Aflsmunur stjórnvalda?

Ég heyrði í útvarpinu áðan að tveir (ónefndir) þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu lýst áhyggjum af því að stjórnvöld myndu beita aflsmunum í kosningabaráttu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ekki veit ég meira um málflutning þeirra um þetta efni og spyr hvort ríkisstjórn og Alþingi eigi virkilega að halda sér til hlés þegar forsetinn hefur ákveðið að skjóta til þjóðarinnar lögum sem ríkisstjórnin hafði lagt fram sem frumvarp og Alþingi samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða. Ég hygg að ég skilji þó áhyggjur af þessum toga að hafður verði í frammi af hálfu stjórnvalda einhliða málflutningur - því vissulega væri það í andstöðu við þá lýðræðishugsjón að þjóðaratkvæðagreiðslur ráði úrslitum stórra mála.

Sennilega er þetta mikil klemma, siðferðileg eða hagnýt, eftir því hvort við viljum setja klemmuna upp á háleitt plan eður ei. En miðað við mikilvægi málsins væri að ég tel nokkuð ábyrgðarlaust af ráðherrum ríkisstjórnar að reka ekki áróður fyrir máli sem þegar hefur kostað okkur afsögn ráðherra sem ekki vildi ríkisstjórninni.

Annað mál er að mér finnst að ráðherrarnir geti e.t.v. ekki beitt embættismönnum á pólitískan hátt í málinu. Því miður fannst mér dómsmálaráðherra koma fram sem embættismaður í málinu. Er mál að fara að skipta út ópólitískum ráðherrum og setja aðra sem taka pólitíska ábyrgð? Kannski átti ráðherrann þó einungis við það sem ég nefndi áðan að það er mikilvægt af lýðræðislegum ástæðum að stjórnvöld sinni líka upplýsingarskyldu. Þetta finnst mér reyndar að ríkisstjórnin, sem sat við völd þegar fjölmiðlalögin sem forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar voru afnumin, hefði átt að sinna: að setja rammalöggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur og undirbúning þeirra, hagnýtan sem efnislegan. Einn eitt skammarstrik og aðgerðarleysi íhalds og framsóknar.


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ríkisstjórnin og helstu ESB-tengd hagsmunasamtök leggja þunga áherslu á það að Icesave- klafinn verð innsiglaður. En þjóðaratkvæði gengur út á það að fá fram álit hvers einstaks atkvæðis, án allra hagsmunatengsla.

Óeðlilegt þykir að helstu hagsmunaaðilar, sérstaklega ríkisstjórnin, geti neytt afslmunar til þess að hafa áhrif á útkomuna héðan af, eftir að lýðræðislegum umræðum var lokið og forsetinn hafði vísað málinu til þjóðaratkvæðis. Annars má lítilmagninn, sem vernda ber, sín alltaf örugglega lítils.

Loksins gildir gamla markmiðið: „Einn maður, eitt atkvæði“. Látum það virka án ríkisbatterísins, flokksmaskínanna og heljargreipar hagsmunasamtakanna.

Ívar Pálsson, 9.1.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hverjum þykir það óeðlilegt? Framsókn og íhaldi? Tek undir hið almenna sjónarmið um að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að vera lýðræðisleg - en er ekki viss um að það sé lýðræðislegt að einn maður geti ákveðið það. Jafnvel hann hafi verið þjóðkjörinn eftir 52 ára lýðveldissögu án þjóðaratkvæðagreiðslna um stór mál á borð við Natóaðild og EES-samninginn.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.1.2010 kl. 22:20

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Mér þykir óeðlilegt að við fjármögnun kosningabaráttu ríkisstjórnarinnar í máli sem beinist helst gegn okkur sjálfum.

Ekki hefur upplýsingagjöf hennar verið með ágætum um þetta mál, sbr. frá undirskrift 5. júní til eftirmiðdagsins 17. júní, þegar ég fór með afrit af Icesave- samningnum í Ríkisútvarpið, því að ekkert bólaði á honum frá Upplýsingamiðstöð Gagnsæja Ríkisins. Þá var allt í einu í lagi að birta hann, í einni svipan!

Ef upplýsingagjöf ríkisstjórnarinnar er í þeim anda sem hún hefur verið, þá hvet ég fólk til þess að taka henni með ýtrustu varúð.

Ívar Pálsson, 9.1.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband