Efni
22.10.2009 | 21:30
Vegagerð um Teigsskóg hafnað með dómi Hæstaréttar
Ég fagna mjög þessum dómi Hæstaréttar: "Hæstiréttur tók hins vegar undir með landeigendum og náttúruverndarsamtökum um að væri tekið tillit til umferðaröryggis nýja vegarins væri því tekið tillit til þáttar sem í raun væri ávinningur af framkvæmdinni en umhverfisáhrifin yrðu áfram óbreytt."
Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ja hérna hér, held þessu blessuðu umhverfissinnar ættu að koma sér á staðinn og kynna sér aðstæður áður en þeir leggast gegn þessari aðgerð!
Af hverju á að leggja veginn samkvæmt leið B en ekki C og D er sú að þá er leiðinn á láglendi og ekki þarf að legga veginn yfir erfiða og mjög bratta hálsa þar sem umferðaröryggið verður aldrei viðunandi að vetri til og að leggja göng undir þær er allt of kostnaðarsamt til að ræða þær! +Snjómokstu verður miklu auðveldari á leið B en hinna!
Þessi framkvæmd myndi valda álíka mikli röskun og leiðin á Reykhóla (sem er í næsta nágrenni) en sá vegur fellur einstaklega vel að landsslaginu og hefur raskað skóginum þar verulega lítið.
Fyrir utan þá staðreynd að þetta er birkiskógur, þeir verða ekki eldir en hálfrar aldar gamlir. Þá drepst þeir, grotna niður og vaxa svo upp aftur rétt eins og allir aðrir birkiskógar á íslandi.
Ó hvað ég vorkenni íbúum á sunnanverðum vestfjörðum, vegurinn um Barðaströndina er hræðilegur og algjör fornaldarvegur. Svo skal skerða umtalsvert af þeim einu öruggu samgöngunar þeirra yfir veturinn, ferjuna Baldur!
Og nú er víst kreppa svo bundið slitlag milli bæjanna á sunnanverðum vestfjörðum og Reykjavíkur verður sjálfsagt ekki að veruleika fyrir 2020.
Svo þeir fá alla mína samúð!
Arnar 23.10.2009 kl. 00:40
Ingólfur Ásgeir, ekki samfagna ég þér! Því fer fjarri, þetta er skelfilegt. Fyrirsjáanlegt að nú seinkar vegagerð um svæðið enn um Guð má vita hve mörg ár.
Ingólfur Ásgeir, mig langar að spyrja þig: Ertu landeigandi í Þorskafirði eða annars staðar við (fyrrverandi) fyrirhugað vegstæði, leið B?
Hefurðu ekið um þjóðveg 60 milli Bjarkalundar og Flókalundar? Ef svo er, finnst þér að "vegurinn" þar sé í lagi?
Ef svo er ekki, hver er þín tillaga að endurbótum?
Eggert Stefánsson 23.10.2009 kl. 01:21
Tek heishugar undir fagnið og óska öllum náttúverndasinnum til hamingju með þessi málalok. Þarna átti ekki aðeins að farga mikilli náttúrufegurð, heldur einnig dýra og jurtalífi auk fornminja.
Í upphafi voru nánast allir á móti þessari leið B, skipulagsstofnun, umhverfisstofnun, vegagerðin o.fl. en af einhverjum undarlegum pólitískum ástæðum var leiðin keyrð í gegn með valdi, sem nú hefur verið dæmt ólöglegt og undrar engan sem kynnt hefur sér málið til hlítar.
Ég er sannfærður um að þessi dómur verður til gæfu fyrir íbúa vesturbyggðar og svæðisins því hann verður líklega til þess að gangnaleiðin verði farin og leðin styttist og bætist umtalsvert meira. Það bendir nefnilega ýmislegt til þess að kostnaður við göng undir Hjallaháls og Gufudalsháls sé LÆGRI en kostnaður við þessa leið B.
Þar sem ég er vel kunnugur vegi 60 vil ég bæta við að sá vegur hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Hafa þeir Arnar og Eggert ekið þennan veg nýlega?
sigurvin 23.10.2009 kl. 02:29
Ég ek þessa leið á hverju ári, misoft. Bæði í vinnu og utan hennar. Hef farið hana a.m.k. tvisvar á þessu ári.
Ef kostnaður við göng undir Hjallaháls OG Gufudalsháls er lægri en við leið B, hvers vegna skyldi þá Vegagerðin vilja fara leið B? Bara til þess að "rústa" Teigsskógi? Varla.
Sigurvin vill göng undir Hjallaháls og Gufudalsháls, en hvað með Ódrjúgshálsinn? Fara áfram um gamla veginn með mjög erfiðri og stórhættulegri brekku austan megin? Eða nýjan veg út fyrir Grónesið? Það er nú aldeilis kjarrið þar a.m.k. Djúpafjarðarmegin.
Eggert Stefánsson 23.10.2009 kl. 08:52
Sigurvin já ég hef keyri þennan vega margsinnis og þá á flutningabíl og veit óskup vel að þessi kafli sem þessi leið á að leysa af hólmi er LANG VERSTI kaflinn af leiðinni og varla færi fyrir flutningabíla.
Þurfum að silast þessa 30km á c.a. 25km/klst meðalhraða. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hve mikið flutningskostnaðurinn mun lækka við þessa framkvæmd!
Svo þegar búið verður að leggja á veginn milli Vatnasfjarðar og Kjálkafjarðar þá er þetta örlítið sem eftir er að malbika á leiðinni fyrir utan þessa umræddu leið B!
Með öðrum orðum þetta er að verða eini kaflinn á leiðinni sem varla er hægt að kalla veg frekar slóða!
Of varðandi það að jarðgönginn munu verða ódýrari lausn þá er ég algjörlega ósammála. Lang stærsti hluti kostnarðinn er í erlendu hráefni (sprengiefni og bordóti) sem hefur hækkað gífurlega!
Arnar 23.10.2009 kl. 09:42
Sælir piltar, Arnar, Eggert og Sigurvin, og þakka ykkur góðar umræður. Af því spurt er, ég á persónulega engra hagsmuna að gæta á þessu svæði heldur hef fylgst með umræðunni og lesið gögn um málið og tel að úrskurður Skipulagsstofnunar sem taldi að umhverfisáhrif yrðu of mikil ætti að standa.
Varðandi þann tíma sem málið hefur tekið að ef Vegagerðin hefði tekið mark á þeim úrskurði í stað þess að kæra hann til Jónínu þá væri búið að hanna og ef til vill leggja veg um annað vegarstæði. Þannig er ber Vegagerðin ábyrgð á töfunum, ekki umhverfissinnar. Auðvitað ekki.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.10.2009 kl. 14:04
Sælir aftur. Framkvæmdatöf er líklega helst að kenna stjórnmálamönnum, bæði í heimabyggð og annarsstaðar, sem hafa reynt að þvinga í gegn ákvörðun sem er í nánast alla staði óhagkvæmasti kosturinn og þá á ég ekki eingöngu við náttúruverndarsjónarmið.
Vegur 60 í heild sinni hefur batnað mikið undanfarin ár, ég held að allir séu sammála um það en það er rétt að Hjallahálsinn og Ódrjúgshálsinn eru kaflar sem þarf að laga og það er hægt að gera án þess að færa þá miklu fórn sem leið B felur í sér - og með minni tilkostnaði.
Varðandi kostnaðinn við gangnaleið er ólíklegt að hann hafi hækkað meira en kostnaður við vegagerðina, allt hefur jú hækkað m.a. eldsneyti. Leið B felur/fól í sér gífurlega efnisflutninga, um skóginn (ekki hægt að taka efni á staðnum) og í uppfyllingar fyrir Djúpa- og Gufufjörð.
Hér er áhugaverð grein eftir Gunnlaug Pétursson, en honum, öðrum fremur virðist meiga þakka að þessu slysi var forðað.
sigurvin 23.10.2009 kl. 15:44
Þetta er auðvitað rétt hjá þér, Sigurvin, að það er ekki Vegagerðinni um að kenna jafnmikið og stjórnmálamönnum, a.m.k. er samgönguráðherra á hverjum tíma yfirmaður hennar og getur beitt sér í málinu.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.10.2009 kl. 17:38
Eitt skil ég ekki.
Fólk á landsbyggðinni er alltaf að væla um að það vilji betri samgöngur, en svo þegar eitthvað á að gera í málunum hlaupa allir upp til handa og fóta og byrja að röfla um náttúru hitt og náttúru þetta, allt á að vernda og hverngi má byggja vegi.
Ég fyrir mitt leyti myndi gjarnan vilja fá betri samgöngur á Vestjfarðakjálkanum íbúum þar og landsmönnum öllum til handa.
Kveðja frá einni sem á hinum ýmsu tímabilum lífsins hefur búið úti á landi - kvartandi yfir samgöngum þar, en býr nú á stór-Reykjavíkursvæðinu með hraðbraut handan við hornið.
Eitthvað myndi landsbyggðarfólkið væla yfir því.....
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 25.10.2009 kl. 00:36
Það eru margvísleg sjónarmið um hvað séu samgöngubætur, t.d. þegar fram kemur hugmynd um að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur með því að krækja ekki norður til Blönduóss, þá finnst Blönduóssbúum það ekki vera samgöngubætur, meðan við sem ökum á milli Akureyrar (eða Þingeyjarsýslu) og Reykjavíkur finnst það vera samgöngubót. Á sama veg væri það margföld samgöngubót fyrir Þingeyinga að fá göng undir Eyjafjörð á móts við Moldhaugnaháls og Fnjóskárbrú þannig að það þurfi ekki að krækja til Akureyrar á leiðinni vestur í Skagafjörð - eða til Rvíkur. Í nefndum tilvikum er ekki deilt um náttúruvernd svo ég viti heldur hagsmuni Blönduóss - eða Akureyrar - af því að vera í alfaraleið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.10.2009 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.