Harðari siðferðisdómar gagnvart konum?

Ég velti alvarlega fyrir mér hvernig stendur á því að það er forsíðufrétt og á bls. 2 dögum saman (t.d. Fréttablaðið í dag) að kona, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk NOTAÐAN bíl sem hluta af starfskjörum sínum. Reyndar skil ég ekki hvers vegna þarf að sjá forstjórum og fjármálastjórum fyrir ökutækjum. Ég skil að sendill fyrirtækisins þurfi afnot af bíl á vinnutíma. Jón Gnarr þarf "að kynna sér málið" eins og flest sem hann er spurður út í. Sem að vísu er virðingarvert að segja ekki bull um mál sem hann hefur ekki vit á.

Ég held að þetta sé eins og þegar hópur stjórnmálamanna þiggur stóra styrki frá fyrirtækjum að þá segir kona af sér en karlarnir sitja sem fastast. Og konur sem eiga eiginmenn sem hafa verið í stórviðskiptum víkja.

Mér fannst að vísu óþolandi og varð fyrir stórum vonbrigðum þegar ég frétti að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fv. borgarstjóri, hefði þegið stóra styrki frá Landsbankanum og fleirum - en ég skildi heldur ekki hvers vegna Hjálmar Sveinsson tók málið sérstaklega upp tveimur dögum fyrir kosningar. Nema hann hafi viljað gulltryggja að Samfylkingin missti eitt sæti borgarfulltrúa, sætið sem hann var í sjálfur, því að í leiðinni varð hann að útskýra hvers vegna Dagur, sem þáði margar milljónir, ætti ekki að víkja. En eins og alltaf þá minni ég á að það er Guðlaugur Þ. Þórðarson sem er styrkjakóngurinn og ætlar ekki að víkja. Og Sigurður Kári ætlar ekki að segja frá því í boði hverra hann situr á þinginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband