Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Forgangsröðun mála ríkisstjórnarinnar í vor!

Ég skil vel hvers vegna það er ríkisstjórninni mikilvægt að koma fram breytingum á stjórnun fiskveiða (þótt fyrr og róttækar hefði verið), afgreiða rammaáætlun um nýtingu og verndun (þótt róttækari væri til friðunar), láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá (sumpart gott að það ruglist ekki saman við forsetakosningar þótt þá yrði þátttaka næstum örugglega meiri), en ekki hvers vegna það er mikilvægt að stokka upp ráðuneytin og fækka ráðherrum enn þá meira en orðið er!

Róttækar breytingar á stjórnun fiskveiða og meiri náttúruvernd skipta mig sköpum þegar ég met frammistöðuna.


Einstök náttúra Eldsveitanna

Landvernd og Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi efna til málþings um áhrif virkjana í SkaftárhreppiUm tvær virkjanahugmyndir við Fjallabakssvæðið er að ræða: Búlandsvirkjun í Skaftártungu (í Skaftá og Tungufljóti) og Atleyjarvirkjun austan Mýrdalsjökuls (í Hólmsá).

Norræna húsinu, Reykjavík, laugardaginn 5. maí, kl. 12-15

Dagskrá

12:00 Setning málþings: Ólafía Jakobsdóttir, formaður Eldvatna

12:10 Jarðfræði og lífríki Skaftárhrepps: Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður

12:40 Mat faghóps I í rammaáætlun á áhrifum virkjana í Skaftárhreppi: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor

13:00 Myndir og fróðleikur af fyrirhugaðri virkjanaslóð í Skaftártungu: Vigfús Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri, frá Flögu

13:20 Kaffi

13:40 Landbúnaður og virkjanir: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi, Ljótarstöðum

14:00 Landslag, fegurð og fólk: Guðbjörg Jóhannesdóttir, doktorsnemi

14:20 Umræður

14:50 Samantekt og slit málþings

Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband