Ekki lengur trúfélags-sóknargjald til Háskóla Íslands

Ein af þeim breytingum sem lagt er til að nú verði er sú að ríkissjóður hætti að greiða sóknargjald til Háskóla Íslands fyrir okkur sem erum ekki í trúfélagi. Þetta hefur auðvitað verið fráleitur gjörningur. Hann hefur ekki bein áhrif á fjárhag ríkissjóðs þar sem mér skilst að það eigi að veita sambærilegri upphæð til HÍ. Hér er að neðan rökstuðningur eins og hann kemur fram í frumvarpi til laga um ráðstafanir ríkisfjármálum:

"Lögboðin framlög úr ríkissjóði til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskóla Íslands, svonefnd sóknargjöld, eru ákvörðuð með þeim hætti að ákveðin grunnfjárhæð hækkar milli ára skv. 3. tölul. 2. gr. laganna með því að ofan á hana bætist hækkun sem kann að verða á meðaltekjuskattstofni einstaklinga á öllu landinu milli næstliðinna tekjuára á undan tekjuárinu. Framlagið reiknast fyrir alla einstaklinga, 16 ára og eldri, og er deilt út til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga samkvæmt lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 og Háskólasjóðs. Rétt er að benda á í þessu sambandi að þrátt fyrir nafngiftina innheimtir ríkið í reynd engin sóknargjöld heldur er um það að ræða að framlagið er reiknað samkvæmt lögum á grundvelli framangreindra viðmiða. Til þess að ná fram þeim samdrætti í útgjöldum ríkisins sem nú er stefnt að er nauðsynlegt að lækka þá fjárhæð sem greiðist til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga. Framlag sem er greitt fyrir einstaklinga sem hvorki eru í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 108/1999 rennur til Háskólasjóðs hjá Háskóla Íslands. Þetta framlag vegna einstaklinga utan trúfélaga tengist ekki beint neinum útgjöldum sem stofnast vegna trúarskoðana fólks til trúariðkunar líkt og gildir hjá skráðum trúfélögum, þ.m.t. þjóðkirkjunni. Þá er framlagið arfleifð frá fyrri tíð þegar aðeins einn háskóli var í landinu og á sér ekki hliðstæðu gagnvart öðrum háskólum, auk þess sem það þykir ekki falla vel að árlegri fjárlagagerð um háskólastigið. Þykir eðlilegra að þetta fyrirkomulag framlagsins til Háskólasjóðs verði afnumið og að í stað þess komi bein fjárveiting úr ríkissjóði."

Á hinn bóginn má spyrja sig sem svo hvers vegna á ekki að stíga það skref að leyfa sambærileg gjöld og sóknargjöldin til annarra lífsskoðunarfélaga, sjá fyrra blogg.
mbl.is Einblíni meira á niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

Rikid s.s. tekur skatt af þeim sem tilheyra ekki trufelagi bara af þvi þad er vant þvi...

Rugl er þetta, trufelog geta sed um eigin fjarmal sem og onnur felog.

SM, 24.6.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Sylvía. Í grunninn er ég þér auðvitað sammála um að trúfélög geti innheimt sín gjöld sem önnur félög. En málið er ef til vill ekki svo einfalt: Stjórnarskráin gerir ráð fyrir trú sem mikilvægum þætti í lífi fólks, ég held flest ákvæði um mannréttindi líka. Íslenska þjóðkirkjan gegnir mikilvægum hlutverkum í íslenska velferðarsamfélaginu - og ég er ekki viss um að þetta væri besti tíminn til að gera róttækar breytingar á sóknargjöldunum.

Engu að síður eru það líka mannréttindi að njóta jafnræðis á við þá sem eru í trúfélögum um að fá að ráðstafa sambærilegum fjármunum til annarra verkefna.

Ríkið innheimtir engan sérstakan skatt vegna trúarbragða heldur er upphæðin tekin úr sameiginlegum sjóði, eins og fram kemur í því sem ég setti inn í færsluna hér að ofan.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.6.2009 kl. 19:49

3 identicon

Það er einnig hægt að rjúfa tengsl milli ríkis og kirkju með stjórnarskrárbreytingu. Mér finnst það skoðunar virði.

Gísli Baldvinsson 24.6.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Gísli

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.6.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Morten Lange

Sammála að það sé rökréttara sem fyrsta skref að leyfa sóknargjald að renna til lífsskoðunarfélaga,sennilega háð einhverjum skilyrðum um starfsemina, frekar en að fella öll sóknargjöld niður "yfir nóttu".

Systirfélag Siðmenntar í Noregi,  Human-Etisk Forbund hefur fengið peninga frá ríkinu í áratugi, en bara að mér skilst fyrir þá sem borga líka bein aðildargjöld til félagsins.

Morten Lange, 27.6.2009 kl. 10:43

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og ábendingarnar, Morten.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband