Hvað merkir "næstum allir"?

Geir Haarde segir í viðtali við erlent blað að "Næstum allir stjórnmálaflokkarnir voru ánægðir með framgöngu bankanna". Hvað merkir þetta? Er hann að reyna að þagga niður margvíslega og skýra og málefnalega gagnrýni vinstri grænna sem aldrei voru ánægð með framgöngu bankanna og vöruðu við einka(vina)væðingunni og til vara við því að selja Landsbankann og Búnaðarbankann á sama tíma? Kannski er þetta ónákvæm þýðing - Geir muni vel eftir þeirri gagnrýni. Líklegra er að honum finnist að fámennur þingflokkur vinstri grænna hafi verið slík minnihlutarödd að engu máli hafi skipt og eigi að láta sem þannig að við höfum verið ekki neitt, hjáróma rödd, sem því miður, í þessu tilviki hafði réttara fyrir sér en nokkurn (annan) óraði fyrir. Auk þess er ég alls ekki viss um að allir þingmenn Samfylkingar hafi verið svo hrifnir.
mbl.is Átti að vera vinaleg kveðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband