Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Hótun um að fjarlægja

Um helgina kom "Bjarni" inn á bloggsíðuna mína og jós þar út úr sér svívirðingum eins og fjölmörgum virðist allt í lagi að gera þegar þeir andmæla femínisma og femínískum sjónarmiðum. Hann gengur þó lengra en algengt er með þessum ummælum: "Næsta skref í átt til jafnréttis er að fjarlægja öfgafyllstu vitleysingana úr umræðunni, og þar ert þú ofarlega á blaði." Hvað á hann við?

Bjarnar andfemínismans munu ekki þagga niður í femínismanum með slíkum hótunum, en um leið og hann þykist mega andmæla femínisma með slíkum hætti ógnar hann málfrelsi með því að hóta að "fjarlægja" fólk "úr umræðunni".


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband