Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Aka, skjóta og ríða í Vatnajökulsþjóðgarði

Fyrirsögninni er viljandi ætla að minna á bókarheitið Eats, Shoots and Leaves sem misritaðist og varð að Eats Shoots and Leaves. Eða var hið síðara rétta bókarheitið?

Ég hef núna í tvo daga verið að hugsa um grein sem forsvarsmenn níu samtaka, allt karlar, skrifuðu í Fréttablaðið: http://www.visir.is/stjorn-vatnajokulsthjodgards-hlusti-betur-a-almenning/article/2010120774995. Í greininni enn og aftur er því að haldið fram að tillaga að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sé ósanngjörn í garða jeppafólks, vélsleðamanna, skotveiðimanna og hestafólks. 

Ég er hættur að velta fyrir mér rangfærslum sem koma úr þessu heygarðshorni en tók núna allt í einu eftir því að það voru tómir karlar sem skrifuðu greinina, níu karlar sem vilja fá að aka víðar, skjóta á fleiri stöðum og ríða víðar í Vatnajökulsþjóðgarði.

Ég velti því fyrir mér hvort engar konur séu í samtökunum þeirra, eða af hverju þær veljist síður til forystu fyrir því að að vilja aka, skjóta og ríða. Og ég velti því fyrir mér, sem fulltrúi í einu af svæðisráðum þjóðgarðsins og fulltrúi í varastjórn, hvort það sé hugsanlegt að kynjasjónarmiða hafi ekki verið gætt á nægilega ríkan hátt við mótun áætlunarinnar. Hvort níðst sé á áhugamálum karla umfram áhugamálum kvenna. Ég fæ ekki betur séð en ég sem kynjajafnréttissinni neyðist til að taka þennan vinkil málsins upp á réttum vettvangi. Þar sem það er lögbundið að gæta eigi kynjasjónarmiðar við hvers konar stefnumótun?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband