Efni
20.10.2011 | 18:32
Ofstækið og Brynjar Níelsson
Ég ætti að vera hættur að verða hissa á því sem Brynjar Níelsson segir. Núna segir hann að samtök sem vilja afhjúpa hverjir kaupa vændi séu "ofstækissamtök". Það getur vel verið - en fyrir mér eru fáir ofstækisfyllri en þeir sem vilja koma í veg fyrir að við fáum að vita hvaða glæpamenn hafa verið dæmdir fyrir að kaupa vændi. Mér finnst sú andstaða vera ofstæki, ef ofstæki er á annað borð til.
Persónulega vona ég að listinn, sem Stóra systir afhenti lögreglunni, leki út - en gæti vel trúað því að Stóra systir passaði vel upp á hann til að halda sér örugglega innan ramma laganna.
Annars minnir mig að hafa lesið fyrir mörgum árum að norskir femínistar hafi málað á bíla vændiskaupenda í Ósló og það hafi orðið meiri refsing en dómstóll sem ákveður að afhjúpa glæpinn getur nokkru sinni úthlutað glæpamönnunum.
Líkir Stóru systur við ofstækissamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 24.10.2011 kl. 08:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég held ég hafi heyrt það í dag að Stóra systir hafi boðið þeim sem voru á listanum á blaðamannafundinn undir því yfirskini að það væri verið að kynna einhverjar fyrirsætur. Spurning hvort ljósmyndarar á svæðinu hafi tekið myndir af fundargestum?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.10.2011 kl. 19:55
Sæll.
Þér er auðvitað alveg sama hvort Stóra systir braut lög með þessu athæfi sínu eða ekki?
Þér er alveg sama um það hvort notkun Stóru systur á tálbeitu er í samræmi við lög, ekki satt? Það er alveg pottþétt að allir þessir aðilar eru sekir um það sem Stóra systir ber þeim á brýn, ekki satt? Þér er alveg sama þó ólöglegt sé að taka upp símasamtal nema með dómsúrskurði eða gagnkvæmu samþykki beggja aðila, ekki satt? Þér er alveg sama þó einkaaðilar taki að sér hlutverk rannsakenda í þeim málum sem þykir þurfa, ekki satt? Þér er alveg sama þó Stóra systir ætli sér hugsanlega að víkja frá þeirri grunnreglu að menn séu saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð með því að leka hugsanlega þessum lista, ekki satt? Getur þetta athæfi ekki flokkast undir kúgun? Þér er alveg sama þó Stóra systir geti engan veginn talist hlutlaus rannsóknaraðili, ekki satt?
Þetta mál er á alla kanta hið furðulegasta og í raun ætti lögreglan að rannsaka gjörðir þessara Stóru systra og vísa svo máli þeirra til ákæruvaldsins þar sem þær eiga að fá dóma. Þar sem Stóra systir stóð ólöglega að þessari rannsókn sinni getur lögreglan ekkert gert við þau gögn sem henni voru afhent þó allir á þeim lista væru sekir.
Vissir þú ekkert af ofangreindu eða er þér bara alveg sama? Ég veit ekki hvort er verra?
Helgi 20.10.2011 kl. 22:27
Sæll vertu Ingólfur,
Ég er sammála og tel Brynjar vara yfir strikið þarna. Um að gera að leka þessum lista út um allt bara, ágætismál.
mbkv.
Gunnar Waage, 21.10.2011 kl. 08:01
Takk fyrir þetta Ingólfur
Sammála þér með að nú orðið er ég ekki lengur undrandi á ofstækislegum ummælum Brynjars. Þau verða bara sjálfvirkt ómerk.
Eyjólfur Sturlaugsson, 21.10.2011 kl. 12:23
Ótrúleg afstaða manna eins og Helga. Segjum sem svo, að ég búi á þriðju hæð í blokk, með mjög gott útsýni yfir fjölfarinn gatnamót. Þar tek ég eftir því á hverjum degi að fjöldi manns keyrir yfir á RAUÐU ljósi. Ég tek mig til og ljósmynda svona 50 lögbrjóta, næ bæði bílnúmerinu og andlitinu á ökumanni. Þessar upplýsingar fer ég síðan með til lögreglunar og afhendi þeim. Við hverju má ég búast ? Að vera "ákærður" fyrir að taka myndir af lögbrjótum. Að koma upp um refsivert athæfi. Að "ná" myndum af ökumönnum. Ég veit ekki á hverju ég ætti von. En hitt veit ég og finn það út miðað við viðbrögðin í bloggheimum, að ég væri úthrópaður fyrir atvikið, og flestir bloggarar vildur sjá mig bak við lás og slá fyrir uppátækið, en bílstjórarnir mættu sleppa. Þannig er nú það.
Dexter Morgan, 21.10.2011 kl. 15:47
Dexter: Þetta væri sambærilegt ef þú hefðir sett auglýsingu í blöðin um að þennan dag yrði haldið rallí við umrædd ljós.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.10.2011 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.