Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
29.12.2008 | 16:27
Skaði á náttúru Íslands viðskiptaleyndarmál?
Sala á orku hefjist 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2008 | 12:37
Vonandi minni mengun um áramótin
Minni flugeldasala merkir vonandi að það verði minni loft- og hljóðmengun um áramótin, auk þess sem vonandi verður þá líka minna drasl úr flugeldum eins og hráviði um alla þéttbýlisstaði landsins. Loftmengun er hættuleg öllu fólki, verst þó fólki með öndunarfærasjúkdóma, og hljóðmengun kemur verst niður á dýrum, hvort heldur hestum eða húsdýrum sem skilja ekki hvað er á seyði. Ég vona líka að minni flugeldasala björgunarsveita leiði til þess að hugað verði sérstaklega að tekjugrunni björgunarsveitanna sem gegna svo mikilvægu hlutverki í öryggiskerfi í landinu.
Flugeldasalan hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2008 | 12:46
Táknræn aðgerð sem engu máli skiptir í erfiðleikunum
Lög um að Kjararáði sé falið að lækka laun ráðherra og annarra sem heyra undir það en fyrir skömmu sá að ég utanríkisráðherra neitaði að setja á hátekjuskatt þar sem sú aðgerð væri táknræn þar sem svo litlir fjármunir fengjust. En hvað er launalækkun ráðherra annað en táknræn aðgerð? Ég hef spurt hvort ekki sé rétt að lækka laun toppa í ríkisfyrirtækjum, sjá fyrra blogg, og sjá hvort Kjararáð getur þá ekki fylgt eftir.
Hér er margt að skoða en ég ætla að minnast á tvennt: Það er alveg óhætt að framkvæma táknrænar aðgerðir þannig að við sem höfum þokkaleg laun leggjum fram aukinn skerf umfram þá sem hafa lág laun. Sérstaklega yrði ég ánægður ef þau auknu framlög færu til sveitarfélaganna, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð þeirra. Samt er ekki sama hvernig farið er með táknrænar aðgerðir.
En það er meiri hætta á ferðum með launalækkun ráðherranna: Ég óttast að í uppsiglingu séu lög um allsherjar launalækkun okkar sem erum á venjulegum samningstöxtum. Ég vona að ríkisstjórnin sé ekki svo vitlaus að gera þetta því að verði slík lög sett er það alvarlegt brot á lýðræðislegum reglum þar sem samtök launafólks hafa samið um kjör sín. Samfélag þar sem laun eru ákveðin í kjarasamningum félaga er betra en þar sem þau eru ákveðin einhliða eða með valdboði. Og lagasetning um laun er valdboð. Þessi lög núna eru það líka - en ekki með sama hætti og almenn launalækkunarlög gætu orðið.
Kjararáð lækki laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2008 | 10:40
Tilnefning til bókmenntaverðlauna
Fyrir fáeinum dögum kom út mikið rit, Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007, sem er í tveimur bindum. Ritið var samið að tilhlutan Kennaraháskóla Íslands en gefið út af Háskólaútgáfunni. Þrjár háskólastofnanir áttu formlegt samstarf við KHÍ um aðild að verkinu: félagsvísindadeild Háskóla Íslands, kennaradeild Háskólans á Akureyri og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.
Í tilefni af útkomu þessa rits og þeirri staðreynd að ritstjóri þess, Loftur Guttormsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, hefur verið tilnefndur til hinna íslensku bókmenntaverðlauna 2008 í flokki fræðirita, ákváðum við sem vinnum við Háskólann á Akureyri og áttum þátt í að þetta ritverk varð að veruleika að koma með eitthvað með kaffinu" í gærmorgun. Hlutur HA í ritinu er sá að Bragi Guðmundsson prófessor sat í ritnefnd, Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur og Rúnar Sigþórsson dósent skrifuðu saman kafla um skólaþróun og skólamenningu og sá sem hér bloggar skrifaði tvo kafla, annan um aðalnámskrána 1976-1977 og þau tímamót sem hún markaði með innleiðingu nútímalegra vinnubragða við námskrárgerð og áherslu á margvíslegar gerðir kennslufræða, hinn um átök um menntaumbætur í kjölfar aðalnámskrárinnar. Ég hvet allt áhugafólk um skólamál sem fagfólk til að kynna sér þetta mikla rit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2008 | 09:09
Hætt við að leggja niður svæðisútvarpsútsendingar
Útvarpsstjóri hætti við að leggja niður svæðisútvarpið. Reyndar átti ekki að leggja niður starfsstöðvar, eins og til dæmis þá á Akureyri, ef ég hef skilið rétt - en maður gat allt eins búist við því í kjölfarið.
Ákvörðuninni var breytt í kjölfar mótmælaöldu þar sem ýmist voru send stöðluð bréf eða stöðluð bréf með eigin kafla eins og ég gerði. Í mínu bréfi kom þetta fram: Svæðisútvarpið á Akureyri hefur átt afar gott samstarf við Háskólann á Akureyri, þar sem ég starfa, og við SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi sem ég er formaður í. Samstarfið hefur ekki einungist falist í því að háskólafólk og félagasamtök hafi átt möguleika á að koma á framfæri okkar rannsóknum og sjónarmiðum heldur hefur dagskrárgerðar- og fréttafólk RÚVAK leitað til okkar um ýmislegt í dagskránni. Þetta samstarf tel ég að hafi skilað því að RÚVAK er bæði virkur og virtur fjölmiðill í samfélaginu.
Samkvæmt bréfi sem framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins sendi rétt fyrir kl. 10 í gær kemur fram að tekjuáætlanir vegna vaxandi auglýsingatekna hafi verið endurmetnar. Hvort ákvörðunin var þá tekin í fljótfærni eða að vanhugsuðu ráði skal ósagt látið. Hitt er víst að það er skynsamlegt að bregðast svo við andmælunum sem gert var. "Það er Ríkisútvarpinu hvatning á erfiðum tímum að finna fyrir þessum stuðningi hlustenda", segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sbr. bréf framkvæmdastjórans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 22:06
Laun toppa í ríkisfyrirtækjum - og ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin bað Kjararáð um að lækka launin sín, og Kjararáð ákvað að fara að lögum sem Alþingi hefur sett og neita þeirri bón. Ef ég skil lög um Kjararáð rétt er það þannig að það ákveður laun ríkisstjórnar, alþingismanna og æðstu embættismanna út frá launum eins og þau gerast í sambærilegum störfum. Og hver eru sambærileg störf? Meðal annars laun hjá forstjórum opinberra hlutafélaga, t.d. útvarpsstjórans og bankastjóra nýju bankanna.
Mér finnst ríkisstjórnin hafi í hendi sér að stilla launum þessara aðila í hóf, en hún gerir það ekki. Ég kann því betra ráð til að fólkið í ríkisstjórninni leggi fram sinn skerf í erfiðleikunum fram undan: Hækkun skattprósentu hjá þeim sem hafa laun yfir meðallagi, helst stighækkandi skattprósenta, til dæmis frá hálfrar milljón króna tekjum á mánuði.
Ég get sett þetta í hið persónulega samhengi að ég er búinn að hlusta núna á í átta vikur óskir um samstöðu og allir verði að leggja eitthvað fram. Hvað get ég lagt fram? Langbesta leiðin er sú að greiða hærri skatt - helst reyndar útsvar því að það þarf að styrkja sveitarfélögin.
Óréttlætanleg ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2008 | 11:49
Bjarga suðvesturlínur fólki og fyrirtækjum?
Landsnet sem sér um línukerfi landsins hefur kynnt hugmyndir um "öflugar" orkuflutningslínur á suðvesturhorninu sem eflaust er á margan hátt þarft að laga. Því miður virðast þó áætlanirnar beinast að því að koma raforku til álfyrirtækjanna fremur en til almennings og smærri fyrirtækja, sbr. bréf Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, sem hann hefur sent þingmönnum og fleirum bréf um áformin. Hann segir meðal annars:
Landsnet hefur sett upp vef til þess að kynna áform sín um uppbyggingu öflugs og öruggs flutningskerfis raforku á Suðvesturlandi. Lykilorðið hér er "öflugs" því áformin eru vægast sagt stórkarlaleg og ganga langt út fyrir þarfir almennings og almenns atvinnulífs. Ég fæ ekki séð að þetta snúist um almannahagsmuni þar sem almenningur og öll hefðbundin atvinnustarfsemi kæmist ágætlega af með mun fyrirferðarminni mannvirki. Hugmyndirnar á vestur hluta svæðisins helgast öðru fremur af áformum um álver í Helguvík ...
Talað er um verkefnið sem: "endurnýjun og styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi". Það að ekki skuli koma fram að verkefnið sé öðru fremur (a.m.k. á vestur hluta svæðisins) til þess að fullnægja þörfum álvers í Helguvík gefur tilefni til þess að óttast að stefnt sé á að velta kostnaðinum (sem er 22 milljarðar króna á verðlagi í ágúst 2008) yfir á almenning. Það væri þá ekki í fyrsta skiptið sem við fengjum að niðurgreiða raforku með einum eða öðrum hætti til stóriðjunnar.
Því hefur kerfisbundið verið haldið á lofti að Suðrnesjalína sé fulllestuð og að afhendingaröryggi á Suðurnesjum sé ófullnægjandi og því þurfi úrbætur á kerfinu. Þarna er hálfur sannleikurinn sagður en til þess að hinn helmingurinn sé hafður með þá er rétt að taka það fram að Suðurnesjalínan er fulllestuð vegna þess að Reykjanesvirkjun er að framleiða raforku fyrir Norðurál á Grundartanga. Það er því sama hvernig dæmið er sett upp allt snýst þetta um orkuflutninga fyrir Norðurál en ekki um þjónustu við almenning. Þvert á það sem haldið hefur verið fram þá myndi hófleg uppbygging á orkufrekri starfsemi á Suðurnesjum (t.d. eitt netþjónabú) bæta afhendingaröryggi svæðisins þar sem aukin notkun á Suðurnesjum myndi draga úr álaginu á Suðurnesjalínu.
Mikilvægt er að staðinn verði vörður um það að almenningur verði ekki látinn borga þann kostnað sem þessu myndi fylgja. Nóg hefur á almenningi dunið, svo ekki sé nú meira sagt. Þá er rétt að taka fram að inn á myndir Landsnets vantar allar tengingar við Krýsuvíkursvæðið en hér er mynd sem sýnir hverskyns hugmyndir þar eru uppi. Þeir sem til þekkja vita að orkuflutningaáformin í Krýsuvík myndu valda gríðarlegum spjöllum nái þau fram að ganga."
Bjarga á fyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)