Lína að Veiðivötnum umhverfismatsskyld

"Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat," segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. "Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði," bendir Hilmar á. "Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands." (nsi.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einu sinni á að reyna að tefja þessa sjálfsögðu framkvæmd sem leysir af dísilrafstöðvar sem ganga allt árið á Snjóöldu og allt sumarið í Veiðivötnum. Einnig allt gasið sem notað er til eldunar og hitunar á svæðinu með tilheyrandi hættu og valdið hefur dauðaslysum fyrir nokkrum árum.

Olgeir Engilbertsson 1.10.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

NSÍ hefur bent á að rétt sé að fylgja veginum að Veiðivötnum en ekki búa til nýja slóð - og ég bara spyr, Olgeir, því í ósköpunum er það ekki gert?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.10.2011 kl. 13:18

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vonandi leysist þetta farsællega. Ef ferðamenn eru svo illa staddir heilsufarslega að þurfa nútímaþægindi á víðernum hálendisins þyrfti að setja um það skýr ákvæði að fatlaðir eigi kost á aðstoðarfólki.

Árni Gunnarsson, 1.10.2011 kl. 23:22

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Háspennulínur uppi á hálendinu eru eru óskapleg sjónmengun.  Þarf ekki annað en benda á línuna sem liggur nánast samhliða fjallabaksleið nyrðri og er líklega eitt versta umhverfisslys sem framið hefur verið á Íslandi.

Þórir Kjartansson, 2.10.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband