Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Stjórnlagaþing, helst strax!

Ég lagði aldrei neina áherslu á að það yrði haldið stjórnlagaþing og var hvorki hrifinn né ekki hrifinn af kosningafyrirkomulaginu. Áttaði mig á því að flækjustig þess ylli tortryggni, en þóttist skilja að það væri að mörgu leyti gott að kjósa bara eitt nafn og hafa kost á að kjósa 24 til vara sem gætu þar að auki notað hluta af atkvæðinu mínu ef sá sem ég kysi hefði þegar fengið nógu mörg atkvæði.

En eftir dóm Hæstaréttar er mér ljóst að það verður að halda stjórnlagaþing. Ég get alveg sætt mig við að Alþingi tilnefni þau 25 sem kjöri náðu í starfshóp, sem fengi nafnið stjórnlagaþing, og svo yrðu greidd atkvæði meðal þjóðarinnar um niðurstöðu. Sennilega er þó rökréttara að ganga fljótt frá því að það verði haldnar aðrar kosningar og þá megi hvert og eitt okkar kjósa á bilinu 5-25 manns og við sameinumst um að kjósa tuttuguogfimm-menningana eða sem flesta úr þeirra hópi. Aðalatriðið er þó að fá að greiða atkvæði um niðurstöðu þingsins áður en Alþingi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er alltof sterkur fengi að fikta í niðurstöðunni.


Fylgjum fjármagninu: Skipulagsbreytingar í dönskum háskólum

Áhugaverður fyrirlestur þann 28. janúar kl. 10.15-11.30 í stofu H-206 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð - gengið inn frá HáteigsvegiRebeccaBoden, prófessor við Cardiff-háskóla í Wales, flytur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu um menntastjórnun, nýsköpun og mat á skólastarfi og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Háskólamenntun hefur tekið gagngerum skipulagsbreytingum síðustu 25 ár. Þessar breytingar einkennast afaukinni áherslu á markaðsvæðingu, samkeppni, fjármögnun og viðskipti. Háskólar hafa orðið líkari markaðsfyrirtækjum og nýtt sér stjórnunar-og viðskiptahugmyndir atvinnulífsins. Vísbendingar eru um að þótt England hafi verið talið í fararbroddi í þessum efnum,sé þróunin í Danmörku á sama veg.Í fyrirlestrinum verður þróunin í dönskum háskólum rakin og kynntar niðurstöður rannsóknar sem ber heitið Fylgjum fjármagninu og er unnin fyrir Dansk Magisterforeningí samstarfi við SusanWright, prófessor við DPU (Danmarks PædagogiskeUniversitet). Í rannsókninni er gerð grein fyrir ástæðum þess að aukið fjármagn til danskra háskóla hefur ekki skilað sér hlutfallslega til kennslu og rannsókna. Rannsóknin sýnir aukinn kostnað við stjórnun og hér er það rakið til breyttrar hugmyndafræði og skipulags í háskólunum. Í lok fyrirlestrarins er lagt mat á hversu skynsamleg þessi þróun er og hver gæti verið önnur og sjálfbærari leið í þróun háskólastigsins.Fyrir okkur hér á landi er áhugavert að heyra af þessum rannsóknum og velta fyrir okkurhvortbreytingarnar í Danmörku séu á einhvern hátt hliðstæðar breytingum á íslenskum háskólum.Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Allir velkomnir.

Follow the Money: Organisational reform in Danish universities

Higher education has been in a global tumult of organisational reform for the last 25 years. These changes are characterised by increased marketisation, commercialisation, financialisation and commodification of universities. As universities have become more ‘business-like’, so they have adopted the managerial and financial tools and techniques of business. Evidence suggests that, whilst the UK was in the vanguard of these trends, Denmark is now keenly following this reform agenda.
This paper charts the reform process in Denmark and presents the results of a recent study undertaken with Susan Wright for Dansk Magisterforening (the Danish academics trade union) entitled Follow the Money. This study explored the reasons why significant recent increases in Danish universities’ income had not apparently translated into commensurate increases in teaching and research funding. The study found, rather, significant increases in the cost of management and this paper argues that this is the result of the ideological and organisational reforms to which Denmark had been subject. The paper concludes by considering both the wisdom of this reform trajectory and the prospects for an alternative (and more sustainable) future for higher education."
 
The weblink to the Dansk Magisterforening report is:
http://www.forskeren.dk/wp-content/uploads/follow-the-money.pdf

Bolognaferlið og íslenskir háskólar

"Undanfarinn áratug hefur íslenskum háskólum fjölgað og síðan aftur fækkað með sameiningu. Nemendum hefur fjölgað úr rúmlega 12.000 haustið 2001 í um 19.000 haustið 2009. Fræðimönnum og öðru starfsfólki hefur fjölgað og faglegt umhverfi hefur breyst. Líklega náði breytingaferlið hápunkti sínum á árinu 2007 þegar öllum háskólum landsins var gert að sækja um viðurkenningu á fræðasviðum í samræmi við ný lög um háskóla nr. 63/2006. Umræðuefnið í þessu hefti er þó hvorki útþensla háskólanna né viðurkenningarferlið sem slíkt heldur þátttaka Íslands í evrópsku háskólasamstarfi sem hefur verið nefnt Bolognaferlið.

Upphaf Bolognaferlisins má rekja til ársins 1999 þegar menntamálayfirvöld Evrópuríkja gáfu út yfirlýsingu um að þau myndu vinna sameiginlega að því að styrkja Evrópu með því að skapa sameiginlegt menntasvæði æðri menntunar fyrir 2010 (sjá nánar í grein Þórðar Kristinssonar, Bolognaferlið: Saga og tilgangur, í þessu hefti). Ísland var eitt af þeim ríkjum sem skrifuðu undir Bolognayfirlýsinguna og hefur verið unnið að því að innleiða þetta ferli á ýmsan máta. (Hér er fylgt þeirri málvenju sem hefur skapast, að „innleiða ferli“.)"

Þetta er upphaf greinar okkar Guðrúnar Geirsdóttur í nýjasta hefti að Uppeldi og menntun: http://vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun/sites/files/uppeldi_og_menntun/U%26M_2010_1_2_bls179_216.pdf


Eru framhaldsskólar á Íslandi gagnkynhneigðir?

Birst hefur grein okkars Jóns Ingvars Kjarans sem ber heitið: „Ég myndi alltaf enda með einhverri stelpu“: Eru framhaldsskólar á Íslandi gagnkynhneigðir? Hún er í veftímaritinu Netlu: http://netla.khi.is/menntakvika2010/017.pdf

Útdráttur: Í greininni er fjallað um hugtakið heterósexisma og gerð grein fyrir efni úr fyrsta hluta rannsóknar á heterósexisma í íslenskum framhaldsskóla. Við rökræðum skilning okkar á hugtakinu í því augnamiði að meta á hvern hátt það henti til að greina stöðu hinsegin nemenda innan íslenska skólakerfisins. Við spyrjum hvort og hvernig megi skýra upplifanir þriggja ungra homma í hefðbundnum íslenskum framhaldsskóla með því að horfa á stofnanabundinn heterósexisma. Af gögnum úr fyrsta hluta rannsóknar á stofnanabundnum heterósexisma í framhaldsskóla má greina að hann sé kerfislægur í formgerð og menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa stofnanabundinn heterósexisma í daglegum samskiptum við starfsfólk og samnemendur og birtist hann m.a. í skilningsleysi, óþægilegum spurningum og gagnkynhneigðri orðræðu. Skýringa á þessu má að okkar mati einkum leita í því hve ósýnilegir hinsegin nemendur eru í skólanum og í kerfisbundinni þöggun, hvort sem hún er meðvituð eða ómeðvituð, um málefni þeirra og hagsmuni.
Á ensku: 

Titill: „I would always end up with some girl“: Are Icelandic upper secondary schools heterosexual?

Útdráttur: This article discusses the concept heterosexism and gives the first results of a study of institutionalized heterosexism in an Icelandic upper secondary school. We discuss our understanding of the concept in order to assess the manner in which it can be useful to analyze the status of queer students in the Icelandic school system. We ask how to explain the experiences of three young gay men in a traditional Icelandic upper secondary school by looking at institutionalized heterosexism. Results indicate that institutionalized he-terosexism prevails in the structure and culture of the school under investiga-tion. Queer youth experience institutionalized heterosexism daily in their dealings with faculty and fellow students, for instance in lack of understand-ing, uncomfortable questions they are asked and heterosexual discourse. Possible explanations for this can be found in the low visibility of queer students and systematic exclusion and silencing, whether aware or unaware, of their issues and interests.

Gagn-, sam- eða hinsegin?

Gagn-, sam- eða hinsegin? Kynferði og kynverund í breskum háskólum 1990–2010. Fyrirlestur fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00 í Bratta fyrirlestrasal  í húsnæði Menntavísindasviðs - við Stakkahlíð, gengið inn frá Háteigsvegi (info in English below)

Debbie Epstein, prófessor við Cardiff-háskóla í Wales, flytur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.

Prófessor Epstein mun í fyrirlestrinum byggja á rannsóknum sem gerðar voru með áratugar millibili í kringum síðustu aldamót. Þessar rannsóknir miðuðu að því skoða hvers konar kynverund eða kynhneigðargervi var í boði fyrir nemendur og starfsfólk háskóla í Bretlandi sem ekki fellur að hinum gagnkynhneigðu viðmiðum samfélagsins. Þrátt fyrir miklar breytingar sem urðu í Bretlandi á þessu tímabili kom í ljós að sá heterósexismi (gagnkynhneigðarhyggja), sem ríkti á meðan fyrri rannsóknirnar fóru fram, voru enn þá mjög ríkjandi. Þetta hefur þau áhrif að nemendur, sem laga sig ekki að gagnkynhneigðum viðmiðum, þurfa í fjölmörgum aðstæðum að laga hátterni sitt að ríkjandi viðmiðum til að forðast stimplun og útilokun. Epstein mun ræða hvernig flestum háskólum hefur ekki tekist að stuðla að því að önnur kynhneigð en gagnkynhneigð sé viðurkennd, jafnvel þótt verðlaun séu veitt þeim atvinnurekendum sem hafa stuðlað að vinsamlegra vinnuumhverfi fyrir lesbíur og homma.
Prófessor Epstein er meðal þeirra fremstu í heiminum á sviði rannsókna innan hinseginfræða og menntunar.  Hún hefur einnig rannsakað fjölbreytileg önnur svið menntunar- og menningarfræða, t.d. karlmennsku og einelti, m.a. í Suður-Afríku, auk Bretlands. Það er mikill fengur að fá hana hingað til lands og hlýða á erindi hennar. Vefsvæði hennar er: http://www.cardiff.ac.uk/socsi/contactsandpeople/academicstaff/E-F/professor-debbie-epstein-overview.html
Allir velkomnir
 

Upplýsingar á ensku

Title: Hetero, Homo or Queer - Sexualities in UK Universities 1990-2010Abstract: In The World We have Won, Jeffrey Weeks (2007) traces the changes in erotic and intimate life in the UK since 1945. He aims to provide what he terms a ‘balance sheet of the changes that have transformed our ways of being sexual, intimate and familial’ (x). In this presentation, I draw primarily on the fieldwork, done nearly ten years apart, of two of my former doctoral students – David Telford (Epstein et al. 2003 and various unpublished doctoral studies work) and Richard Taulke-Johnson (2006, 2009) as well as other published work – in order to explore the field of sexual possibility for non-heterosexual students and staff in the university context. I will argue that much has changed in the UK over this period and yet that the heterosexual presumption (Epstein and Johnson 1993) largely persists even in this context and that non-heterosexual students continue to modify their behaviours to avoid stigmatisation in certain settings. At the same time, drawing on the Stonewall awards for lesbian and gay-friendly employers, I will point to the failure of most universities to recognise or make provision for non-heterosexuality in the workplace, even as some receive these awards.

Rannsóknarboranir, rannsóknarboranir í Gjástykki

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa þá stefnu að friðlýsa beri Gjástykki og þegar iðnaðarráðherra sagði á þingi sl. haust: "Virðulegi forseti. Við skulum hafa í huga að ríkisstjórnin er að skoða það að friða Gjástykki algerlega." hefði maður haldið að ríkisstjórnin yrði sammála um þetta. Enda kann að vera að hún sé það.

Í ljósi orða iðnaðarráðherra og fyrri yfirlýsinga umhverfisráðherra verður að ætla að stefna ríkisstjórnar Íslands sé sú að friðlýsa Gjástykki. Leyfisveiting Orkustofnunar stangast vitaskuld á við stefnu ríkisstjórnarinnar þvi nú hafa þau undur gerst að iðnaðar- og umhverfisráðherra virðast samtaka um að skoða friðlýsingu Gjástykkis alvarlega. Á meðan slík skoðun fer fram er óskiljanlegt hvernig hægt er að leyfa rannsóknarboranir í Gjástykki.

Er Orkustofnun æðsta vald landsins?

Hér eru fyrri færslur: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/915167/


Skoðanamismunun iðnaðarráðuneytisins afhjúpuð

Það er gott að fá úrskurð um að það sé algerlega óheimilt að mismuna fólki út frá skoðunum þess. Þessi úrskurður sýnir svo ekki er um villst að vinnan við Rammaáætlun hefur það að markmiði að finna sem flest svæði til að virkja á en ekki til efla náttúruvernd. Þannig voru skoðanir vísindamanns sem sótti um vinnu sem starfsmaður taldar vera þess eðlis að ekki væri hægt að treysta vísindamanninum til að vera nægilega hliðhollur duldum markmiðum Rammaáætlunar. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/06/segir_idnadarraduneytid_hafa_brotid_a_umsaekjanda/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband