Að reka heimspeking til að bæta ímynd

Þorsteinn Hilmarsson hefur verið ötull við að framfylgja þeirri stefnu Landsvirkjunar að láta eins og hún hafi valdið. Ekki veit ég þó hvort hann fann upp nafnið Landsvirkjun Power (http://www.lvpower.is/) en eitt er ég alveg viss um að það þarf meira til en að reka einn heimspeking til að bæta ímynd Landsvirkjunar.

Vitanlega er það alveg rétt mat hjá nýjum forstjóra að það "er brýnt að efla og breyta ímynd Landsvirkjunar bæði gagnvart fjármögnunarfyrirtækjum, fjölmiðlum og almenningi" því að ímyndin er slæm eftir aðfarir Landsvirkjunar að íslenskri náttúru á undanförnum árum. Brýnna væri þó að hætta áformum um Norðlingaölduveitu, virkjanir í neðri hluta Þjórsár, virkjun á Þeistareykjum o.fl. o.fl.


mbl.is Þorsteinn hættur hjá Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Er ekki bara best að pakka saman miðað við sýn þína í síðustu málsgrein.  Bara að hætta við allt, ekkert í staðin.

365, 22.1.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Nei, góða 365, ég tel hér upp virkjunarkosti sem valda óbætanlegum spjöllum á viðkvæmri náttúru. Aðrir kostir og "fórnir" eru mun ásættanlegri, og nú er t.d. unnið að Rammaáætlun. Þótt ég hafi ekki neinar stórkostlegar væntingar til hennar geri ég mér þó vonir um að þar verði á skrá virkjunarkostir sem valda ásættanlegum spjöllum.

En mín aths. er líka tengd ímynd Landsvirkjunar sem erfitt er að bæta með því að reka eitt stykki heimspeking, því varla réði hann þeirri stefnu sem hann kynnti. Sjálfsagt hefur hann þó fallist á þá stefnu og þannig kynnti hann sjálfan sig í leiðinni, auðvitað.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.1.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband