Mansal er auðvitað dómsmál

Ég rek augun í það í þessari frétt að aðgerðir gegn mansali verði flutt til dómsmálaráðuneytisins, ef til vill er það þó vegna þess að ráðuneytið verður dómsmála- og mannréttinda. En aðgerðirnar eru brýnar og þótt þær hafi ef til vill beðið vegna annarra brýnna úrlausnarefna eru slíkar aðgerðir hluti af uppbyggingunni eftir hrunið. Sú hugmynd að selja fólk til þrælkunar með ýmsum hætti er auðvitað ekki ný, en hún er líka ný í þeim skilningi að þegar peningar og efnaleg verðmæti eru metin ofar manngildi minnkar líka meðvitund okkar sem tilheyrum almenningi.
mbl.is Metnaðarfull áætlun á ís?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband