Skyggja á Guðjón Samúelsson

Það er vitaskuld smekksatriði hvort þessi "svipmiklu mannvirki", eins og það er orðað, og "sérstöku", sem ég tek alveg undir eru falleg sem slík og vel frágengin, "falli ... vel að umhverfi sínu". Mér finnst þau passa einstaklega illa við umhverfið þegar ekið er í vesturátt þar sem þau eru algerlega í sjónlínu að aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þau eru eiginlega punkturinn yfir (eða undir) i-ið við skipulagsslysið sem varð þegar Hótel Saga var byggð á bak við aðalbygginguna og látin gnæfa yfir hana og draga úr fegurð hennar. En þyki einhverjum aðalbyggingin ljót er náttúrlega gott að geta haft fallega umferðarbrú til að draga úr þeim ljótleika.
mbl.is Brýrnar yfir Hringbraut og Njarðargötu fá viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég á ekki orð. Er fegurðarskynið líka horfið ?

Finnur Bárðarson, 24.10.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eða ólíkt fegurðarskyn, Finnur

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.10.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband