Friðum Gjástykki!

Umhverfisverndarsamtök vilja að Gjástykki verði verndað fyrir hvers konar raski vegna þess að þessi staður hefur mikið náttúruverndargildi þar sem hann er einn þeirra staða í heiminum þar sem best sést hvernig landrek birtist, sjá m.a. færslu um Gjástykki frá 2008 og færslu frá 2007. Ástæða er til að skora á umhverfisráðherra að huga að friðlýsingu Gjástykkis.

Vissulega er það áfangi að hafa fengið það í gegn að ekki megi bora í rannsóknarskyni þar nema að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Rannsóknarboranir kosta hins vegar sitt og það er auðvitað hverjum manni ljóst að virkjunaraðilar fara ekki út í þær nema þeir ætli sér að virkja. Við sem viljum vernda Gjástykki viljum ekkert rask þar og teljum að kostnaður við rannsóknarboranir sé óásættanlegur ef þar verður svo aldrei virkjað. Slíkur kostnaður er svo sem aldrei ásættanlegur - en núna er íslenska ríkið stórskuldugt og Landsvirkjun líka. Rannsóknarborunum sem leiða til þeirra niðurstöðu að þar sé vinnanleg orka og síðan er ekki virkjað má auðvitað líkja við bjölluat, hina frægu líkingu Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, um umsókn um aðild að Evrópusambandinu sé eins og hvert annað bjölluat af hálfu þeirra sem eru fyrir fram á móti aðildinni.


mbl.is Leita umsagna um rannsóknarboranir í Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband