Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Leiðsagnarmat og kynlífsmenning - málstofur um framhaldsskólarannsóknir

Hvað á þetta tvennt í fyrirsögninni sameiginlegt? Jú, þetta eru tvö af níu efnum í málstofunum okkar á þessu vormisseri. Ath. að valdar upptökur munu birtast á síðunni http://menntavisindastofnun.hi.is/throun_skolastarfs/forsida þar sem einnig er að finna þrjá af fyrirlestrunum frá í fyrra.

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða átta/níu talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð í stofu K208 kl. 16:20–17:05 á þriðjudögum í febrúar til apríl 2017. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna. Titill erindis segir til um hvort erindin eru á íslensku eða ensku. (Each talk is 20 minutes and the remaining time is allotted to discussion. The language of the title indicates the language of the talk.)

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05: Elsa Eiríksdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Nám í tvískiptu kerfi iðnmenntunar: Hvað lærist í skóla og hvað á vinnustað? Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Nám í iðngreinum á Íslandi er tvískipt og fer hluti námsins fram í skóla og hluti á starfsvettvangi (vinnustaðanám). Í fyrirlestrinum verður fjallað um niðurstöður spurningakönnunar sem lögð var fyrir sveina, meistara og framhaldsskólakennara í iðngreinum og sérstaklega mat þátttakenda á því hvaða almennu og fagtengdu eiginleika nemendur tileinka sér í gegnum námið í skólanum annars vegar og á vinnustaðnum hins vegar.

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05 Valgerður S. Bjarnadóttir, framhaldsskólakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Áhrif og raddir nemenda: Reynsla framhaldsskólanema af tækifærum til að hafa áhrif. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Í erindinu verður fjallað um niðurstöður rannsóknar á reynslu framhaldsskólanema af möguleikum til að hafa áhrif á námsumhverfi sitt. Sjónum verður sértaklega beint að reynslu nemenda af formlegum og óformlegum leiðum til áhrifa, meðal annars með hliðsjón af skólamenningu og skipulagi stofnana. Rannsóknin byggist á viðtölum við nemendahópa úr níu framhaldsskólum á Íslandi.

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05 Anna Karin Sandal, assistant professor, Western Norway University of Applied Sciences (HVL), Campus Sogndal: Why choose vocational education and training (VET)? Where: Room K208, School of Education, University of Iceland (Stakkahlíð Campus).

Abstract: This presentation reports from a qualitative study of 15-year old students’ transition from compulsory school to vocational programmes in the upper secondary school in Norway. The presentation focuses on students’ reasoning of their choice of vocational education, giving voice to their own stories about the choice and the transition processes.

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05 Elín Sif Welding Hákonardóttir, náms- og starfsráðgjafi, Sif Einarsdóttir, prófessor við námsbraut í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Aðgengi fullorðinna að námi á framhaldsskólastigi. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Fjallað er um niðurstöður rannsóknar sem byggist á viðtölum við ungt fólk sem hefur nýhafið nám á vegum framhaldsfræðslunnar. Í ljósi þess að aðgengi nemenda 25 ára og eldri hefur verið takmarkað inn í framhaldsskólana var kannað hvernig eldri nemendur upplifa möguleika sína til menntunar. Niðurstöðurnar lýsa flóknu samspili fullorðinna nemenda við lagaleg og stofnanaleg samhengi íslensks menntakerfis sem verið hefur í deiglu breytinga undanfarin ár.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Helga Þórey Júlíudóttir, sérkennari við Tækniskólann: Á jaðri jaðarsins í framhaldsskóla fyrir alla. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Starfsbraut – sérnám innan Tækniskólans er ætlað fötluðum nemendum sem ekki eiga kost á námi á starfsbrautum framhaldsskólanna vegna verulegs hegðunar- og námsvanda ásamt einhverfu. Fjallað verður um uppbyggingu sérnámsins og það sett samhengi við annað nám fyrir nemendur með þroskahömlun og reynslu stefnumótunar- og fagaðila af starfi sínu við það. Rætt verður um framtíðarsýn sérnámsins og lagðar fram tillögur til úrbóta.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Åse N. Bruvik, PhD student, and Grete Haaland, professor, at the Oslo and Akershus University College: Relevant and meaningful vocational education. Where: Room K208, School of Education, University of Iceland (Stakkahlíð Campus)

Abstract: Through the Kunnskapsløftet educational reform in Norway introduced in 2006, the first year at upper secondary school (vg1) became broader in many vocational tracks. Broadening the curriculum in this manner can create challenges in maintaining the students’ interest as research shows that if the first year is not adapted to the pupil's career and interest in the future, it may not be perceived as relevant and meaningful learning. The study focuses on the question how to best safeguard student career plans and interests and ensure motivation during vg1.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Ívar Rafn Jónsson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Leiðsagnarnám og endurgjöf: Upplifun kennara og nemenda í framhaldsskólum. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Sagt er frá doktorsverkefni sem felst í því að skoða leiðsagnarnám (e. formative assessment) á framhaldsskólastigi. Eitt meginviðfangsefnið er að skoða skilning og upplifun nemenda og kennarar á framkvæmd og notkun á endurgjafar (e. feedback) í námi. Niðurstöður megindlega hluta rannsóknarinnar verða reifaðar og settar í samhengi  við umræðu á Íslandi um innleiðingu og framkvæmd leiðsagnarnáms.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík: Ungir karlar og kynlíf. Upplifun ungra karla af kynlífsmenningu framhaldsskólanema. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Kynnt er rannsókn af upplifun ungra karla af kynlífsmenningu framhaldsskólanema. Rannsóknin er framhald af rannsókn Kolbrúnar um upplifun ungra kvenna af kynlífsmenningunni. Í báðum rannsóknunum er rýnt í þá þætti sem viðmælendur töldu helst hafa áhrif á kynlífsmenningu ungs fólks, svo sem vinahópinn, samskiptamiðla, klám, útlitsdýrkun og kynlífs- og klámvæðingu.

  1. apríl 2017 kl. 16:20–17:05 Ingvar Sigurgeirsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Elsa Eiríksdóttir, kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Kennsluaðferðir framhaldsskólakennara í 130 kennslustundum og leiðir þeirra til að gera kennsluna áhugaverða. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Erindið er byggt á gögnum sem safnað var á árunum 2013 og 2014 í níu framhaldsskólum. Höfundarnir flokkuðu helstu kennsluaðferðir, sem kennarar notuðu í 130 kennslustundum sem fylgst var með. Athugað var hvað kennarar gerðu í upphafi kennslustunda og hvað væri gert til að gera kennsluna sem fjölbreyttasta. Sagt verður frá áhugaverðum dæmum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband