Efni
11.9.2009 | 07:14
Risahvönn og skógarkerfill í kjölfar lúpínunnar
Í nágrenni Reykjavíkur eru sumar heiðanna gráar af fölnandi lúpínublómum þegar líða tekur á sumarið; hún hefur útrýmt hinum viðkvæma melagróðri sem þar var. Í þessari frétt kemur fram að lúpína búi til góðan jarðveg fyrir risahvönnina, og mér sýnist skógarkerfillinn einnig vera að stinga sér niður í nágrenni Reykjavíkur og annars staðar þar sem lúpínan hefur verið ofnotuð.
Í grein eftir Einar Þorleifsson á hugsandi.is kemur fram að lúpína hafi fyrst verið "flutt til Íslands árið 1946 af Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) vex villt í Alaska þar sem hún er víða algeng á áreyrum. Hákon flutti hana upphaflega til landsins í landgræðslutilgangi enda var uppblástur og jarðvegseyðing á þessum árum í algleymingi. Sem betur fer hefur gróður náð sér á strik á síðustu árum eftir að sauðfé fækkaði mikið síðustu tvo áratugi. Þannig að víða eru rofabörð að falla saman og örfoka melar að gróa upp með innlendum gróðri en ber þá vanalega mest á holtasóley, krækiberjalyngi og beitilyngi. Lúpínan er sennileg sú jurt innflutt sem helst getur talist vera ágeng á íslenskt gróðurríki ..."
Og viljum við land með skógarkerfli og risahvönn? Eða viljum við vernda fjölbreytileikann í náttúrunni - þar með talinn viðkvæma melagróðurinn? Ég vil hið síðarnefnda - og að ræktun lúpínu sé stillt í hóf.
Risahvönn ógnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 161113
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Lúpínan ræktar sig að mestu sjálf og er búin þeim einstaka eiginleika að henni fylgir í sambýli dreifkjörnungur sem bindur köfnunarefni og gerir þannig snauðan og ófrjóan jarðveg að bestu gróðurmold. Þrátt fyrir allt víkur svo lúpína þegar jarðvegurinn er orðinn öflugur og frjór fyrir aðrar tegundir, grös og ekki síst trjágróður sem svo bindur jarðveginn afar vel.
Eftir það mikla ójafnvægi í hinni lifandi náttúru sem landnám mannsins með búsmala sinn skapaði á Íslandi er ekkert nema eðlilegt að lífríkið og einstakar tegundir taki stórar sveiflur í bata sínum og uppsveiflu hinnar lifandi náttúru. Engin rök eru fyrir því að tegundir deyi út vegna þessa enda þær sem eftir lifðu þær harðgerðustu og hafa lifað af ísaldir, hvað þá annað. Útbreiðsla jurta breytist stöðugt en ekkert bendir til að jurtir sem hér hafi lifað af ísaldir eigi ekki alltaf sitt skjöl einhversstaðar, en náttúran finnur sjálf nýtt jafnvægi með stórum hægfara sveiflum. - Lúpínan er lífríkinu afar gagnleg vegna köfnunarefnissöfnunar sinnar í jarðveginn, þó finna megi eftir smekk manna andmæli gegn henni.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.9.2009 kl. 14:15
Takk fyrir innlitið, Helgi
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.9.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.