Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Hálendi hugans viđ Heklurćtur

Um helgina var ég á ráđstefnu Sagnfrćđingafélags Íslands og Félags ţjóđfrćđinga á Íslandi. Ráđstefnan nefndist Hálendi hugans og var haldin ađ Leirubakka í Landsveit. Ţar voru haldin erindi af margvíslegum toga: um ferđamennsku á hálendinu (burđarţol, skemmtanir, landnám ferđafólks), um ţjóđlendumálin (bćđi frásögn Júlíusar Sólness fv. umhverfisráđherra, en einnig um málskilning Hćstaréttar), um ţjóđsögur, um náttúruvernd og virkjanir o.s.frv. Erindi um ţjálfun tunglfaranna á Íslandi var framlag mitt. Einnig var farin stutt rútuferđ, m.a. til ađ skođa upptök Ytri-Rangár sem eru afar falleg og fast viđ veginn austan Ţjórsár, á móts viđ Búrfell. Og fyrsta kvöldiđ var afhjúpađur minnisvarđi um Guđna Jónsson prófessor sem var alinn upp á Leirubakka. Frábćr kokkteill af frćđum og skemmtun međ skemmtilegu fólki.

Ađ Leirubakka hefur veriđ byggđ upp ferđaţjónusta eins og algengt er um sveitir. Ţađ sem skilur starfsemina ađ Leirubakka ţó ađ frá flestum öđrum sveitahótelum er aftur á móti Heklusetriđ sem annars vegar byggir á margmiđlunarsýningu um fjalliđ og eldgosin en hins vegar góđri ráđstefnu- og veitingaađstöđu. Útsýniđ úr veitingasalnum er ađ ég held ţađ fegursta sem ég hef notiđ úr slíkum sal: panorama af Búrfelli og Heklu og lćgri fjöllum í grenndinni. Hekla sýndi okkur ađ vísu aldrei toppinn en viđ vissum af honum ţarna á bak viđ ţokuslćđing eđa ský.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband