Sannfæring vinstri grænna og Birgir Ármannsson

Það ótrúlega gerðist að mér blöskraði þegar ég heyrði Birgi Ármannsson gera grein fyrir atkvæði sínu í dag. Honum var greinilega mikið niðri fyrir um meintar væringar innan vinstri grænna, og forseti þings þurfti að slá allhressilega í bjölluna og minna hann á að hann var í ræðustól til að gera grein fyrir atkvæði sínu en ekki til að segja ljótt.

Ég held að andstæðingum flokks okkar verði samt ekki kápan úr því klæðinu í þeirri ósk sinni að flokkurinn klofni. Aðildarumsóknin er erfitt verkefni og nú er ekki um að annað að velja en að reyna að ná sem bestum samningi. Ég er hóflega bjartsýnn.


mbl.is Fjölþætt sannfæring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er nú með fjölþættari viðtölum sem ég hef heyrt, að lofa kjósendum því að þeir geti treyst því að VG standi gegn aðild, greiða atkvæði með því að sækja um aðild vegna stjórnarsáttmála sem gerður var viku seinna í andstöðu við eitt helsta kosningaloforðið.

Þau verða væntanlega fjölþætt og flókin kosningaloforðin fyrir næstu kosningar og þar ætla ég ekki að undanskilja neinn stjórnmálaflokk sem nú situr á Alþingi.

Heitir þetta ekki að ætla að hanga á stólunum hvað sem það kostar?

Magnús Sigurðsson, 16.7.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Einkennilegasta notkun á orðinu sannfæring sem ég hef nokkurn tíma heyrt.Greinilega ofurást á stólnum því svo hefur engin flokkur gengið  erinda AGS og erlendra kröfuhafa jafnmikið og afdráttarlaust eins og VG. Má ekki bara hafa róbóta í stólunum eða dúkkur.Það kostar minna.

Einar Guðjónsson, 16.7.2009 kl. 18:45

3 identicon

Þvílikir lýðskrumarar þessir kommatittir, allt gera þeir fyrir stólanna,hafi þeir ævarandi skömm fyrir framkomu sína í dag,og megi þeir aldrei þrífast.

magnús steinar 16.7.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Magnús, Einar og Magnús Steinar: Takk fyrir innlitið. Gættu þín á orðbragðinu, Magnús Steinar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband