Aumur málstaður

Ég legg til að trúfélög sem mismuna fólki út frá kynhneigð, t.d. með því að neita að gefa saman í hjónaband lesbíu- eða hommapör, og fara þannig ekki að landslögum verði svipt sóknargjaldi úr ríkissjóði, ásamt öllum öðrum réttindum sem trúfélög. Mér finnst að þau þurfi eins og önnur félög í landinu að fara eftir lögum. Eftir sem áður gætu þessi félög haft rétt til að starfa sem frjáls félagasamtök – ég vil, almennt séð, félagafrelsi – og ef þau vilja leggja sig niður við að berjast fyrir því að samkynhneigð sé skilgreind sem synd, þá bara leggja þau sig niður við það. Það er ekki svo langt síðan að samkynhneigð var skilgreind sem glæpur og dæmt í fangelsi fyrir hana – hér á landi. En mér finnst það aðeins skárri veröld og vonandi miklu betri fyrir samkynhneigt fólk þegar hætt var hugsa þannig. Og eitt af því sem er óþolandi að félög sem starfa með opinberum styrk geti verið með hatursáróður gegn hópi fólks sem hefur átt undir högg að sækja.

Já, gætu þá þau félög sem vildu berjast fyrir auma málstað að samkynhneigð sé synd, gert það. Þau munu þó ekki geta gert það óáreitt, ætli sé ekki þökk málfrelsinu til að skamma þau. En það er samt þannig að skerðing á rétti til hatursáróðurs, sérstaklega gagnvart minnihlutahópum og hópum sem eiga undir högg að sækja, er viðleitni til að verja málfrelsið.

Er ég með þessu að gera homma og lesbíur að fórnarlömbum hatursáróðurs trúfélaga sem kalla sig kristin? Ég hef verið að lesa fréttir um að samkynhneigð ungmenni séu í 25 sinnum meiri hættu á að fyrirfara sér en aðrir á sama aldri. Skyldu slíkar tölur vera í einhverju samhengi við hatursáróður og fjas um samkynhneigð sé synd? Félaga sem boða boðskap sem er ekkert í líkingu við þá kristni sem ég ólst upp við eða þá kristni sem flest kristin trúfélög boða nú á 2. áratug 21. aldar. Því að kristin þjóðkirkja boðaði aldrei fjandskap gagnvart hommum eða lesbíum, þótt hún hún væri lengi að því að viðurkenna jafnrétti; hún var bara ekkert ein um það í samfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband