24.6.2009 | 11:56
Ekki lengur trúfélags-sóknargjald til Háskóla Íslands
Ein af ţeim breytingum sem lagt er til ađ nú verđi er sú ađ ríkissjóđur hćtti ađ greiđa sóknargjald til Háskóla Íslands fyrir okkur sem erum ekki í trúfélagi. Ţetta hefur auđvitađ veriđ fráleitur gjörningur. Hann hefur ekki bein áhrif á fjárhag ríkissjóđs ţar sem mér skilst ađ ţađ eigi ađ veita sambćrilegri upphćđ til HÍ. Hér er ađ neđan rökstuđningur eins og hann kemur fram í frumvarpi til laga um ráđstafanir ríkisfjármálum:
"Lögbođin framlög úr ríkissjóđi til ţjóđkirkjusafnađa, skráđra trúfélaga og Háskóla Íslands, svonefnd sóknargjöld, eru ákvörđuđ međ ţeim hćtti ađ ákveđin grunnfjárhćđ hćkkar milli ára skv. 3. tölul. 2. gr. laganna međ ţví ađ ofan á hana bćtist hćkkun sem kann ađ verđa á međaltekjuskattstofni einstaklinga á öllu landinu milli nćstliđinna tekjuára á undan tekjuárinu. Framlagiđ reiknast fyrir alla einstaklinga, 16 ára og eldri, og er deilt út til ţjóđkirkjusafnađa, skráđra trúfélaga samkvćmt lögum um skráđ trúfélög nr. 108/1999 og Háskólasjóđs. Rétt er ađ benda á í ţessu sambandi ađ ţrátt fyrir nafngiftina innheimtir ríkiđ í reynd engin sóknargjöld heldur er um ţađ ađ rćđa ađ framlagiđ er reiknađ samkvćmt lögum á grundvelli framangreindra viđmiđa. Til ţess ađ ná fram ţeim samdrćtti í útgjöldum ríkisins sem nú er stefnt ađ er nauđsynlegt ađ lćkka ţá fjárhćđ sem greiđist til ţjóđkirkjusafnađa og skráđra trúfélaga. Framlag sem er greitt fyrir einstaklinga sem hvorki eru í ţjóđkirkjunni né skráđu trúfélagi samkvćmt lögum nr. 108/1999 rennur til Háskólasjóđs hjá Háskóla Íslands. Ţetta framlag vegna einstaklinga utan trúfélaga tengist ekki beint neinum útgjöldum sem stofnast vegna trúarskođana fólks til trúariđkunar líkt og gildir hjá skráđum trúfélögum, ţ.m.t. ţjóđkirkjunni. Ţá er framlagiđ arfleifđ frá fyrri tíđ ţegar ađeins einn háskóli var í landinu og á sér ekki hliđstćđu gagnvart öđrum háskólum, auk ţess sem ţađ ţykir ekki falla vel ađ árlegri fjárlagagerđ um háskólastigiđ. Ţykir eđlilegra ađ ţetta fyrirkomulag framlagsins til Háskólasjóđs verđi afnumiđ og ađ í stađ ţess komi bein fjárveiting úr ríkissjóđi."
Á hinn bóginn má spyrja sig sem svo hvers vegna á ekki ađ stíga ţađ skref ađ leyfa sambćrileg gjöld og sóknargjöldin til annarra lífsskođunarfélaga, sjá fyrra blogg.Einblíni meira á niđurskurđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Rikid s.s. tekur skatt af ţeim sem tilheyra ekki trufelagi bara af ţvi ţad er vant ţvi...
Rugl er ţetta, trufelog geta sed um eigin fjarmal sem og onnur felog.
SM, 24.6.2009 kl. 12:23
Takk fyrir innlitiđ, Sylvía. Í grunninn er ég ţér auđvitađ sammála um ađ trúfélög geti innheimt sín gjöld sem önnur félög. En máliđ er ef til vill ekki svo einfalt: Stjórnarskráin gerir ráđ fyrir trú sem mikilvćgum ţćtti í lífi fólks, ég held flest ákvćđi um mannréttindi líka. Íslenska ţjóđkirkjan gegnir mikilvćgum hlutverkum í íslenska velferđarsamfélaginu - og ég er ekki viss um ađ ţetta vćri besti tíminn til ađ gera róttćkar breytingar á sóknargjöldunum.
Engu ađ síđur eru ţađ líka mannréttindi ađ njóta jafnrćđis á viđ ţá sem eru í trúfélögum um ađ fá ađ ráđstafa sambćrilegum fjármunum til annarra verkefna.
Ríkiđ innheimtir engan sérstakan skatt vegna trúarbragđa heldur er upphćđin tekin úr sameiginlegum sjóđi, eins og fram kemur í ţví sem ég setti inn í fćrsluna hér ađ ofan.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.6.2009 kl. 19:49
Ţađ er einnig hćgt ađ rjúfa tengsl milli ríkis og kirkju međ stjórnarskrárbreytingu. Mér finnst ţađ skođunar virđi.
Gísli Baldvinsson 24.6.2009 kl. 22:27
Takk fyrir innlitiđ, Gísli
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.6.2009 kl. 20:20
Sammála ađ ţađ sé rökréttara sem fyrsta skref ađ leyfa sóknargjald ađ renna til lífsskođunarfélaga,sennilega háđ einhverjum skilyrđum um starfsemina, frekar en ađ fella öll sóknargjöld niđur "yfir nóttu".
Systirfélag Siđmenntar í Noregi, Human-Etisk Forbund hefur fengiđ peninga frá ríkinu í áratugi, en bara ađ mér skilst fyrir ţá sem borga líka bein ađildargjöld til félagsins.
Morten Lange, 27.6.2009 kl. 10:43
Takk fyrir innlitiđ og ábendingarnar, Morten.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2009 kl. 18:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.