Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
17.10.2012 | 21:55
Er hægt að bjóða kynjakerfinu birginn?
Ágrip greinar Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur og Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar í Netlu, birt 16. október 2012:
Í greininni er fjallað um birtingarmyndir kynjakerfisins í reynslu kvenna af námi og störfum í húsasmíði og tölvunarfræði. Tekin voru viðtöl við átta konur í greinunum tveimur. Allar höfðu þær lokið námi á síðastliðnum sex árum áður en viðtölin voru tekin. Húsasmiðirnir höfðu stundað nám í þremur framhaldsskólum og tölvunarfræðingarnir í þremur háskólum á ólíkum stöðum á landinu. Í greininni er leitast við að svara því hvort kynjakerfið í formi útilokunar, aðgreiningar og undirskipunar kvenna komi fram í reynslu þeirra, hvaða teikn séu skýrust og hvort kynjakerfið leiti nýrra leiða til að halda jafnvægi þegar tilraunir eru gerðar til að vinna í trássi við það.
Meginniðurstaðan er sú að þótt einstaka konum takist að bjóða kynjakerfinu birginn dugi það skammt þar sem birtingarmyndir kynjakerfisins eru ekki persónuleg sérviska heldur kerfislægt fyrirbæri. Margt af þessu var ekki augljóst fyrr en skyggnst var undir yfirborðið og hlustað á raddir kvennanna. Þá kom í ljós að ýmsir þættir kynbundinnar menningar í reynslu þeirra eru mjög lúmskir og í flóknu samspili við launavinnu, heimili, kynverund, ofbeldi og þátt ríkisins. Þær niðurstöður eru í samræmi við kynjakerfiskenningu breska félagsfræðingsins Sylvia Walby.
Can the patriarchal system be challenged? The experience of eight women as carpenters and computer scientists.
Abstract: The article deals with how the patriarchal system of power appears in the experience of women in two types of jobs, the building industry and computer science. Eight women in the two types of jobs were interviewed. The carpenters had studied their vocation in three different secondary schools and the computer scientists in three different universities across the country. The inquiry focused on if and how the patriarchal system in the forms of exclusion, segregation or subordination tends to seek equilibrium when there are attempts to break it down.
The main finding is that even though individual women can challenge the system it keeps on because it is not based on personal eccentricities. Many of the findings did not become apparent until the researchers looked under the surface and listened to the voices of the women. This revealed that many elements of gendered culture and experiences are hidden and in a complex relationship with different layers of everyday life. These findings are in line with Sylvia Walbys theory of the patriarchal system.
By Katrín Björg Ríkarðsdóttir & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 19:51
Ríkisstjórnin leitar lausna
Tekur ekki þátt í umræðu um úrræðaleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2012 | 17:57
Samvinna opinberra háskóla á Íslandi - frétt af heimasíðu HÍ
Fastráðinn kennari við einn af opinberu háskólunum fjórum getur nú uppfyllt kennsluskyldu sína við aðra háskóla en þann sem hann er ráðinn til samkvæmt samkomulagi sem skólarnir undirrituðu á dögunum.
Tilgangur samningsins er að nýta betur mannauð opinberu háskólanna á sviði kennslu og að efla samstarf þeirra á milli. Þá er samningnum ætlað að fjölga og viðhalda störfum á sérhæfðum fræðasviðum. Þeir háskólar sem eru aðilar að samningnum eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli - Háskólinn á Hólum.
Samstarf opinberu háskólanna hófst að frumkvæði ráðherra mennta- og menningarmála sumarið 2010. Það miðar að eflingu íslenskra háskóla, aukinni hagkvæmni og því að halda uppi háskólastarfsemi úti um landið. Rektorar háskólanna fjögurra sitja ásamt fleirum í sjö manna verkefnisstjórn sem leiðir verkefnið.
Samstarfið hefur þegar borið ríkulegan ávöxt. Má nefna að gerður hefur verið samningur á milli skólanna um gagnkvæman aðgang nemenda að námskeiðum og þá hafa skólarnir fjórir tekið upp sama upplýsingakerfi, svokallaða Uglu, fyrir skráningu nemenda og samskipti nemenda og kennara.http://www.hi.is/frettir/haskolar_samnyta_krafta_kennara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2012 | 16:21
Raddir vorsins þagna - í 50 ár
Miðvikudaginn 17. október 2012 heldur Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla, erindi sem ber heitið Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar Raddir vorsins þagna eftir Rachel Carson. Skilaboð móttekin en án viðbragða? [The Fiftieth Anniversary of Rachel Carsons Silent Spring: Message heard, not really acted on]. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn.
Andri Snær Magnason, rithöfundur, stýrir fundinum.
Raddir vorsins þagna er tímamótaverk sem hafði á margan hátt djúpstæð áhrif. Bókin hrinti af stað almennri vakningu í umhverfismálum og var aflvaki þeirrar umhverfishreyfingar sem við þekkjum í dag. Rachel hafði rétt fyrir sér á sínum tíma og hún hefur það enn. Við nánari skoðun á notkun skordýraeiturs í Bandaríkjunum í dag kemur í ljós að notkunin er óheft og í raun farin úr böndunum. Í fyrirlestri sínum mun Joni Seager fara yfir stöðuna og spyrja spurninga um brýn málefni umhverfisbaráttunnar í dag og hvernig beri að bregðast við. Hvað höfum við lært? Hvað hefur breyst?
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Alþjóðlega jafnréttisskólann við Háskóla Íslands.
Öll velkomin!
On Wednesday 17 October 2012, Joni Seager, Professor of Global Studies at Bentley University, will give a public talk entitled The Fiftieth Anniversary of Rachel Carsons Silent Spring: Message heard, not really acted on. It will take place in the Askja Building, room 132, University of Iceland at 12.25-13.15. The lecture will be in English and is open to all free of charge.
The lecture is held in collaboration with the Gender Studies and Equality Training Programme at the University of Iceland.
Synopsis:
Silent Spring 50 Years Later:
Message heard, not really acted on
In many profound ways, Rachel Carsons central message in Silent Spring was heard and acted on. Silent Spring was enormously influential in policy circles and is credited with starting the modern environmental movement. She provoked environmental consciousness and environmental activism. Rachel was right, then, and she still is today.
But a closer look at pesticides in contemporary America reveals that we still use pesticides with wanton indifference to human and environmental health. A campaign in summer 2012 to spray much of Massachusetts to eradicate disease-carrying mosquitos provides a case study that shows how little information most citizens are given about pesticides, how much acquiescence there is when officials say spraying is necessary for public health, and how little those officials themselves know.
Rachel Carson worried about the over 200 chemicals that have been created for use in killing pests and the 500 new chemicals that annually find their way into actual use in the US alone. The U.S. Environmental Protection Agency has by now approved over 1400 pesticides for use, and maintains a list of about 87,000 chemicals in its Toxic Substances Inventory. Pesticide use is out of control were just more worried about it now.
https://rikk.hi.is/?p=1927#more-1927
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)