Má segja hvaða óhróður sem er um femínista?

Ég las í Mogganum að Sóley Tómasdóttir væri að kanna hvort hún ætti að lögsækja einhvern eða einhverja af þeim hafa ausið hana óhróðri. Því miður er það ekki nýlunda að til sé fólk sem telur sér heimilt að tala illa um femínista, telji það einhvern veginn bara sjálfsagt, sbr. blogg frá því fyrir tveimur og hálfu ári: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/387192/.

Og enda þótt það séu líklega einkum karlar sem láta svona og komu inn á blogg mitt og annarra, þá man ég líka eftir ósvífnum ummælum Agnesar Bragadóttur í Mogganum á kosningadaginn, eða var það daginn fyrir hann?

Það er algerlega mál að linni - en ekki víst að málsókn dugi og ekki víst að það sé rétta leiðin til að vinna femínismanum fylgi. Kannski lögsækir Sóley einhvern óhróðursmanninn og fær hann dæmdan, með réttu. En verður það áminning öðrum um að beita þeim mannasiðum í samskiptum sem flestum voru kenndir heima hjá sér í barnæsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því að óhróður gegn fólki er óþarfi og lýsir best þeim sem eys honum.

Það er hins vegar áhugavert hversu mikið er um það í dag að bæði menn og konur nútímans vilji hafa greinarmun á femínisma annars vegar og jafnrétti hins vegar. 

Jafnvel hafa einstaka baráttukonur úr röðum rauðsokka hreyfingarinnar snúist til jafnréttisbaráttu.

Veraldarálfurinn 7.6.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég held að sumir af þeim sem afneita femínismanum en segjast vera jafnréttissinnar kynja hafi gleymt því að það voru femínistar - kvenfrelsissinnar - sem börðust og berjast harðast fyrir jafnrétti kynjanna. En hinu má ekki gleyma að það eru til mörg sjónarmið um femínisma - og þau má flokka í frjálslyndan femínisma, róttækan femínisma, menningarfemínisma, póststrúktúralískan femínisma, ekófeminisma o.s.frv.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.6.2010 kl. 17:22

3 identicon

Sæll Ingólfur

Mér sýnist þú blanda tvennu saman: Óhróðri um Sóleyju og óhróðri um feminista. Ég sé ekki að óhróður um Sóleyju leiði endilega til þess að allir feministar séu settir undir þann sama hatt.

Óhróðurinn  um Sóleyju getur vissulega hafa verið óverðskuldaður og kvikindislegur. Það getur líka verið að um réttmæta gagnrýni á hana sjálfa og málflutning hennar hafi verið að ræða. Ég ætla ekki að dæma um það, en veit að sumir taka allri gagnrýni illa. Þannig áskil ég mér rétt til að meta hversu mikill óhróðurinn var, en tek það ekki bókstaflega frá Sóleyju og lögfræðingum hennar.

Hitt er svo annað mál að viðbjóður hefur aukist í íslenskri stjórnmálaumræðu og því er verr.

Ómar Harðarson 7.6.2010 kl. 18:47

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Ómar, ég held ég rugli þessu tvennu ekki saman að því leyti að mér sýnist "einhverjir" telji sig hafa skotleyfi á hana af því að hún er femínisti. Lögsókn Sóleyjar myndi vísast litlu breyta um það skotleyfi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.6.2010 kl. 21:04

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú gagnrýni sem hefur komið fram á Sóleyju Tómasdóttir og hannar skoðanir á femínista hefur ekkert með skoðanir á femisma að gera. Gagnrýnin er fyrst og fremst sprottin vegna bloggfærslu Sóleyjar sjálfrar um fæðingu barns hennar. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að draga barnið inn í þá umræðu eða blanda henni saman við feministaumræðu almennt.

Ég ráðlegg þeim sem um þetta mál vilja fjalla að skoða þessa færslu Sóleyjar Tómasdóttir. 

Gunnar Heiðarsson, 8.6.2010 kl. 11:56

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég las viðtal við Sóleyju um það hún hefði orðið óttaslegin þegar hún eignaðist um það hvernig uppeldi hún gæti honum í samfélagi sem elur karla ekki betur upp en það gerir við suma okkar. Þetta var femínísk greining og það er hún sem margir þoldu ekki. Ég sá hana líka kallaða kvenfasista.

Ég er hins vegar ekki að biðja um að Sóley sé ekki gagnrýnd. Ég er að gagnrýna hatur gagnvart femínistum sem á sér sterka birtingarmynd í óhróðri um að Sóley elski ekki son sinn.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.6.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband