Efni
2.9.2009 | 20:36
Skemmtu sér allir vel? Virkilega?
Það væri þá í fyrsta skipti sem allir skemmtu sér vel við nýliðavígslu. Skelfilega hræddur um að blaðamaðurinn viti ekki um þá sem ef til vill þorðu ekki að mæta í skólann eða leið illa en létu ekki aðra finna það hjá sér. Framhaldsskólarnir munu hafa tekið eitthvað á því versta sem hefur liðist, er mér sagt, og ég held sé rétt, a.m.k. flestir, en betur má ef duga skal. Ég vísa á fyrri skrif mín um þetta efni: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/609121/
Skrautleg busun hjá Kvennó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég á dóttur í Kvennó og hún hefur kviðið þessum degi mjög lengi. Busunin hófst í raun á mánudaginn og þau hafa fengið að finna, þó ekki illa, fyrir því að vera nýnemar. En í dag var hún með kökkinn í hálsinum og fór heim. Nýnemar sem vildu ekki taka þátt máttu fara heim, þau höfðu s.s. valkost. En þetta er einhvern veginn svo ömurleg leið til að bjóða fólk velkomið í skóla!!!!
Guðný 2.9.2009 kl. 22:26
Ekki skil ég svona busavígsluótta.
Páll Geir Bjarnason, 2.9.2009 kl. 23:04
Ég útskrifaðist úr MA, og fannst bæði afar skemmtilegt að vera busuð þegar ég var nýnemi, og að busa nýnemana þegar ég var komin í 4. bekk... Ég stórefast um að það sé verið að pína unglingana.
Rebekka, 3.9.2009 kl. 05:42
Takk fyrir innlitið, Guðný, Páll Geir og Rebekka. Ég held að orð Guðnýjar segi allt sem segja þarf um málið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 07:59
Sæll Ingólfur.
Ég get ekki verið sammála ykkur Guðný, það eru ekki mörg ár síðan ég gekk í gegnum busun og mér fannst það mjög gaman þó að það hafi margt ógeðslegt verið gert við mig, það var þess virði þó ég hafi verið 2 vikur að ná júgursmyrslinu úr hárinu.
Vil einnig benda á að það hafa allir val um hvort þeir taki þátt eða ekki, þú getur fengið að sleppa busuninni ef þú kýst.
Ég get ekkert séð að busunum þegar meirihlutanum finnst það gaman og minnihlutinn getur sleppt henni, þið þurfið að líta meira gagnrýnt á þetta, þ.e.a.s. frá hlið nemendanna, ekki bara hlið foreldranna
Atli Víðir Arason, 3.9.2009 kl. 09:30
Atli Víðir, takk fyrir innlitið. Meiri hlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Ungt fólk er í framhaldsskóla á ábyrgð stjórnenda framhaldsskólans og þeir þurfa að gæta að því hvað þar fer fram. Meiri hlutinn hefur þar að auki aldrei rétt til að kúga minni hlutann, um það snýst meðal annars mannréttindabarátta í heiminum að reyna að koma í veg fyrir það. Um það snýst líka baráttan fyrir því að íslensk þjóð með eigin þjóðtungu fái staðist hér sem sem sjálfstætt samfélag.
Minni hlutinn á ekki auðvelt með að sleppa busuninni vegna hópþrýstings og hættu á einelti eða útilokun. En kannski mun það fara vaxandi að 16 ára krakkar standi gegn þrýstingnum. Vonandi
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 10:01
Kærar þakkir, Ingólfur; gleymum ekki hinum fínofnari sálunum.
Birnuson, 3.9.2009 kl. 14:14
Takk fyrir innlitið, Birnuson
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 15:19
Við erum tveir busar úr kvennó og viljum segja að þetta var eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert! Alls ekkert groft og allt gert í góðu gríni:) þeir sem vildu ekki taka þátt, þessi "minnihluti" eins og þú talaðir um, mátti sleppa að mæta og missa þá af öllu fjörinu og enginn var neyddur til að gera neitt sem hann vildi ekki. Krakkarnir á fyrsta ári voru að tala um það í dag hvað þetta var frábær lífsreynsla sem enginn mætti missa af og allir voru sammála um það að það væri gaman að endurtaka þetta!
tveir busar 3.9.2009 kl. 17:28
Sæll,
Ég er nemandi á 4 ári í Kvennó og var þessvegna einn af þessum ófýnilegu einstaklingum í gær. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að bæði það að vera busuð og einnig það að busa eru tveir hápunktar á árunum mínum í Kvennó, og er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.
Busun getur náttúrulega alltaf farið úr böndunum, en það var ekki annað að sjá í gær að flestir skemmtu sér gríðarlega vel og eiga aldrei eftir að gleyma þessum degi. Það eru auðvitað ákveðnar reglur sem gilda eins og t.d að ekki má gera neitt kynferðislegt, við meiðum þau ekki, við tökum engan einn fyrir o.s.frv. Og það er auðvitað alltaf hægt að segja nei.
Við erum samt sem áður eins misjöfn og við erum mörg og það eru ekki allir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari ,,busaviku" eins og hún er kölluð í skólanum - enda er það öllum frjálst að taka þátt. Ef einhverjum langar ekki að taka þátt, þá gerir hann það einfaldlega ekki.
Sumir eru viðkvæmari en aðrir og þá er það starf okkar allra fjórðubekkinga ásamt þeim nemendum sem eru í stjórn nemendafélagsins og síðast en ekki síst starfsfólki skólans að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Ef það sést að einhverjum líði illa, eða vill ekki gera e-ð af þrautunum þá er viðkomandi bara kippt út úr hópnum og leyft að fara inn eða jafnvel hvíla sig smá og taka síðan þátt í fjörinu.
Það er því alrangt hjá þér að busavígsla sé einhver hræðilegur atburður sem allir kvíða, því að líka 97% af hópnum finnst þetta æðislegt. Ég hefði aldrei viljað missa af þessu.
Böðull 3.9.2009 kl. 19:28
Þakka ykkur, busar og böðull, fyrir góða umræðu. Vil leiðrétta það, böðull, að ég hafi haldið því fram að allir kviðu busavígslunni, og ég vil líka leiðrétta hjá þér að 97% hafi fundist busavígslan æðisleg. Hvaða spurningunum samnema þurfa þau sem ekki vilja taka þátt að svara? Ég fullyrði að enginn hefur sýn yfir það.
Nú reyndar ætla ég ekki að taka Kvennó neitt sérstaklega fyrir, en það var Mogginn sem sagði frá því busavígslunni þar og gaf tilefni til að blogga.
Það er ekki að ástæðulausu að bæði menntamálaráðuneytið og umboðsmaður barna hafa skrifað framhaldsskólunum til að óska þess að tekið sé á þessu máli.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.