fleiri vindar blása. Viđhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi 1986–2012.

Lög um framhaldsskóla áriđ 2008 og útgáfa ađalnámskrár áriđ 2011 fólu í sér verulega stefnubreytingu frá fyrri viđmiđum um skólastarfiđ. Höfundar tóku viđtöl viđ  tólf reynda kennara í fjórum framhaldsskólum til ađ varpa ljósi á reynslu ţeirra af breytingum í starfi sínu frá útgáfu fyrstu samrćmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla áriđ 1986. Niđurstöđur benda til ţess ađ hlutverk kennaranna hafi breyst töluvert, t.d. fylgja ţví fleiri uppeldis- og kennslufrćđilegar áskoranir sem rekja má til  breyttrar samfélagsgerđar og fjölbreyttari nemendahóps. Viđhorf nemendanna hafa breyst, ţeim finnst ekki lengur „merkilegt“ ađ vera í framhaldsskóla, ţeir eru lítt  móttćkilegir fyrir upplýsingum sem hópur, ţeir gera kröfur um athygli sem einstaklingar og eru síđur pólitískt međvitađir. Viđmćlendum okkar kvörtuđu ekki undan breytingunum á nemendahópnum en viđurkenndu ađ ţetta gerđi skólastarfiđ ekki einfaldara. Ţeir nefndu ađ kennsluhćttir hefđu breyst, t.d. ađ verkefnavinna hefđi aukist á kostnađ prófa. Einnig hefđi skrifleg umsýsla aukist, ekki síst  eftir tilkomu upplýsingatćkni. Ađalnámskráin frá 1999 var flestum viđmćlendum  minnisstćđ og ný ađalnámskrá frá 2011 fékk fremur jákvćđa dóma, ţótt ýmislegt  hafi ţótt óljóst um hvernig ćtti ađ útfćra suma ţćtti hennar í skólastarfinu. Sumir  viđmćlenda töldu miklar breytingar fram undan og voru reiđubúnir ađ takast á viđ ţćr en ađrir töldu ekki ástćđu til róttćkra breytinga. Sjá greinina: http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/006.pdf


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband