Náttúruverndarsamtök um Vestfjarðaveg

Ályktun Fuglaverndar, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna vegagerðar í Gufudalssveit  
 
Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Þessi leið hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því er ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi.

Með þessari úrslausn yrði komið í veg fyrir þau miklu náttúrspjöll sem myndu hljótast af leið B um óspillta náttúru, m.a. eftir Teigsskógi endilöngum og yfir eyjar og sker í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í nágrenni tveggja arnarsetra.

Ofangreind samtök telja óréttlætanlegt að fórna þessum náttúruverðmætum sem eru á náttúrminjaskrá og falla undir lög um verndun Breiðafjarðar þar eð aðrar leiðir eru fyrir hendi. Göng undir Hjallaháls eru að öllum líkindum ódýrari en leið B þegar búið er að taka tillit til aukakostnaðar, jaðarkostnaðar og umhverfiskostnaðar.

Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar, svarar fyrirspurnum fjölmiðla um ályktunina í síma 8920299 eða 5673540.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað er D-leiðin besta lausnin sem allir ættu að sætta sig við. Erum við ekki loksins komnir upp úr þessu frumstígi þar sem náttúran virðist einskís virði og menn fara með brambolt og læti stysta leiðina án þess að taka tillit til eins eða neins?

Úrsúla Jünemann, 23.9.2011 kl. 14:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Landsbyggðin verður að taka sig saman í andlitinu og hrinda R.Víikurvaldinu af höndum sér.Umhverfisstofnun á að sjálfsögðu að vera skipuð fólki af Laqndsbyggðinni til að hægt sé að byggja landið.Það mun koma að því að Lansbyggðin vaknar og stendur sameinuð gegn öfgaliðinu í R.Vík.Það vita allir sem vilja vita að það verða engin jarðgöng grafin á Vestfjörðum næstu 30 árin, eftir að Borgartúnsliðið í R.Vík hefur hefur sett landið á hausin.Þessi margumtalaði "Teigsskógur" er lítið meira en kjarr.Ef sömu lögmál ættu að gilda annarsstaðar í heiminum og þetta öfgalið heimtar hér þá væru engir vegir til að mynda víða á Norðurlöndum.Burt með afæturnar og umhverfisöfgaliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Sigurgeir Jónsson, 24.9.2011 kl. 17:30

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mikið rosalega ert þú orðfagur maður, Sigurgeir. Íslenskir skógar þykja margir kjarr; ég hef ekki komið í Teigsskóg en matið á honum er eins og hann er en ekki sundurgrafinn af vegi!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.9.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband