Evrópusinnar = Evrópusambandssinnar??

Ég held að það sé blaðamaðurinn sem var að rugla því að "Evrópusinni" er allt, allt annað en Evrópusambandssinni. Það er nefnilega hægt að vera andstæðingur andlýðræðislegra, kapítalískra samtaka eins og ESB eða NATÓ en um leið alþjóðasinni. Ég óttast að nú muni einangrunarstefnu vaxa fiskur um hrygg í baráttunni gegn ESB-aðild, því að þótt ESB sé um margt ólýðræðislegur félagsskapur er einangrunarstefna fremur háskaleg, mun háskalegri.
mbl.is Evrópusinnar ættu að hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar er munurinn ekki mikill þegar 27 Evrópuríki eru orðnir aðilar, 3 að auki með aukaaðild í gegnum EES og loks 5 sem hafa sótt um og bíða meðferðar og samninga.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.7.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jú, það er mikill munur á Evrópusinni og Evrópusambandssinni - og munurinn verður enn meiri ef "and-" er sett fyrir framan.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Helgi, Evrópusambandið er pólitískt fyrirbæri, Evrópa fyrst og fremst landfræðilegt. Evrópusinnar eru ekki sízt þeir sem aðhyllast hin klassísku evrópsku gildi um lýðræði, frelsi, frjáls viðskipti, valddreifingu o.s.frv. sem Evrópusambandið er andstæðan við.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.7.2009 kl. 21:37

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir sundurgreininguna, Hjörtur. Reyndar held ég "Evrópusinnar" sé miklu víðtækara en þú nefnir, en ætli það sé ekki líka merkingarlaust hugtak. Eða er það andstæða við Ameríkusinna? Eitt veit ég að ég aðhyllist alþjóðasamstarf og Evrópusamstarf, og tek þátt í því, en ég hef alvarlegar efasemdir um ESB (svo lítið sé sagt), þótt ég við þessar aðstæður muni leggja mesta áherslu á að íslenskt samninganefndarfólk standi sig vel og af heilum hug.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 22:16

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Í daglegu tali almennings og frétta merkja orð einfaldlega það sem almenningur skilur eða meinar með þeim. - „Evrópusinni“ er ekki hugtak úr landafræði.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.7.2009 kl. 01:38

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er hluti af yfirgangi þeirra er aðhyllast aðild Íslands að Evrópusambandinu að blanda saman stuðningi við þátttöku Íslands í Evrópusamstarfi og aðild að Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu, t.d. hlynntir þátttöku í Evrópuráðinu eða menntaáætlunum. Ég þekki marga sem eru hlynntir samstarfi okkar við önnur Evrópuríki en eru andvígir aðild að ofangreindum pólítískum fyrirbrigðum. Eru þeir þá ekki "Evrópusinnar"?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.7.2009 kl. 07:16

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ingólfur

Ég hef notað þetta orð Evrópusinni þegar ég hef verið spurður um afstöðu mína til ESB. Það er kanski ekki nægilega skýrt eins og þú bendir á - en það er mikið til í því sem Helgi J skrifar - það eru ekki margar Evrópuþjóðir utan ESB/EES.

En af virðingu við þig þá ætla ég að lýsa mig Evrópusambandssinna framvegis.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.7.2009 kl. 10:22

8 identicon

Það er mikill og útbreiddur misskilningur sem mikið er haldið á lofti af þeim sem styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu að andstaða við aðild jafngildi einangrun eða því að aðhyllast einangrun.

Þvert á móti eru flestir þeir sem ég þekki, sem og ég sjálfur, þeirrar skoðunar að við íslendingar eigum að vera í samskiptum og viðskiptum við sem flest ríki þar með talið Evrópuríkið. Við teljum hins vegar bara okkur betur til þess fallna að sjá um þau samskipti sjálfir frekar en að ganga inn í Evrópuríkið og einangrast þannig.

Jón Árni Bragason 17.7.2009 kl. 11:10

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Einangrun getur birst með ýmsu móti. Gjaldeyrishöft eru ein birtingarmynd einangrunar. Menn þurfa ekki að aðhyllast einangrun þótt hún verði samt hlutskipti þeirra. Þú skrifar „Evrópuríkið“, það segir mikið um þína afstöðu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.7.2009 kl. 11:45

10 identicon

Sæll Ingólfur.

Þetta er mikið rétt hjá þér.

Á sama hátt og margir eru Ameríkusinnaðir þá eru enn fleiri Evrópusinnaðir. Hvorugur hópurinn vill endilega gerast aðili að klúbbum.

Ég hef lengi séð í rökum ESB andstæðinga birtingarmynd ólíkra hugarheima. Þeirra sem telja allt vera vont í Evrópu en gott í Ameríku, hinna sem eru bara á móti öllu alþjóðlegu samstarfi,- getum nefnt þá einangrunarsinna eða lýst með nýyrðinu útnæringar, og svo þess hóps sem vilja verja sérhagsmuni sem hugsanlega geta tapast ef komið er of nálægt hinum "kapítalíska" félagsskap (bændur og útgerðarmenn). Sameiginlegt slagorð hefur orðið "verjum fullveldið". Nú er hefur þessi hópur orðið fjölbreyttari, inn er komið fólk (þar á meðal Evrópusinnar) sem veit ekkert í hvorn fótinn það á að stíga.

Hópur ESB meðmælenda er nokkru fjölbreyttari. Þar er að finna Evrópusinna, einhverja sem fyrirlíta Bandarískt þjóðfélag, sérhagsmunahópa (verslun, iðnað og þjónustu), launþegasamtök, embættismenn sem langar að komast á "spenann" og svo þá sem eru orðnir algjörlega ráðvilltir.
Sameiginleg slagorð eru "lækkun matarverðs, lægri vextir, og stöðugur gjaldmiðill"
Hóparnir sem hafa myndað sér ákveðna skoðun nú þegar munu ekki sveigja af leið hvað sem kemur út úr aðildarviðræðum. Það er hinn óvissi hópur sem vill sjá hvað ESB táknar fyrir Ísland og hagsmuni almennings. Sá hópur mun ráða úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Þess vegna þarf að klára dæmið og enda þetta bölvað ESB þras.

Jóhann F Kristjánsson 17.7.2009 kl. 12:23

11 identicon

Þetta er hárrétt hjá Ingólfi. Evrópusambandið er pólitískt batterí. Menn geta verið Evrópusinnar í þeim skilningi að þeir séu hlynntir Evrópsku samstarfi og Evrópskri menningu án þess að þeir séu hlynntir ESB.

Einum getur þótt gott að búa í Kópavogi án þess að hann fíli pólitíska arfleifð Gunnars Birgissonar. Annar getur verið mikill Vesturbæingur í hjarta sínu án þess að halda með KR. Þeim þriðja gæti þótt ESB vera til fyrirmyndar sem ríkjabandalag en verið skítsama um menningu álfunnar.

Þetta hljóta allir að sjá.

Kristinn 17.7.2009 kl. 18:16

12 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hjálmtýr, Jón Árni, Einar, Jóhann og Kristinn - þakka ykkur fyrir innlitið og ágætar umræður, gaman að sjá þær við komu inn til Akureyrar eftir nokkurra daga dvöl í Mývatnssveitinni

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.7.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband