Efni
16.7.2009 | 20:22
Bíðið við, ekkert gagn af formennsku Svía?
Bíðið nú hæg - ég er búinn að heyra um í allt vor af hálfu ýmissa Evrópusambandssinna að það sé svo mikilvægt að koma aðildarumsókn til sambandsins meðan Svíar fara með forystuna, en sver Reinfeldt það af sér, þetta sé staðlað ferli. Er þetta fyrsta blekkingin af þeirri hálfu sem kemur í ljós? Ekki einu sinni hálfum degi eftir samþykkt Alþingis. Skamm!
Umsókn metin á staðlaðan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Bjóstu við nokkru öðru,ég held að Svíar séu okkur ekki svo afar vinveittir,líta á okkur sem litla óþæga krakka.
Ragnar Gunnlaugsson, 16.7.2009 kl. 21:16
Nei, Ragnar, ég tel ekki að það skipti nokkru máli hvort Svíar eru í forystu fyrir ESB þegar umsóknin berst, og þess vegna hefði mátt flýta sér hægar. Og ég bjóst ekki við það myndi skipta máli og taldi þess háttar "rök" vera blekkingarvef en í besta falli algeran barnaskap.
En ég held að Svíar séu nú samt vinveitt þjóð og ég hef afar góða sögu að segja af samstarfi mínu við sænska kollega, alveg til fyrirmyndar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 21:32
Ég held að þú gerir of mikið úr þessari athugasemd Reinfeldts. Hvað átti hann annars að segja - við ætlum að sleppa staðlaða ferlinu? Hægt er að létta undir á ýmsa lund þó að fylgt sé staðlað ferli. Þannig að ekki hefur blekkingin verið afhjúpuð vegna þessa.
Ég skynja mikla tilfinningasemi og litla röksemdafærslu í athugasemd þína. Þegar menn eru búnir að ákveða sig er sjálfsagt lítil þörf fyrir rökræður.
Ég vona að Íslendingar nái góðan samning. Reikna með að vera orðinn ríkisborgari þegar kemur að því að kjósa og mun þá taka afstöðu til samningsins. Annars er ég með sænskt vegabréf og get ekki séð að Svíar hafi glatað sjálfstæði sitt á neinn afgerandi hátt við því að ganga í Evrópubandalagið. Ég var reyndar mikill EB-andstæðingur á yngri árum en held í dag að aðild sé meira jákvæð en neikvæð fyrir Svíþjóð. Eftir á að hyggja held ég einnig að Svíar hafi kosið vitlaust varðandi evruna.
Christer Magnusson, 16.7.2009 kl. 21:46
Takk fyrir ábendinguna, Christer. Ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér um sjálfstæðið og Svía, og höfðu þó Svíar meiru að glata sem hlutlaus þjóð utan hernaðarbandalaga. Ef Ísland var einhvern tíma "fullvalda" var það nefnilega helst á millistríðsárunum þegar Danir fóru með utanríkismálin og engir Bretar eða Kanar hér með her.
Hvort blekking verið afhjúpuð: Ég hef ekki kynnt mér "staðlað" ferli umsóknar í ESB og hefði ætlað að þeir sem hafa sóst eftir því við sæktum um það myndu kynna það fyrir okkur sem höfum minni áhuga, en hlustum samt á rökin. Þau rök að okkur liggi á að sækja um út af formennsku Svía eru léttvæg, en ekki vegna þess að Svíar muni ekki styðja okkar málstað, sennilega fremur en flestar aðrar þjóðir. Norðurlandasamstarfið sýnir hvar vinátta þjóða liggur.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.