Leynd = pukur?

Eflaust þurfa þeir sem vinna að flóknum fjármálalegum "gjörningum", svo notað sé orðalag eins af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að hafa vinnufrið. En hvers konar leynd af þeim toga sem hér er lýst veldur tortryggni, það erum við búin að sjá og heyra í vetur. Við viljum geta treyst því að ekki sé verið að pukrast með eitthvað, að ekki sé verið að fara á bak við okkur, plata okkur, eins og banka"ræningjarnir" komust upp með í skjóli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.


mbl.is Leynd ekki aflétt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á ekki orð yfir málflutningi sjálfsæðismanna á alþingi. Þau láta eins og þau ein geti stjórnað og eru með málalengingar og skítkast sem er ótrúlega barnalegt. Fáránlegt !

Hvet fólk til að fylgjast með umræðum á alþingi. Það er ansi fróðlegt.

Ína 13.7.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sammála þessu, Ína

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband