Vitlaus Árni krafinn um afsökunarbeiðni?

Ég held að Ragnheiður Elín Árnadóttir ætti fremur að biðja samflokksmann sinn úr hennar eigin kjördæmi að biðja einhvern afsökunar - en rétt í þess var ég að hlusta á Árna Johnsen ræða um vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum og hóta slitum samstarfs við þær. Ísland má þakka fyrir að okkar ágætu frændþjóðir að, nú sem fyrr. Við höfum margt af þeim þegið, bæði menntun og margvíslegan stuðning. Ef til vill umfram allt að hafa verið í samstarfi við þær á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir smæð okkar. Ég held að svo verði áfram, a.m.k. svo lengi sem sjónarmið eins og þau sem Árni Johnsen setti fram fá ekki hljómgrunn hér á landi. Fái þau hljómgrunn verðum við fullkomlega einangruð hvarvetna. Það væri ekki gott.


mbl.is Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úps !  Virðist vera koma betur og betur í ljós að þeir eru báðir tiltölulega jafnvitlausir !

Hilmar Sigurðsson 14.7.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er ekki nokkur sála sem tekur Árna alvarlega nema drukknir brekkusöngvarar

Finnur Bárðarson, 14.7.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Hilmar og Finnur. Kannski eins gott, a.m.k. þegar svona er látið, Finnur.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.7.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband