Má skemma það sem fáir þekkja?

Ég hélt fyrst að Ómar ætti við Sogin í Reykjavík: Sogamýri, Sogaveg, Bústaðahverfið! Nei, hann á við enn eitt svæðið sem fáir landsmenn þekkja og virkjunar- og álverssinnar komast af stað með að ná undir sig áður almenningur kemst að því að þar eru mikil náttúruundur.

Ég hef aldrei komið að þessari Trölludyngju eða að þessum Sogalæk, þótt ég hafi árum saman búið við Sogaveg í Reykjavík. En mér sýnist á öllu sem Ómar segir rétt að huga að verndun þessa svæðis.


mbl.is Umhverfisspjöll við Sogalæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ert þú víðförull maður um æsta nágrenni þitt.  Trölladyngja er hæsta fjall á Reykjanesskaga og vinsælt útvistarsvæði. Vestan við hana er umrætt Sog en sunnan við hana Djúpavatn. Norðan Trölladyngju eru Höskuldarvellir en það er frá þeim norðvestanverðum sem laggt er á Keilli.Þetta er líklega eitt vinsælasta útivistarsvæði á Reykjanesskaga og á einni helgi geta hundruðir átt leið þarna um. Þetta er sannarlega eitt gleggsta dæmi um náttúruperlu sem hefur verið nauðgað með grófum hætti. Menn geta haft allar skoðanir á virkjunum en ætti siðmenntað fólk ekki að vera sammála um að ef í þær er ráðist eða undirbúning undir þær beri mönnum að halda raski í lágmarki? Það er sannarlega ekki raunin þarna. Menn vaða ekki inn heimili vina sinna á skýtugum skónum? Við getum verið sammála því að fyrirhöfnin sem felst í því að taka þá af sér drepur engann.

Kv.

Kristinn

kristinn 6.9.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það er út af fyrir sig að fáir þekkja Trölladyngu þó flestir búi í grennd svo að segja.  En skyldi fólk vera meðvitað um öræfaandrúmsloftið þar um slóðir sem ritstjóri einn kallaði svo árið 1970 ?

Pétur Þorleifsson , 6.9.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hve margir þekktu búddastytturnar í Afganistan áður en talibanar ákváðu að sprengja þær í loft upp? Nánst engir. Samt varð allt vitlaust út af þessu og réttilega svo.

Ómar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 22:04

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kristinn, Pétur og Ómar, þakka ykkur fyrir innlitið. Kristinn: Ég er nú reyndar Norðlendingur og þótt ég hafi búið í 14 ár í Reykjavík fór ég ekki mikið um Reykjanesskagann.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.9.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband