24.2.2012 | 12:17
Hugvísindalegar menntarannsóknir og fleira góðmeti
Þema: Rannsóknafjölbreytni og rannsóknapólitík
13:00 Inngangsorð frá doktorsskóla Menntavísindasviðs
13:10 Rannsóknafjölbreytni rannsóknapólitík menntarannsókna Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor segir frá viðmiðum Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) um menntarannsóknir byggðar á hugvísindalegum rannsóknaraðferðum (humanities-oriented research), en þau eru birt í ágústhefti tímaritsins Educational Researcher 2009 (38. árgangur, bls. 481486): http://edr.sagepub.com/content/38/6/481.full.pdf+html. Einnig segi ég frá bók Lyn Yates, What does good education research look like?, frá 2005.
13:50 Þekkingarsköpun með aðferðum listrannsókna Gunnhildur Una Jónsdóttir doktorsnemi ræðir um rannsóknir með aðferðum lista, einkum hvaða eða hvers konar þekkingu má ná fram með þess háttar aðferðum. Hún segir meðal annars frá hugmyndum finnska fræðimannsins Juha Vartu og CAVIC-rannsóknarnetinu (CAVIC stendur fyrir contemporary art and visual culture education). Vefslóð þess er http://www.cavic.dk/.
KAFFIHLÉ
14:30 Er rýmið í íslenskum framhaldsskólum gagnkynhneigt? Jón Ingvar Kjaran doktorsnemi segir frá erindi sínu á ráðstefnu Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) í Vancouver í apríl nk. Erindið er byggt á afmörkuðum þáttum úr doktorsrannsókn hans. Hann ræðir sérstaklega nokkrar af þeim áskorunum sem felast í því að rannsaka vettvang sem hann sjálfur starfar á og hvernig hann notar fjölbreytt gögn af vettvangi.
15:00 Hugmyndir barna um útiumhverfi sitt Kristín Norðdahl lektor og doktorsnemi segir frá öðru af tveimur erindum sínum á ráðstefnu Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) í Vancouver í apríl nk. Hún mun ræða áskoranir sem felast í rannsóknum með ungum börnum, meðal annars þær sem felast í því að hafa áhrif á breytingar með slíkri rannsókn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.