Efni
16.7.2009 | 20:29
Evrópusinnar = Evrópusambandssinnar??
Ég held að það sé blaðamaðurinn sem var að rugla því að "Evrópusinni" er allt, allt annað en Evrópusambandssinni. Það er nefnilega hægt að vera andstæðingur andlýðræðislegra, kapítalískra samtaka eins og ESB eða NATÓ en um leið alþjóðasinni. Ég óttast að nú muni einangrunarstefnu vaxa fiskur um hrygg í baráttunni gegn ESB-aðild, því að þótt ESB sé um margt ólýðræðislegur félagsskapur er einangrunarstefna fremur háskaleg, mun háskalegri.
Evrópusinnar ættu að hafa áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Mistök hins opinbera
- Áreitni yfirmanna innan McDonald’s
- Árið 2025 geti orðið hagfellt á skuldabréfamarkaði
- Grunur um samráð apóteka
- Mikið magn kemur aldrei í plötubúðir
- Tækifæri felist í tvískráningu
- Jón Garðar nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi
- Orðalag vekur ugg vegna nýrrar stjórnar
- Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta í ISNIC
- Kaupréttarkerfin mikilvæg
Athugasemdir
Reyndar er munurinn ekki mikill þegar 27 Evrópuríki eru orðnir aðilar, 3 að auki með aukaaðild í gegnum EES og loks 5 sem hafa sótt um og bíða meðferðar og samninga.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.7.2009 kl. 20:48
Jú, það er mikill munur á Evrópusinni og Evrópusambandssinni - og munurinn verður enn meiri ef "and-" er sett fyrir framan.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 21:15
Helgi, Evrópusambandið er pólitískt fyrirbæri, Evrópa fyrst og fremst landfræðilegt. Evrópusinnar eru ekki sízt þeir sem aðhyllast hin klassísku evrópsku gildi um lýðræði, frelsi, frjáls viðskipti, valddreifingu o.s.frv. sem Evrópusambandið er andstæðan við.
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.7.2009 kl. 21:37
Takk fyrir sundurgreininguna, Hjörtur. Reyndar held ég "Evrópusinnar" sé miklu víðtækara en þú nefnir, en ætli það sé ekki líka merkingarlaust hugtak. Eða er það andstæða við Ameríkusinna? Eitt veit ég að ég aðhyllist alþjóðasamstarf og Evrópusamstarf, og tek þátt í því, en ég hef alvarlegar efasemdir um ESB (svo lítið sé sagt), þótt ég við þessar aðstæður muni leggja mesta áherslu á að íslenskt samninganefndarfólk standi sig vel og af heilum hug.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 22:16
Í daglegu tali almennings og frétta merkja orð einfaldlega það sem almenningur skilur eða meinar með þeim. - „Evrópusinni“ er ekki hugtak úr landafræði.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.7.2009 kl. 01:38
Það er hluti af yfirgangi þeirra er aðhyllast aðild Íslands að Evrópusambandinu að blanda saman stuðningi við þátttöku Íslands í Evrópusamstarfi og aðild að Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu, t.d. hlynntir þátttöku í Evrópuráðinu eða menntaáætlunum. Ég þekki marga sem eru hlynntir samstarfi okkar við önnur Evrópuríki en eru andvígir aðild að ofangreindum pólítískum fyrirbrigðum. Eru þeir þá ekki "Evrópusinnar"?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.7.2009 kl. 07:16
Sæll Ingólfur
Ég hef notað þetta orð Evrópusinni þegar ég hef verið spurður um afstöðu mína til ESB. Það er kanski ekki nægilega skýrt eins og þú bendir á - en það er mikið til í því sem Helgi J skrifar - það eru ekki margar Evrópuþjóðir utan ESB/EES.
En af virðingu við þig þá ætla ég að lýsa mig Evrópusambandssinna framvegis.
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.7.2009 kl. 10:22
Það er mikill og útbreiddur misskilningur sem mikið er haldið á lofti af þeim sem styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu að andstaða við aðild jafngildi einangrun eða því að aðhyllast einangrun.
