Stjórnarandstaðan og vinnufriðurinn

Ég man vel eftir því í október til janúar kvartaði fv. ríkisstjórn hástöfum undan því að hafa ekki vinnufrið til aðgerða. En nú ber svo við að Sjálfstæðisflokkurinn, forystuflokkur fv. ríkisstjórnar, dregur lappirnar.

Auðvitað á að íhuga Icesave-málið vel og ekki setja það á hraðferð í gegnum þingið. En meðan þjarkað er um það er hætt við að önnur mál tefjist sem þingið þarf að taka til meðferðar. Því er ég smeykur um að það sé réttast að fara að afgreiða Icesave.


mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst að Icasave málið sé farið að líkast þófinu sem var um stjórnarskrábreytingar og stjórnlagaþing fyrir kosningarnar í vor. Auðvitað eru þetta gjör ólík mál á flestan hátt, en eitt eiga þau þó sameiginlegt og það er veik von stjórnarandstöðunnar um að koma fleyg í stjórnarsamstarfið. Það tókst ekki í vor, ekki með ESB umsóknunni og því er allt kapp lagt á að draga fram eins marga álitsgjafa og mögulegt er. Það sorglega við þetta allt saman er að stjórnarandstaðan er ekki að hugsa um hag þjóðarinnar, heldur flokkseigendafélaganna. Borgarahreyfingin er ráðvillt, en hefur þó tekið þann pól í hæðina að fylgja þeim stóru með von um smá völd seinna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.7.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Einmitt rétt hjá þér -

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.7.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað það eru margir sérfæðingar í Icesave málinu á Íslandi. Það versta er að þeir hafa allir rétt fyrir sér ( að þeirra mati). Þessar upphrópannir rugla hinn venjulega Íslending. Ég hefði viljað sjá þver pólítískan hóp manna setjast yfir samninginn og skoða hann ofan í kjölinn. Það virðist ekki vera nægilegt að láta hann fara í gegnum þrjár nefndir  með aðkomu allra flokka inn á alþingi. þetta er ekkert gamanmál og stjórnarandstaðann ætti að reyna að horfa á málið út frá þjóðarhag en ekki pólítískumflokkshag.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 24.7.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband