Efni
14.8.2009 | 13:48
Hlutverk lögreglunnar
Það kom í ljós í vetur að lögreglan getur ekki varið ríkisstjórn eða þing ef almenningur er kominn jafnalvarlega upp á móti henni eins og þá gerðist. Enda á það ekki að vera hlutverk lögreglunnar að fást við slíkt. Og við eigum ekki að eiga neins konar lið sem getur staðið í þess háttar.
Lögreglumenn í búsáhaldabyltingu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Þú hefur greinilega misskilið hlutverk lögreglu, bæði þá og nú. Lögreglan var við Alþingi í - Búsáhaldabyltingunni - ekki til að verja ríkisstjórnina heldur til að standa vörð um friðhelgi Alþingis. Um er að ræða gjörólíkar aðgerðir þótt margur hefur lesið annað í það.
Tómas 14.8.2009 kl. 14:10
Tómas, það getur vel verið að ég misskilji hlutverk lögreglu og sannarlega ætla ég þykjast vita allt um það. Hitt veit ég að það var reynt að láta lögregluna verja ríkisstjórnina falli og það mistókst! Mundu að lögreglan var víðar en við Alþingishúsið þessa dagana. Og var það ekki fyrir framan Stjórnarráðið sem einhverjir úr Saving Iceland stóðu vörð fyrir framan karlana og konurnar, einstaklingana sem starfa í lögreglunni, þegar lýður og e.t.v. glæpamenn ætluðu að meiða lögreglumennina?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.8.2009 kl. 14:34
Lögreglan var aldrei að verja ríkisstjórnina falli. Það hefur aldrei verið hluti af hennar verksviði - það er grundvallar munur á því að verja opinberar stofnanir og þá sem aðila sem sinna opinberum störfum eða að verja einhverja sérstaka ríkisstjórn!
Þegar t.d. er verið að verja Forsætisráðherra frá aðkasti mótmælanda þá er ekki verið að verja tiltekin Forsætisráðherra, heldur er verið að standa vörð um embætti Forsætisráðherra. Lögreglan grundvallar sínar aðgerðir ekki í pólitík - ef svo væri þá væri hún óstarfhæf. Það er augljóst fyrir hvern sem vill sjá að engar líkur eru fyrir því að allir starfsmenn lögregunnar séu samflokksmenn sem ætli að standa vörð um "sína" ríkisstjórn. Að sama skapi er ekki lagalegur grundvöllur fyrir því að ríkisstjórn, óháði flokki eða stefnu, geti notað lögregluna til aðgerða sem eru ólöglegar eða brot gegn stjórnarskránni.
Tómas 14.8.2009 kl. 14:47
Þessir mótmælendur vissu að þeir yrðu að reyna stöðva grjótkastið því annars yrði orðspor þeirra ónýtt. Lögreglumenn höfðu skýr fyrirmæli um að verjast aðeins, ekki sækja fram og á öðrum degi mótmæla voru fyrirmælin aukin; ekki handtaka neinn.
Allt liðir í "fjölmiðlastríði". Það var síðan eftir að einn lögreglumaður var fluttur á slysadeild sem yfimenn töldu tímabært að enda þetta og Austurvöllur var rýmdur á 2 mínútum. Það varð enginn 3 dagur mótmæla til að tala um.
Óskar 14.8.2009 kl. 15:28
Ætla bara að taka það fram, Tómas, að ég tel ekki að einstakir lögreglumenn og jafnvel ekki yfirmenn hafi fylgt tiltekinni ríkisstjórn að málum - en tiltekin ríkisstjórn er samt yfir lögreglunni, meira að segja sérstakur ráðherra, í þessu tilviki Björn Bjarnason. Lögreglan er þannig ekki óháð stofnun - en það gekk alls ekkert upp að hún reyndi lengur að verja ríkisstjórnina sem ríkisstjórn, eða stofnun - ríkisstjórn þarf að njóta trausts annars en þess sem varið verður með lögreglu. Og takk fyrir þínar aths., Óskar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.8.2009 kl. 20:00
Ingólfur:
Í 2. tölulið 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996er farið yfir hlutverk lögreglu. Af ákvæðum þessara laga má sjá að þeir voru einungis að vinna vinnuna sína, sem er:
a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð [sakamála]1) eða öðrum lögum,
d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.
15. gr. Aðgerðir í þágu almannafriðar, allsherjarreglu o.fl.
1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
2. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.
3. [Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.]1)
4. Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu [skv. 2. og 3. mgr.]1) getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.
5. Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.
6. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af málefnum sem samkvæmt lögum heyra undir önnur stjórnvöld ef það er talið nauðsynlegt til að stöðva eða koma í veg fyrir alvarlega röskun á almannafriði og allsherjarreglu og ekki næst til viðkomandi stjórnvalds eða aðgerðir af þess hálfu eru útilokaðar, þýðingarlausar eða fyrirsjáanlegt er að þær muni hefjast of seint. Tilkynna skal hlutaðeigandi stjórnvaldi um aðgerðir lögreglu svo fljótt sem auðið er.
Í 15. gr. sömu laga er enn betur farið ofan í saumana hvað almannafrið varðar o.s.frv.:
15. gr. Aðgerðir í þágu almannafriðar, allsherjarreglu o.fl.
1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
2. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.
3. [Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.]1)
4. Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu [skv. 2. og 3. mgr.]1) getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.
5. Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.
6. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af málefnum sem samkvæmt lögum heyra undir önnur stjórnvöld ef það er talið nauðsynlegt til að stöðva eða koma í veg fyrir alvarlega röskun á almannafriði og allsherjarreglu og ekki næst til viðkomandi stjórnvalds eða aðgerðir af þess hálfu eru útilokaðar, þýðingarlausar eða fyrirsjáanlegt er að þær muni hefjast of seint. Tilkynna skal hlutaðeigandi stjórnvaldi um aðgerðir lögreglu svo fljótt sem auðið er.
Miðað við hvað gekk á, má eiginlega frekar segja, að Lögreglan hefði mátt beita sér meira. Slíkt hefði þó verið óskynsamlegt við þær aðstæður sem ríktu. Dómsmálaráðherra og lögreglustjóri hafa fullkomalega gert sér grein fyrir því, að slíkt hefði verið líkt og að kasta olíu á eldinn og að átökin hefðu aðeins stigmagnast í kjölfarið.
Framkoma lögreglu og dómsmálaráðherra í vetur við þær erfiðu aðstæður sem ríktu var til fyrirmyndar!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.8.2009 kl. 15:52
Takk fyrir innleggið, Guðbjörn. Það er vissulega umdeilanlegt hvort aðgerðir lögreglunnar "voru til fyrirmyndar" - það er ekki meining mín að úthúða lögreglunni og hennar daglegu störfum - en ef lögreglan hefði beitt sér meira hefði það verið, eins og við erum sammála um, óðs manns æði. Sem sé, ríkisstjórnin hefði orðið undir í þeim átökum, en samfélagið hefði kannski skaddast líka, er það ekki? Sem sé, það var hætt við að reyna að láta hana verja ríkisstjórnina falli!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.8.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.