Birgir vottar heilbrigði Bankasýslunnar með aðfinnslum sínum

Mér hefur virst í umræðunum í vetur að það hafi verið vísbending um að eitthvað jákvætt sé verið að gera þegar Birgir Ármannsson byrjar að gagnrýna (ef vill má segja að hann tuði og nöldri fremur en gagnrýni), sbr. meinta leynd sem hann kvartaði undan í vetur. Hann kvartar undan því að umstang muni fylgja þessari stofnun. Bankasýslan lengir leiðina frá stjórnmálamönnunum til bankanna sem er markmið í sjálfu sér, en umfram allt sýnist mér tilvist hennar gera bankamálin gagnsærri og faglegri og jafnframt að þannig geti fjármálaeftirlit og seðlabanki verið óháðar fag- og eftirlitsstofnanir meðan þessi stofnun sjái um framkvæmdir. Er það ekki jákvætt að mati Birgis og flokkssystkina hans? Veit Birgir ekki að einkavæðingunni fylgir kerfi ýmissa stofnana ríkisins? Nema hann vilji að þær séu of veikar og lélegar eins og sýndi sig á árunum fyrir hrunið.


mbl.is Ekki tími nýrra stofnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Er það vottur um heilbrigt efnahagslíf þegar að ríkið ætlar með stofnum Bankaumsýslu að festa ríkisvæðingu bankakerfisins í sessi gegn einkareknum bönkum? Er það heilbrigt að ríkið sé í stórum stíl að taka til sín fyrirtæki með versnandi þjónustu við kúnnanna, versnandi starfsumhverfi fyrir starfsfólkið og í bullandi samkeppni við þau fyrirtæki sem að þó lifa enn ? Er það vottur um heilbrigði að það sé hlutverk ríkissjóðs að reka banka og fyrirtæki?

Ef að ríkisreknir bankar og ríkisrekin fyrirtæki eiga að taka og að það sé svona rosalega heilbrigt í þínum huga þá ættir þú virkilega að fara að endurskoða þínar hugmyndir um heilbrigði.

Jóhann Pétur Pétursson, 22.6.2009 kl. 07:34

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Jóhann Pétur. Það er rétt að ástandið í dag er alls ekki heilbrigt en það er heilbrigðismerki að setja markmið eins og með Bankasýslunni. Dæmi um þar sem ríkið situr uppi með rekstur er stór hluti bókaverslunar, sbr. færslu mína á undan um bókabúð á Laugaveginum.

En ég andmæli sérstaklega viðhorfum þínum gagnvart ríkisstarfsmönnum. Hvorki er þjónustan verri né starfsumhverfið. Við búum t.d. við gagnsæi um launataxta og það er einfaldlega rangt að þjónustugæði fari eftir rekstrarformi.

Reyndar eru sparisjóðirnir sem eru reknir af félögum ef til með bestu þjónustu bankastofnana. Og kannski er félagaformið besta eignarhaldsformið. En sem betur fer vinnur flest fólk vel og af trúmennsku.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.6.2009 kl. 07:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér Ingólfur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 09:03

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Jenný

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.6.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband