Banna fjölmiðlaumfjöllun?

Björgólfur Thor segir í yfirlýsingu sem er birt í Mogganum í gær: "Þá hef ég óskað eftir því við lögmann minn að hann kanni stöðu mína í því flóði skipulagðs óhróðurs, véfrétta og lyga sem vef- og fjölmiðlar á Íslandi hafa tekið að sér að dreifa um mig og fyrirtæki mín." Mér er spurn: Hver skipuleggur þenna meinta óhróður? Vill hann ekki að vefmiðlar og aðrir fjölmiðlar heimili fólki að segja skoðun sína á framferði þeirra auðmanna sem komu Íslandi á kaldan klaka? Björgólfur Thor verður vonandi dæmdur fyrir glæpi á eðlilegan hátt fyrir dómstólum, hafi hann framið þá, en hann sleppur ekki undan áliti almennings á framferði, lögmætu, ólögmætu, siðlegu, ósiðlegu, með því að óska eftir ritskoðun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband