Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Sjálfbærnimenntun sem þungamiðja skólastarfs

Útdráttur: Meginhugtök sjálfbærrar þróunar verða útskýrð og farið yfir opinbera stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar, meðal annars sagt frá áratug Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar. Í síðari hluta fyrirlesturs verður menntun til sjálfbærrar þróunar rædd sem námskrárfræðilegt viðfangsefni — hvaða forsendur eru fyrir því að skapa samfellu sjálfbærrar þróunar og skólaþróunar með námsfléttun (e. infusion) og hvernig sjálfbær þróun tengist starfsþróun kennara sem einn af hæfniþáttum OECD. Í því sambandi verður sagt frá greiningu Rannsóknarhópsins GETU á námskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og greiningarlykli sem rannsóknarhópurinn þróaði.

 

Title and abstract in English: What is involved in education for sustainable development and how can it become the core of education in schools? Chief concepts of education for sustainable development (ESD) were described and official policy explained, including the United Nations‘ Decade of education for sustainable development, was explained.The lecture focused on a discussion of ESD as a curriculum development: how ESD could be infused into the curriculum and how ESD can be connected with OECD‘s notions of key competences. Further, there was an explanation of the curriculum analysis key developed by the research team GETA as well as the results of an analysis of the early childhood, compulsory, and secondary school curricula in Iceland.

 

(Þetta var fyrirlestur Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, á ráðstefnu skólaþróunarsviðs HA Að kunna að taka í þann strenginn sem við á. Fagmennska og starfsþróun kennara, Akureyri, 18. apríl 2009. Fyrirlesturinn nefndist. Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?) http://www.ismennt.is/not/ingo/Sjalftung.htm


10 ára afmæli Netlu og 70 ára afmæli Ólafs J. Proppé

Í vefritinu Netlu birtist í dag greinin "Grunnþættir menntunar í aðalnámskrá og fagmennska kennara. Hugleiðing til heiðurs Ólafi J. Proppé" - í tilefni af sjötugsafmæli hans.

 

Í greininni er fjallað um hvaða áhrif má ætla að hugmyndir um svokallaða grunnþætti menntunar í aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem kom út árið 2011, hafi á hlutverk kennara og fagmennsku þeirra. Lagt er út af grein sem Ólafur J. Proppé skrifaði árið 1992 um fagmennsku kennara og skólastarf. Því er haldið fram að flestir þeir þræðir sem Ólafur vefur í greininni birtist í grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár. Á báðum stöðum er horft til samtímans sem framtíðarinnar, inn í skólann og út fyrir veggi hans til samfélagsins. Lögð er áhersla á að hlutverk kennara sé að taka frumkvæði að breytingum á skólastarfi sem stuðli að því að nemendur verði virkir þátttakendur. Ekkert af þessu er mögulegt án þeirrar fag-mennsku og faglegrar ábyrgðar kennara á starfi skólanna sem Ólafur hvatti svo mjög til í sinni grein.

 

In English the article‘s name is „Basic ideals of education and teacher professionalism: Some thoughts in the honor of Ólafur J. Proppé“. Abstract: This article lays out how the socalled basic ideals of education, as defined in the 2011 national curriculum for early childhood, compulsory, and upper secondary schools in Iceland, may have on the role and professionalism of teachers. The discussion is framed around an article Ólafur J. Proppé wrote in 1992 on teacher professionalism and schools. It is argued that most of the threads woven by Ólafur in that article are apparent in the basic ideals of the new curriculum. Both focus on the present as well as the future; both look at school activity as well as the relationship between schools and community. Emphasis is placed on the role of teachers to work towards social change and prepare students for an active participation. None of this is possible without the professionalism and professional responsibility that Ólafur in his article encourages so much.

Greinina má lesa hér


Hetjur nútímans

Ný grein: Hetjur nútímans: Orðræða prentmiðla um afreksíþróttafólk

Höfundar: Guðmundur Sæmundsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Birtingarvettvangur: Íslenska þjóðfélagið, 2. árg., 1. hefti, bls. 91-117
Vefslóð: http://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/32

Ágrip á íslensku og ensku

Íþróttir eru aðaláhugamál verulegs hluta íslensku þjóðarinnar, a.m.k. ef marka má umfjöllun um þær í fjölmiðlum. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar hefur íslenskt íþróttafólk staðið sig vel á stórmótum erlendis og jafnvel unnið til verðlauna. Í greininni er fjallað um niðurstöður greiningar á umfjöllun prentmiðla sl. sextíu ár um íslenskt afreksíþróttafólk. Markmið greiningarinnar var að komast að því hvað sé sameiginlegt í þessari orðræðu, hvernig orðræða prentmiðlanna hefur þróast og hvort hún sé breytileg eftir hópum íþróttafólks. Notað var verklag sem kallast orðræðugreining. Tvennt skar sig úr í niðurstöðum greiningarinnar: Annars vegar er það þjóðernið og það þjóðernisstolt sem fylgir því að eiga fulltrúa á alþjóðavettvangi afreksíþróttanna. Hins vegar er það hetjuskapurinn og afreksmennskan sem íþróttafréttafólki er mjög tíðrætt um. Aðrar athyglisverðar niðurstöður eru að orðræðan um einstakar íþróttagreinar virðist mjög svipuð að innihaldi þótt magnið sé misjafnt. Ákveðin þróun virðist vera í orðræðunni á því sextíu ára tímabili sem hún tekur til þannig að hún verði ýktari og stóryrtari. Einnig sýnir rannsóknin fram á að valdið í íþróttaorðræðunni er samspil fjölmiðla, íþróttaheimsins og samfélagsins.

Sports constitute the main interest of a significant percentage of the Icelandic nation, when assessed on the basis of media coverage. In spite of the nation´s small population, Icelandic athletes have been successful at major sports events abroad and have even brought medals and trophies home. The article deals with the conclusions of an analysis of printed media coverage relating to elite Icelandic athletes. The aim of the analysis is to discover which elements are shared in this coverage, how it has developed in the print media and whether it varies from one group of athletes to another. The research method was based on so-called discourse analysis. Two aspects were conspicuous: On the one hand, there is the concept of nationality and national pride attached to having a representative among the elite group of international athletes. On the other hand, sports reporters tend to focus on heroism and achievement. Other conclusions include that coverage relating to individual sports appears to contain similar elements, although it varies in amount of coverage. Developments during the 60 year period under investigation show coverage becoming more exaggerated and hyperbolical. This research also shows that the coverage is controlled by an interaction between the media, the world of athletics and society in general.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband