Mengun í Eyjafirði

Og hvað á maður svo sem að segja nú þegar kemur í ljós að verksmiðjan mengar og mengar og eftirlit af hennar eigin hálfu og hins opinbera er í molum? Jú, rifja upp grín frá því í september 2007 þegar ég var talinn úrtölumaður að gera grín að orðfærinu um verksmiðjuna:

"Ál-aflþynnuverksmiðjunni á Akureyri hefur verið sunginn hár lofsöngur undanfarið. Framleiðslan er "sérhæfð hátækni sem losar ekki gróðurhúsalofttegundir en skapar um 90 ný gæðastörf. Hráefnið er valsað og afar hreint hágæðaál ... rafhúðað í sérhönnuðum vélasamstæðum". Og ekki nóg með það heldur er afurðin, aflþynnur, líklega notuð í "háspenntari þétta með mikinn áreiðanleika ..." sem vaxandi eftirspurn er eftir. Það vill svo vel til að Becromal, fyrirtækið sem reisir verksmiðjuna, er leiðandi við að búa til aflþynnur í einmitt slíka þétta (Vikudagur, 16. ágúst sl.). Gott að þetta eru ekki neinir ómerkingar, þessir hálf-eyfirsku þéttar, og ánægjulegt að um er ræða að ræða gæðastörf.

Þá er okkur er lofað að þessi 75 MW muni ekki leiða af sér nýjar virkjanir og þá auðvitað hvorki með eða án náttúruspjalla enda þótt rafmagnið samsvari 10% aukningu í eigin raforkuframleiðslu Landsvirkjunar frá síðasta ári (sama heimild). En þarf þá ekki einhvers staðar að virkja vegna almennrar aukningar? Og einhvern veginn hefur mér fundist loforðið um að verksmiðjan losi ekki gróðurhúsalofttegundir jafngildi því að hún mengi ekki, en ég hef ekki séð mikið um slíkt í fjölmiðlum. Vonandi kemur það þó allt fyrir augu almennings í mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar þannig að auðvelt sé að bera starfsemina saman við hverja aðra starfsemi hvað það varðar." Sjá: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/304876/

Það kemur sem sé í ljós að þetta er bara miklu verra en mér datt í hug að sjá fyrir. Ég var ekki nógu mikill úrtölumaður, ég var enginn úrtölumaður. Ég sneri bara út úr.

Mengun er fleira en gróðurhúsalofttegundir. Og hvað með allt þetta eftirlit - nú skilst mér að ekki hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum og almenningi því ekki gefinn kostur á gagnrýni.

Hvað með aðra eftirlitsskylda starfsemi? Eða er þetta bara af því að það eru Ítalir og Eyþór Arnalds sem eiga þetta sem eftirlitið brást?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband