Efni
27.10.2009 | 09:07
Ótrúlegur launamunur kynja á Íslandi
Enn á ný staðfest í þessari úttekt það sem hefur lengi verið að launamunur karla og kvenna á Íslandi er ótrúlegur og að við erum aftarlega á merinni í þeim efnum, þrátt fyrir margt gott á öðrum sviðum. Launamunur af þessum toga er óþolandi - og það er líka óþolandi að mega búast við því að bloggarar og ýmsir aðrir komi fram og vefengi hann. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér um hið síðasta; vonandi leggjast allir á eitt að útrýma honum.
Hér má bæta við tveimur könnunum:
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/1263
http://www.vr.is/index.aspx?GroupId=477061
Í könnun VR kemur fram að launamunur kynjanna hafi minnkað - en hefur hann minnkað af sjálfu sér? Og minnkar hann nógu hratt? Því má hvoru tveggja svara neitandi. Einn af þeim sem tekur máls hér fyrir neðan bendir á að líklega hafi kreppan/bankahrunið haft áhrif og það styður VR-könnunin.
Kynjabilið minnst á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Almennur jöfnuður er leiðin sem á að fara í að efla kynjajöfnuð. Fæ ekki séð að það sé neitt stórt réttlætisskref í því að auka kynjajöfnuð í óréttlátu kerfi. Það þarf að velta valdapýramýdanum og ekki bara sjá til þess að hann hafi jafna kynjaskiptingu, á sama hátt og það hefði ekki verið nein lausn fólgin í því að reyna að sjá til þess að það væru jafn margir svartir sem hvítir þrælar.
Héðinn Björnsson, 27.10.2009 kl. 11:10
Nema að stór hluti óréttlætisins í kerfinu er kynjaður. Ég segi ekkert um hvort hann er stærri en aðrir hlutar óréttlætisins, svo sem landshlutabundið óréttlæti, eða óréttlæti milli þjóða heimsins, heldur að hið kynjaða óréttlæti er samtvinna öllu öðru þannig að það er rétt og sjálfsagt að beita sér fyrir réttlátari launaskiptingu karla og kvenna.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.10.2009 kl. 11:15
þú segir að það sé óþolandi að að mega búast við því að bloggarar og ýmsir aðrir komi fram og vefengi hann (launamuninn) Auðvitað er það óþolandi þegar einhver mótmælir skoðunum manns, tala nú ekki um ef hann hefur rétt fyrir sér. Þessi launamunns þvæla er ansi lífseig þrátt fyrir að hafa verið hrakin með rökum hvað eftir annað. Rökin eru t.d. Launamunur kynja sem mældist um 25 % varð skindilega aðeins 7% þegar tillit var tekið til vinnutíma, karlmenn vinna yfirleitt miklu lengri vinnuviku en femínistar gera ráð fyrir því að þeir vilji gera það frítt. Þá standa eftir 7% - ég sem atvinnurekandi mundi borga þeim starfsmanni hærri grunnlaun sem ég get stólað á að nenni að vinna frameftir einn og einn dag heldur en þeim sem hleypur alltaf út kl. 4 og þá skiptir kynið engu máli.
Staðreyndin er einfaldlega sú að það er ENGINN launamunur milli kynjanna, það er launamunur milli einstaklinga, stundum á hann rétt á sér og stundum ekki.
Óskar 27.10.2009 kl. 12:29
Ágæti Óskar Haraldsson, af hverju er 7-11% launamunur þolandi? (Talan 7% er reyndar 7-11 eða jafnvel 7,5 til 11 í skýrslunni sem þú vitnar vísast til, frá forsætisráðuneytinu 2004.) Og það er miklu fleira en vinnutíminn sem er reiknaður "burt", svo sem menntun og fleira. Launamunur af málefnalegum ástæðum ætti ekki að mælast milli kynja. Og af hverju er 7% munur ekki munur? Launamunur kynja er ekki skoðun mín heldur því miður staðreynd.
Eru ekki fordómar í "hleypur alltaf út kl. 4 ..."? Hvað með foreldra, konur og karla, sem þurfa að sækja barn í leikskóla kl. 4? Hmmm ... er það þá spurningin um að "nenna"?
Launamunur kynja er líka óþolandi fyrir karlmenn sem mega búast við því að þurfa að vinna meira en makarnir til að ná endum saman. Hann er skaðlegur öllum.
Þannig verður nú reyndar ritvillan þín um "launamunns"-þvæluna, því að þetta snýst líka um að metta munna. Konur, hvort sem ástæður launamunar eru málefnalegar eða ekki, eiga að meðaltali erfiðara með að framfleyta sér. En það má heldur ekki gleyma nokkrum hópi karla sem þarf að leita félagslegrar aðstoðar vegna lágra launa eða atvinnuleysis. Þannig tek ég undir með Héðni að launamunur kynja er alls ekki eini vandinn.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.10.2009 kl. 12:56
Sæll Ingólfur.
Rétt er það að launamunur kynjana er uþb 7-11% skv. áðurnefndri skýrslu, reyndar er ég ekki viss hvort að sú rannsókn tók starfsaldur með í reikninginn en þar gæti hluti munarins falist. Þú getur kannski upplýst mig hvort að starfsaldur var reiknaður með. Einnig veit ég ekki hvar mörkin voru sett í sambandi við útgildi, en þeir langlaunahæstu á vinnumarkaðnum eru örlítill hluti karla (um 1%) og gefið að það skekkji niðurstöðurnar. Mér finnst líkalegast að þeir hafi þó ekki verið teknir með en vonandi að þú getir upplýst mig líka um það.
En staðreyndin er líka sú að þessi munur er að minnka og síðasta árið eftir kreppu hafa laun karla lækkað en laun kvenna hækkað og áhugavert að sjá hver launamunurinn væri í dag.
Ég er sammála þér að 7% eða 11% eða bara 1% launamunur sé of mikill og tel ég mikilvægt að útrýma honum, það sé líka kjaramál karla.
Aftur á móti finnst mér og mörgum umræðan vera oft villandi og ruglandi. Röngum tölum er visvítandi haldið á lofti. Til dæmis þegar "kvennakrónan" var búinn til og því statt og stöðugt var haldið fram að laun kvenna væru einungis 65% af launum karla sem var ekki rétt. Tekjur kvenna voru 65% af tekjum karla sem er alls ekki sami hluturinn.
Karma 27.10.2009 kl. 14:07
Takk fyrir innlitið, Karma.
Helstu niðurstöður: „Launakönnunin náði til stórs hluta íslenskra launþega. Mjög margir þættir voru kannaðir til að skilja hvers vegna konur hafa að jafnaði lægri laun en karlar. Meginniðurstaða launakönnunarinnar var að konur hefðu 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnudag. Könnunin sýnir að skýra má 21-24% af þessum launamun með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi kynjanna*. Það sem eftir stendur (7,5-11% launamunur) stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla. Föst dagvinnulaun karla eru t.d. 4-5% hærri en ella ef þeir eru í sambúð eða hjúskap en sambúð hefur lítil áhrif á laun kvenna.“ Ath.:* Ólík niðurstaða fékkst eftir því hvort miðað var við að ,,konur fengju greitt eins og karlar í sama starfi” eða ,,karlar fengju greitt eins og konur í sama starfi”.
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/1263 Af síðu VR um launakönnun 2009: „Launamunur kynjanna hefur minnkað frá því í fyrra, munur á heildarlaunum var 16,7% samkvæmt launakönnun VR árið 2008 en er nú 14,7%. Frá árinu 2000 hefur launamunurinn dregist verulega saman eða um 28% - árið 2000 var munur á heildarlaunum karla og kvenna 20,4%. Laun kvenna hækka um tæplega 2% á milli ára úr 373 þúsund að meðaltali á mánuði á móti 366 þúsund á síðasta ári. Laun karla standa nokkurn veginn í stað á milli ára, þau lækka um 0,4% úr 445 þúsund í 443 þúsund að meðaltali á mánuði.“ Kynbundinn launamunur hjá VR*Launakönnun var ekki gerð árið 2002.
Mikilvægt er að átta sig á því að þetta er ekki afgerandi niðurstöður, það er launamunhurinn hefur aukist og minnkað til skiptis. Viðurkenni að ég hafði ekki séð síðustu tölurnar, og rétt skal vera rétt, og þær gefa tilefni til meiri bjartsýni í ljósi þá tveggja síðustu ár.En hvað gerist á næsta ári? Og hefur árangur, ef hann er til staðar, náðst fyrirhafnarlaust? Akureyrarbær hafði mikið fyrir því að ná jöfnu - og þá mælingu þarf að endurtaka. Ég hlustaði í hitteðfyrra á fyrirlestur um jöfnun launamunar og ábyrgðar hjá Skýrr. Það var heldur ekki fyrirhafnarlaust.Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.10.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.