Varnarmálastofnun er óþörf

Varnarmálastofnun átti aldrei að verða til né að gera samninga um "loftrýmiseftirlit" við aðrar þjóðir og kosta fjármunum til þess. Var það svo ekki þannig að þeir sem það höfðu tekið að sér var svo ekki treyst eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögunum. En á hinn bóginn er það leiðinlegt ef eitthvert sukk hefur átt sér stað í Varnarmálastofnun; niðurlagning hennar á að vera pólitísk ákvörðun en ekki byggð á áliti frá Ríkisendurskoðun um meðferð fjármuna.
mbl.is Ríkisendurskoðun fer yfir innkaup Varnarmálastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Varnamálastofnun varð til vegna algjörs vantrausts þáverandi utanríkisráðherra ISG á þáverandi dómsmálaráðherra BB. ISG vildi ekki að öll varnarmál landsins, varnir gegn innlendri sem utanaðkomandi vá, væru alfarið í höndunum á Herbirni og ofurlögreglustjóra hans. Þess vegna varð þessi Varnamálastofnun til.

Höfum það í huga, þegar við endurskipuleggjum varnarmál þjóðarinnar, að þau geti ekki lent öll í höndunum á einum heróðum kaldstríðskóna, næst þegar þjóðin kýs hann til valda.

Soffía Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Soffía - vissulega nokkuð til í þessu, en ég held samt að ISG hafi skotið verulega yfir markið með þessari stofnun og útþenslu hermála í sambandi við hana.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.7.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband