Uppeldi og menntun - vorheftið komið út

Út er komið vorhefti tímaritsins Uppeldis og menntunar 2013 með þremur ritrýndum greinum, þremur greinum sem fjalla um ný þemahefti Námsgagnastofnunar um grunnþætti menntunar í aðalnámskrá 2011 og nokkrum ritdómum. Meðal þeirra er ítardómur um þrjú heimspekirit fyrir framhaldsskóla. Ritrýndu greinarnar fjalla um ólík viðfangsefni á sviði menntunarfræða. Ritstjórar tímaritsins eru Guðrún V. Stefánsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.

Eldri hefti frá upphafi eru nú vistuð á vefnum Tímarit.is. Hvert hefti er birt þar með eins árs birtingartöf.

Hægt er að panta áskrift og einstök tölublöð hjá SRR í síma 525 5980 eða á netfangið mvs-simennt@hi.is. Nýjum áskrifendum gefst kostur á að kaupa eldri rit á afsláttarverði. Uppeldi og menntun er einnig fáanlegt í Bóksölu kennaranema, Stakkahlíð, Bóksölu stúdenta, Hringbraut og í öllum stærri bókaverslunum.

Efnisyfirlit tímaritsins má finna á: http://vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun/efnisyfirlit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband