Efni
11.9.2009 | 15:01
Hættið að kvarta, hættið að sóa fé
Húsvíkingar góðir: Hættið þessu kvarti, hættið að sóa fé til undirbúnings álvers. Þá lýkur óvissunni sem þið lögðuð upp með. (Til þeirra Húsvíkinga sem aldrei vildu fara út þessa tegund af óvissu: Bið ykkur afsökunar á að ávarpa ykkur með kvart- og kveinsveitungum ykkar.)
Óvissu um álver á Bakka verður að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Sæll. Ingólfur.
Geturðu svarað því hversvegna álver eru að auka framleiðslu sína nú í dag.?
Geturðu svarað því hversvegna álverð er á uppleið ?
Geturðu svarað því hversvegna hitt og þetta og eitthvað annað er og hversvegna það hefur ekki komið síðustu 40 árinn?
Geturðu svarað því hversvegna álver eru ein af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem sýna hagnað og skila þjóðarbúinu hátt í 80 milljarða á ári í gjaldeyrir sem eftir verða í landinu?
Sjávarútvegur er með tæp 40% álver með 48% hvort skilar þá meiri gjaldeyrir.?Rauða Ljónið, 11.9.2009 kl. 15:26
Ágæta rauða ljón - eitt af því síðasta sem við megum við er að treysta meira á einhliða atvinnulíf, einhliða "gjaldeyrisöflun". Sjávarútvegur, okkar gamla og góða undirstaða, var alltaf erfiður hvað þetta varðaði.
Meðan stéttarfélög og sveitarstjórn á Húsavík eyða fúlgum í álversundirbúning er þeim peningum ekki betur varið í annað, hvorki eitthvað né sumt.
En vissulega eru nú komin bæði hvalasafn og reðasafn á Húsavík sem laða að sér ferðafólk, að mér skilst.
Meginandstaðan við álver er þó á grundvelli náttúruverndar: það er ekki til orka í stórt álver á Húsavík nema eyðilagðar séu náttúruperlur.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.9.2009 kl. 15:54
Ágæta Rauða Ljón. Af hverju á Ingólfur að svara þessum spurningum? Hann sagði ekkert í þessum pistli sem gaf til kynna að hann kynni svarið við þeim. Ef að álver eru að auka framleiðslu sína í dag (m.a. vegna slyssins í Síberíu) og ef að álverð sé á uppleið, er svo mikill stuðningur við byggingu álvers á Bakka, hver er þá þessi óvissa sem stuðningsmenn álvers eru að kvarta yfir í upphaflegu greininni?
Hins vegar skal ég svara síðustu spurningunni: Sjávarútvegurinn skilar meiri gjaldeyristekjum þrátt fyrir að vera lægra hlutfall af útflutningi vegna þess að innlendir kostnaðarliðir vega hærra. Stór hluti af álverðinu fer beint úr landi til að greiða fyrir hráefni.
Haukur 11.9.2009 kl. 16:09
Sæll. Haukur talan sem ég nefndi er sú sem eftir verða í landinu ekki heildar útflutningstekjur þú ferð því rangt með.
Síberu slysið er hér ótengt bið þig að lesa um framleiðsluaukningu á áli Evrópu, Asíu, Eyjaálfu, á netin t.d Blooberg, FT, Innmaning.
Sæll. Ingólfur ég er hér ekki að beina að einhliða gjaldeyðiöflun heldur það ég lít svo á að Íslendingar verði að hafa fjölbreytta atvinnustarfsemi tel að öll atvinnustarfsemi eigi rétt á sé í sátt við aðra án þess að viss atvinnustarfsemi sé rökkuð niður vegna þess að kapítallistar komi að hitt er svo annað að þeir sem koma vilja séu velkomnir, hvaða starfsemi sem er meðan gætt er að öllum umhverfimálum hag þjóðar atvinnu og örðum þáttum sem hægt er að sætta sig við.
Náttúran hefur verið notuð frá því að nafni þinn Arnarson eða réttara Björnólfsson koma að landi, fyrsta sem hann gerði var að kveikja eld.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.9.2009 kl. 16:48
Rauða ljónið, álver er ekki á uppleið. Það hefur lækkað um ca 30% á síðustu 12 mánuðum, og um ca 6% á síðustu 30 dögum. http://metalprices.com/FreeSite/metals/al/al.asp
Kristinn 11.9.2009 kl. 17:26
Ál verður aldrei framleitt þarna, svo skynsamlegt er að mínu mati að skoða aðra möguleika til að nýta orkuna.
Finnur Bárðarson, 11.9.2009 kl. 17:33
Sæll. Kristinn
Síðustu 30 árinn hefur álverð lakkað í Ágúst september hækkað svo aftur spá í málmgeiranum gera ráð fyrir áframhaldi hækkunum þess vegna er nú verið að ræsa aftur upp álver sem drógu úr framleiðslu óhagkvæm álver verða ekki endurræst ný, ný er verið að byggja í staðin Suðurafríku, Dúbæi, Grænlandi , verð á hlutabréfum álfyrirtækja hafa hækkað um 100% síðustu 8 til 9 mánuði.
Geturðu bent mér á aðra atvinnustarfsemi þar sem hlutabréf hafa hækkað jafn mikið.?
Sæll. Finnur aðrir möguleikar hafa verið skoðaðir síðan 1966 þegar fyrst var rædd um álver ekkert hefur komið ensem konið er, kynning á landinu erlendis er þess ekki sú að vænta að fjárfestar bíði í röðum til að koma til landsins, hinsvegar þekkja þeir sem stundað hafa álframleiðslu til landsins og líta til Íslands sem góðan kost þar sem þekking á áliðnaði er ein sú best í heiminum í dag eins og samtök álfyrirtækja vitna sí og æ um eins og þú veist.
Kv. Sigurjón Vigfússon
5
Rauða Ljónið, 11.9.2009 kl. 18:14
Á að vara ,, en sem komið er,
Rauða Ljónið, 11.9.2009 kl. 18:15
Rauða ljónið:
Hafðu engar áhyggjur af þessu, því ofangreindir herramenn eiga eftir éta þetta allt ofan í sig á næstu 1-2 árum, þegar virkilega sverfur að hér á landi!
Það var t.d. allt annað að heyra í Steingrími J. í kvöldfréttum útvarpsins, þar sem hann er farinn að boða virkjanir og aðrar framkvæmdir!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.9.2009 kl. 18:26
Félagar Haukur, Kristinn, Finnur, Guðbjörn og rauða ljón: takk fyrir innlitið og umræðurnar - erlendir aðilar vilja auðvitað koma og kaupa ódýrt rafmagn. Það er umhverfisfjandsamlegt að endasendast með ál og hráefni til álbræðslu hringinn í kringum hnöttinn og eyðileggja einstaka náttúru Norðausturlands og Reykjanesskagans.
Hafið það gott um helgina, piltar
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.9.2009 kl. 19:11
Sæll. Ódýr orka er ekki fyrir hendi það rangt hjá þér, Hvert tonn af áli sparar hnattrænt 13. 5 tonn af Co2.
Þú verður að kynna þér málið betur.
Sé að þú vitnar í skýrslu Sjórandar,Höfundar: Háskólasamfélagið er uppfullt af tabúum. Eitt þeirra er það sem stundum er kallað “academic prostitution” á ensku. Ég kýs að kalla þetta “háskólavændi” á íslensku. Þetta hugtak er ekki vel skilgreint en ég hef oft heyrt það notað yfir “vísindamenn” sem eru tilbúnir til þess að skrifa skýrslur um ákveðin málefni þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin og pöntuð af þeim sem borga fyrir skýrsluna.
Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur
Dr Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
Dr Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands
Dr Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Fyrirtækið Sjónarrönd birti á dögunum áfangaskýrslu vegna verkefnis sem fyrirtækið vinnur nú fyrir fjármálaráðuneytið um mat á afrakstri orkusölu til erlendrar stóriðju. Í skýrslunni eru settar fram villandi fullyrðingar um arðsemi íslenskra orkufyrirtækja í samanburði við innlenda og erlenda aðila. Hér verður farið nokkrum orðum um arðsemi Landsvirkjunar á undanförnum árum.
Skýrsluhöfundar bera saman arðsemi innlendra og erlendra fyrirtækja og skoða mislöng tímabil allt frá 1988 til 2008. Þeir nefna ekki að verðbólgureikningsskil voru notuð hérlendis þar til í árslok 2002 á meðan kostnaðarverðsreikningsskil voru notuð í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta gerir samanburð á arðsemi eigin fjár á Íslandi og annars staðar fyrir 2002 villandi og hefur áhrif á allan samanburð síðar, sérstaklega þegar um er að ræða orkumannvirki og aðrar eignir með langan líftíma.
Skýrsluhöfundar fullyrða að í Evrópu og Bandaríkjunum standist orkufyrirtæki arðsemiskröfu betur en aðrar atvinnugreinar á meðan íslensk orkufyrirtæki standist hana þriðjungi verr en aðrar hérlendar atvinnugreinar. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun.
Össur hf. og Marel hf. eru á meðal best þekktu iðnfyrirtækja landsins og eru bæði á hlutabréfamarkaði. Þessi félög eru í rekstri sem talinn er áhættumeiri en rekstur Landsvirkjunar. Arðsemi eigin fjár í þessum félögum ætti því að vera umtalsvert hærri en hjá Landsvirkjun. Svo er þó ekki eins og sjá má í töflunni að neðan sem unnin er úr ársreikningum Landsvirkjunar og þessara félaga. Skýrsla Sjónarrandar sýnir arðsemi orkufyrirtækja í Evrópu aðeins til 2007 og því er látið staðar numið þar.
2003
2004
2005
2006
2007
Meðaltal
Landsvirkjun
4%
14%
11%
6%
29%
13%
Marel
17%
31%
18%
0%
4%
14%
Össur
11%
31%
15%
3%
4%
13%
Orkufyrirtæki í USA*
11%
10%
9%
10%
11%
10%
Orkufyrirtæki í Evrópu*
11%
12%
12%
15%
15%
13%
* Upplýsingar úr skýrslu Sjónarrandar
Eins og sjá má er meðalarðsemi eigin fjár fyrirtækjanna svipuð á þessu tímabili og arðsemi Landsvirkjunar sambærileg við arðsemi orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum.
Þess ber að geta að ef bætt er við árinu 2008 lækkar meðalarðsemi Landsvirkjunar nokkuð en snörp lækkun álverðs kom illa við afkomu fyrirtækisins á liðnu ári. Álverð hefur nú hækkað verulega á nýjan leik sem eykur aftur arðsemi fyrirtækisins.
Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Þjóðhagsstofnunar Háskólans og úttektar núverandi ríkisstjórnar og á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Til að uppfæra 789 ál tonn * gengi * verð á markaði, likur, http://www.lme.co.uk/aluminium.asp
Gjaldeyristekjur af áliðnaði skila þjóðarbúinu um 80 milljarðar króna í heinum tekjum á ári engin annar atvinnuvegur skila jafn miklum gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið sjá, þjóðhagsstofnun.
Greiningardeildir segja enn fremur að hagvöxtur næstu ára muni verða drifinn áfram af viðsnúningi í utanríkisviðskiptum þar sem álútflutningur muni aukast og innflutningur dragist saman í takt við minnkandi útgjöld þjóðarinnar.
Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju: Fyrsta áfangaskýrsla
Sjónarrönd ehf. fyrir Fjármálaráðuneytið 29. maí 2009
Höfundar:
Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur
Dr Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
Dr Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands
Dr Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Umsögn
“Í apríl 2009 samdi Fjármálaráðuneytið við Sjónarrönd ehf. um að framkvæma mat á afrakstri orkusölu til erlendrar stóriðju fyrir íslenska þjóðarbúið” segir í fréttatilkynningu Fjármálaráðuneytis nr 53/2009, dagsettri 28. júlí 2009.
Það er með endemum, að á meðan Ísland var enn á leið niður í öldudal verstu heimskreppu í 80 ár vegna hruns fjármálakerfis heimsins, skuli fjármálaráðherrann, Steingrímur Jóhann Sigfússon, telja nauðsynlegt að verja takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs til að slá stoðum undir gamla og vel þekkta skoðun hans sjálfs um þjóðhagslega óhagkvæmni virkjana til stóriðju og erlendra fjárfestinga í stóriðju á Íslandi.
Til verksins valdi hann hvorki meira né minna en 4 hagfræðinga, sem flestir eru þekktir af gagnrýni sinni á virkjanir fyrir stóriðju og á stóriðjuna sjálfa. Á tímum bréfahagkerfisins, þar sem sumir höfundanna gagndu áberandi hlutverkum í fjármálageiranum, hlaut þessi gagnrýni töluverðan hljómgrunn. Það er hins vegar torskiljanlegt, hvernig fjármálaráðherra og téðum fjórmenningum dettur í hug að bera á borð þessar lummur á tímum fjársveltis atvinnulífsins og fjöldaatvinnuleysis.
Hagfræðingarnir gera sig seka um að beita tölfræði með vafasömum hætti. Þeir nota hvorki sömu tímabil né jafnlöng við samanburð. Þegar borinn er saman innlendur og erlendur orkuiðnaður, eru bornar saman ósambærilegar stærðir. Hagfræðingarnir ættu að vita, að við samanburð á arðsemi orkufyrirtækja verður að taka tillit til eðlis orkusamninga viðkomandi fyrirtækja. Yfir 70 % íslenzkrar raforkuvinnslu fer til stóriðnaðar, en í Evrópu og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall undir fjórðungi. Orkusala íslenzkra orkuvinnslufyrirtækja er þess vegna háð mun minni markaðsóvissu, og þar af leiðandi getur ávöxtunarkrafan verið lægri en erlendis. Þar að auki eru vatnsorkuverin, sem mynda hryggjarstykkið í íslenzkri orkuvinnslu (um 80 %), með miklu lengri, a.m.k. tvöfalt lengri, endingartíma að jafnaði en orkuver í samanburðarlöndunum, þar sem um 50 % raforkuvinnslunnar fer fram í kolakyntum orkuverum. Afskriftatími íslenzku orkuveranna er þannig miklu lengri, sem dregur úr ávöxtunarkröfunni.
Þegar Landsvirkjun samdi við Alusuisse árið 1966 um orkuverð til ISAL, sem hóf starfsemi árið 1969, var samið til 45 ára. Ekki nóg með það, heldur var samið um greiðsluskyldu fyrir lágmarksmagn orku á hverju ári, sem nam yfir 75 % af umsaminni orkuafhendingu á ári. Þetta tryggði Landsvirkjun ákveðnar lágmarkstekjur. Með þennan samning í höndunum fékk Landsvirkjun lán hjá Alþjóðabankanum og víðar á mjög góðum kjörum. Þar af leiðandi varð ávöxtunarkrafan lægri en ella.
Nýrri orkusamningar stóriðju eru til styttri tíma en þessi fyrsti, þó að langtímasamningar séu, en með hærri kauptryggingu og tengdir álverði með ákveðnu lágmarksverði. Íslenzki raforkuiðnaðurinn er þess vegna með lágmarks tekjutryggingu á yfir 70 % af orkunni. Erlendi orkuiðnaðurinn getur ekki sýnt fram á neitt sambærilegt, hvað þá önnur íslenzk fyrirtæki, sem hagfræðingunum hefur dottið í hug að bera saman við orkuiðnaðinn íslenzka.
Hagfræðingarnir liggja auk þess á því lúasagi að bera saman starfsemi í hraðri uppbyggingu við rótgróinn iðnað. Gefur auga leið, að á uppbyggingarskeiði starfsemi með mikinn stofnkostnað og lágan rekstrarkostnað verður arðsemin fremur lág, en hækkar, er fram líða stundir. Þeir hafa meira að segja valið samanburðar tímabil, sem endar á árinu 2006, þegar Landsvirkjun var orðin skuldsett vegna Kárahnjúkavirkjunar, en engar tekjur enn komnar af virkuninni.
Ein áróðursklisja stóriðjuandstæðinga er, að stóriðja sé þjóðhagslega óhagkvæm, af því að hún ryðji annarri hagkvæmari starfsemi úr vegi. Þessi afturganga gengur ljósum logum í skýrslunni. Fjármögnun stóriðjufyrirtækjanna hérlendis kemur yfirleitt að talsverðu leyti frá móðurfyrirtækjunum, og þau hafa aðgang að lánadrottnum og lánskjörum, sem íslenzk fyrirtæki hafa sjaldnast. Með orkusölusamninga við þessi fyrirtæki í höndunum, sem lýst er hér að framan, öðlast íslenzk orkufyrirtæki aðgang að fjármagni, sem vart er á boðstólum fyrir önnur íslenzk fyrirtæki með meiri tekjuáhættu. Af þessu er ljóst, að stóriðjan og virkjanir hennar vegna dregur ekkert úr aðgengi íslenzkra fyrirtækja að fjármagni.
Þegar verkefnaskortur er landlægur og mikið atvinnuleysi er ríkjandi, eins og nú, er heldur ekki hægt að halda því fram, að íslenzkir verktakar og launþegar hefðu getað fengið annað og arðsamara að sýsla, ef stóriðjan hefði ekki gert strandhögg. Þessum rökum fjórmenninganna um þjóðhagslega hagkvæmni er vart unnt að beita gegn stóriðjunni, því að hún greiðir hærri laun en að jafnaði gildir um fyrirtæki í landinu, og margs konar verktakar, m.a. fyrirtæki í fararbroddi tækniþróunar, njóta góðs af viðskiptum við virkjana-og stóriðjufyrirtækin.
Kaflinn “Verðmæti náttúrugæða: Áhrif á þjóðhagslega hagkvæmni stóriðju” er furðulegt safn skoðana og fullyrðinga, sem lítið eiga sammerkt fræðilegri umfjöllun á viðfangsefninu. Því er haldið fram í þessum kafla, að náttúrugæði hafi ekki markaðsverð. Þetta er hæpið í ljósi þess mikla ferðamannastraums, sem er til Íslands og var einnig á hágengistímanum. Erlendir ferðamenn lögðu þá leið sína til Íslands, þó að ferðin yrði þeim dýrari en til flestra annarra landa. Ekki dró Kárahnjúkavirkjun úr ferðamannastrauminum, enda eru virkjanir hérlendis og erlendis vinsælir áningarstaðir ferðamanna. Mismunarkostnaður ferðamannanna er mælikvarði á verðmæti náttúrugæðanna. Dæmi um þessi náttúrugæði telja skýrsluhöfundar vera m.a. “útsýni, hreinleika og heilnæmi lofts og vatns, veðurlag – bæði staðbundið og hnattrænt, kyrrð, landrými, gróðurfar, dýralíf, lífríki o.m.fl.”. Ekkert af þessu rýra vatnsaflsvirkjanir né iðjuver að nokkru ráði. Miklu fremur hafa þessi fyrirtæki bætt umhverfi sitt, miðlunarlón fegra annars þurr svæði og í afrennsli þeirra verður góð fiskigengd og veiði. Lífríki í kringum iðjuverin er óraskað bæði á láði og legi, eins og fjölmargar opinberar rannsóknarskýrslur sýna. Þessar staðreyndir eru í hróplegu ósamræmi við eftirfarandi fullyrðingu fjórmenninganna: “Flestar verklegar framkvæmdir í hagnaðarskyni hafa þó meiri neikvæð áhrif á náttúrugæði en jákvæð.”
Aðferð, sem skýrsluhöfundar Sjónarrandar ehf. vitna til um mat á “árlegum kostnaði vegna náttúruspjalla” orkar tvímælis, en hún var fólgin í því að spyrja þá, sem hlynntir voru Kárahnjúkavirkjun um bætur, sem þeir væru fúsir til að greiða fyrir meint náttúruverðmæti, sem farið hefðu forgörðum við gerð virkjunarinnar. Miklar líkur eru á því, að svarið sé mjög háð efnahagsumhverfinu á tíma spurningarinnar. Í þessu tilviki var spurt í hámarki bóluhagkerfisins árið 2007. Þessi aðferð gefur þess vegna breytilega niðurstöðu og er þar með ónothæf.
Í Morgunblaðinu 31. júlí 2009 birtist viðtal við Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli undir fyrirsögninni: “Ótrúverðug og villandi” um téða skýrslu Sjónarrandar. Þar segir í upphafi:
“Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Sjónarrandar ehf. um arðsemi orkusölu til stóriðju er ótrúverðug, umfjöllun um efnahagsleg áhrif villandi og útreikningar óvandaðir og rangir í sumum tilvikum.” Nokkru síðar er haldið áfram varðandi útreikninga hagfræðinga Sjónarrandar á ávöxtun eigin fjár árið 2006 hjá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja:
“Bendir Ágúst á að í einni töflu í skýrslunni komi fram að ávöxtun eigin fjár hafi verið neikvæð um 12,4 % árið 2006 hjá þessum fyrirtækjum. Það geti ekki staðist þar sem þetta ár hafi samanlagður hagnaður fyrirtækjanna verið yfir 13 milljarðar króna og ávöxtun þeirra á eigin fé um 7,7 %. Ágúst segir skýrsluhöfunda hafa viðurkennt að þarna hafi þeir rangt fyrir sér. Við þetta hafi ávöxtun eigin fjár á tímabilinu 1988 til 2006 farið úr 1,4 % í 4,4 %.”
Sú skýrsla Sjónarrandar ehf., sem hér er til umfjöllunar, er gagnslaus í öllu tilliti, og með útgáfu hennar er Fjármálaráðuneytið að dreifa röngum og/eða villandi upplýsingum. Um er að ræða áróðursplagg handa andstæðingum stóriðju og virkjana fyrir hana. Verður að telja um misnotkun á skattfé að ræða.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.9.2009 kl. 20:19
Það var nú gott hjá þér, rauða ljón, að benda á þessa skýrslu. Ég er hræddur um að ég hafi ekki kynnt mér hana svona vel, reyndar alls ekki neitt. En er það skoðun að álfyrirtækin fái ódýrt rafmagn hérlendis? Er það ekki fremur óumdeilt að svo sé? Eða getur það nokkurn tíma orðið annað en skoðun ef rafmagnsverði er haldið leyndu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.9.2009 kl. 21:43
Sæll. Ekki er hægt að kristna múslíma né talibana, ekki er hægt að koma staðreyndum fyrir Bíblubeltið í miðríkjum USA sama má segja um rannsóknarréttinn og sama má segja um Vinstrimenn og öfga sinnaða hægrimenn þeir bara taka ekki sönsum trúin er yfir sterkari viti grein og skynsemi þeir skoða ekki málið út frá sannleika né staðreyndum og trúin tekur vit og greind og ákvarðana töku frá þó hér sé um skynsamlegt fólk að ræða hvernig væri að skoða máliðin í samhengi og komast svo að niðurstöðum það er það sem skilur að hleypidóma og fordóma og réttsýni og yfirsýn.
Allt skynsamlegt fólk skiptir um skoðun þegar staðreyndir liggja fyrir og það sér að það hefur haft rangt fyrir sér..
Skoðanir á málefnum er svo annar hlutur og hann ber að hafa í hávegum og virða.
Raforku verð er inn í tölunni sem ég gaf upp það þarf bara að finna hana + og- og reikna út, Evrópskheimili greiða FJÖRUM sinnum til FIMMSINNUM hærra verð en Íslendingar
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.9.2009 kl. 22:27
Álverin sem slík eru ekkert tiltökumál fyrir mér ef það mun ekki kosta frekari virkjannaframkvæmdir. Það sem mér er mest í nöp er að við fórnum hér einhverjum mestu landgæðum veraldarinnar undir fyrirtæki sem eru á köflum ansi siðlaus í viðskiptum. Kárahnúkar voru klárlega mistök í mínum huga en úr því að búið er að framkvæma þau þá verðum við að gera hið besta úr aðstæðum..
Orkufrekastu iðnaðir eru járnblendi og álver og er ég þeirrar skoðunar betur má sumt kjurt liggja. Túrismi er til að mynda að skila miklu meiri afkomu á þessu ári en þessi álver munu nokkurn tíman gera og meðan krónan er svona veik bjóðast okkur gígantískir möguleikar varðandi framleiðslu sem er ekki jafn orkufrek og áliðnaður er nokkurn tíman.
Brynjar Jóhannsson, 12.9.2009 kl. 10:10
Takk fyrir innlitið og rökræðurnar, rauða ljón og Brynjar
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.9.2009 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.