Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
25.8.2010 | 21:26
Menntun til sjálfbærni - ánægja og vellíðan barna
Sören Breiting frá Danska menntavísindasviðinu (áður þekkt sem Danski uppeldisháskólinn, DPU) mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 2. september 2010 kl. 14-15 í Bratta, húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð, gengið inn frá Háteigsvegi.
Í fyrirlestrinum fjallar Breiting um hvernig samþætta megi menntun til sjálfbærrar þróunar í námskrána án þess að börnin fyllist sektarkennd og angist, t.d. vegna loftslagsbreytinga. Menntun til sjálfbærni er svið þróunar og nýbreytni í skólastarfi þar sem margt er prófað. Reynslan hefur kennt að sumar aðferðir virka betur en aðrar. Breiting mun kynna dæmi úr skólastarfi og ræða þau. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku en umræður geta farið fram bæði á ensku og dönsku. Boðið er upp á kaffi og ávaxtasafa á eftir fyrirlestrinum. Sören Breiting er á Íslandi á vegum rannsóknarhópsins GETU til sjálfbærni - menntun til aðgerða. Sjá skrif.hi.is/geta.
English title: Education for sustainability happyness and wellbeing of children English abstract: How to integrate Education for Sustainable Development (ESD) into the general curriculum without giving children a feeling of guilt and dispair? The practice of Education for Sustainable Development is still an area of innovation and trial and error. On the other hand we already know some approaches that seem to work rather well besides a number of pitfalls to avoid. The presentation will explain these through concrete examples and discussion.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 06:15
Úrsögn úr Þjóðkirkjunni - eða þrýstingur á presta?
Ég leyfi mér að hvetja kristið fólk, sem er í Þjóðkirkjunni, til að fara til sóknarprestsins síns og þrýsta á um að hann taki opinbera afstöðu gegn ummælum Geirs Waages, fyrrv. formanns Prestafélagsins, og fyrir því að forstöðumaður trúfélagsins viðurkenni að hafa þrýst á um að konur sem ásökuðu fyrrverandi forstöðumann að draga ásakanir til baka og kæra ekki. Ég sé líka að Mogginn vill ekki að bloggað sé um frétt af viðtali núverandi forstöðumanns í Sjónvarpinu í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2010 | 11:11
Gleymum hvorki drengjum né stúlkum
Ég fagna því að skipaður verði starfshópur og vona að í björgunaraðgerðum gagnvart 33% drengja gleymi hópurinn ekki 17 % stúlkna, sbr. þennan bút úr fréttinni: "Samkvæmt könnun sem unnin var fyrir menntasvið Reykjavíkurborgar af fræðimönnum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þótti 67% drengja í 1. bekk grunnskóla gaman að læra í skólanum en 83% stúlkna. Sama var upp á teningnum þegar spurt var um lestur, en 65% sjö ára drengja fannst gaman að lesa í skólanum á móti 74% stúlkna."
Ég held hins vegar að ástæður drengja og stúlkna fyrir óánægju námi geti verið ólíkar og því ástæða til að nota kynjagleraugun vel.
Tímabært að skoða stöðu drengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.8.2010 | 10:00
Hvaða fríðindi fær nýr forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur?
Helgi Þór forstjóri OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2010 | 10:05
Heimsókn auðkýfings til Surtseyjar
Í dag hef ég sent neðangreinda fyrirspurn í tölvupósti til Umhverfisstofnunar:
"Í fréttum nýlega var sagt frá því að maður nokkur útlenskur að nafni Paul Allen, titlaður auðkýfingur, hefði ferðast til Surtseyjar á bát sem væri svo vel búinn að þar væri sófasett sem ekki rótaðist þótt báturinn væri í ölduróti.
Skv. auglýsingu um friðlandið Surtsey, 5. gr., kemur fram að Óheimilt er að fara í land í Surtsey eða kafa við eyna nema til rannsókna og verkefna sem tengjast þeim og þá með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Í auglýsingu kemur einnig fram að Surtseyjarfélagið samræmir og leitast við að efla vísindarannsóknir í Surtsey og innan marka friðlandsins.
Hér með óska ég upplýsinga um hvers konar rannsóknir Paul Allen stundar sem krefjast ferðalags til Surtseyjar og afrita af leyfinu og umsögnum um umsókn hans um leyfið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.8.2010 | 09:33
Ekið fyrir Skaga
Ég ók fyrir Skaga í sumar sem auðvitað er ekki í neinar sérstakar frásögur færandi nema að ég hafði aldrei komið norðar en til Blönduóss, Húnaflóamegin, og aldrei norðar en Sauðárkróks, austanmegin á Skaganum. Fyrst og fremst var þetta ökuferð í góðu veðri til að njóta landslagsins - en ekki vegarins sem er malarvegur frá Skagaströnd að vestan og að nýjum vegi yfir Þverárfjall, 16 km norðan Sauðárkróks - og sums staðar mjór - en maður kemst þetta nú á hvaða bíl sem er ef ekið er á skynsamlegum hraða.
Mest á óvart kom Kálfshamarsvík, útgerðarstaður frá fyrri hluta síðustu aldar og fór í eyði fyrir ca 70 árum. Hann er Húnaflóamegin. Þar er búið að koma upp ýmsum upplýsingum og merkja stuttar gönguleiðir og jafnvel búið að koma upp hreinlætisaðstöðu. Höfn frá náttúrunnar hendi og falleg náttúra, og viti. Kjörinn áfangastaður, a.m.k. í jafngóðu veðri. T.d. hægt að setja niður og borða nestið sitt.
Minna kom á óvart hvað Skagaströnd er glæsilegt byggðarlag.
Eitt fór í pirrurnar á mér eftir að hafa ekið og notið náttúru og útsýnis: Norðan á Skaganum var stórt svæði þar sem búið er að planta lúpínu og eftir að hafa ekið í gegnum lúpínulaust svæði langa leið stakk þetta gríðarlega í augu. Mig minnir þetta heiti Ásbúðir. Enn sem komið er sýndist lúpína vera að mestu innan girðingar - en ég held að hún virði ekki girðinguna, enn síður en túnrollur. En kannski má beita fé í þetta áður en lengra fer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)