Þvert á móti eru flestir þeir sem ég þekki, sem og ég sjálfur, þeirrar skoðunar að við íslendingar eigum að vera í samskiptum og viðskiptum við sem flest ríki þar með talið Evrópuríkið. Við teljum hins vegar bara okkur betur til þess fallna að sjá um þau samskipti sjálfir frekar en að ganga inn í Evrópuríkið og einangrast þannig.
Jón Árni Bragason 17.7.2009 kl. 11:10
Einangrun getur birst með ýmsu móti. Gjaldeyrishöft eru ein birtingarmynd einangrunar. Menn þurfa ekki að aðhyllast einangrun þótt hún verði samt hlutskipti þeirra. Þú skrifar „Evrópuríkið“, það segir mikið um þína afstöðu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.7.2009 kl. 11:45
Sæll Ingólfur.
Þetta er mikið rétt hjá þér.
Á sama hátt og margir eru Ameríkusinnaðir þá eru enn fleiri Evrópusinnaðir. Hvorugur hópurinn vill endilega gerast aðili að klúbbum.
Ég hef lengi séð í rökum ESB andstæðinga birtingarmynd ólíkra hugarheima. Þeirra sem telja allt vera vont í Evrópu en gott í Ameríku, hinna sem eru bara á móti öllu alþjóðlegu samstarfi,- getum nefnt þá einangrunarsinna eða lýst með nýyrðinu útnæringar, og svo þess hóps sem vilja verja sérhagsmuni sem hugsanlega geta tapast ef komið er of nálægt hinum "kapítalíska" félagsskap (bændur og útgerðarmenn). Sameiginlegt slagorð hefur orðið "verjum fullveldið". Nú er hefur þessi hópur orðið fjölbreyttari, inn er komið fólk (þar á meðal Evrópusinnar) sem veit ekkert í hvorn fótinn það á að stíga.
Hópur ESB meðmælenda er nokkru fjölbreyttari. Þar er að finna Evrópusinna, einhverja sem fyrirlíta Bandarískt þjóðfélag, sérhagsmunahópa (verslun, iðnað og þjónustu), launþegasamtök, embættismenn sem langar að komast á "spenann" og svo þá sem eru orðnir algjörlega ráðvilltir.
Sameiginleg slagorð eru "lækkun matarverðs, lægri vextir, og stöðugur gjaldmiðill"
Hóparnir sem hafa myndað sér ákveðna skoðun nú þegar munu ekki sveigja af leið hvað sem kemur út úr aðildarviðræðum. Það er hinn óvissi hópur sem vill sjá hvað ESB táknar fyrir Ísland og hagsmuni almennings. Sá hópur mun ráða úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Þess vegna þarf að klára dæmið og enda þetta bölvað ESB þras.
Jóhann F Kristjánsson 17.7.2009 kl. 12:23
Þetta er hárrétt hjá Ingólfi. Evrópusambandið er pólitískt batterí. Menn geta verið Evrópusinnar í þeim skilningi að þeir séu hlynntir Evrópsku samstarfi og Evrópskri menningu án þess að þeir séu hlynntir ESB.
Einum getur þótt gott að búa í Kópavogi án þess að hann fíli pólitíska arfleifð Gunnars Birgissonar. Annar getur verið mikill Vesturbæingur í hjarta sínu án þess að halda með KR. Þeim þriðja gæti þótt ESB vera til fyrirmyndar sem ríkjabandalag en verið skítsama um menningu álfunnar.
Þetta hljóta allir að sjá.
Kristinn 17.7.2009 kl. 18:16
Hjálmtýr, Jón Árni, Einar, Jóhann og Kristinn - þakka ykkur fyrir innlitið og ágætar umræður, gaman að sjá þær við komu inn til Akureyrar eftir nokkurra daga dvöl í Mývatnssveitinni
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.7.2009 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.