Efni
5.6.2009 | 11:40
Verra ef Össur hefði týnst á Möltu
Mér finnst umræðan um Möltuferð Össurar mjög skemmtileg. Eftir yfirlýsingu Jóhönnu þýðir hins vegar lítið að halda því fram að hún hafi verið farin vegna gagnaöflunar ríkisstjórnarinnar til að setja sér sem skýrust samningsmarkmið eða afla upplýsinga um hvernig best sé að semja við ESB. Ef svo hefði verið hefði forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, hin heita stuðningsmanneskja þess að gengið verði í ESB, auðvitað lagt á ráðin með Össuri um ferðalagið.
Svo er spurning um tilkynningaskyldu ráðherranna: Þarf ekki forsætisráðherra á viðsjárverðum tíma að geta náð í ráðherrana með stuttum fyrirvara? Ekki að Össur og aðrir ráðherrar megi ekki, mín vegna, hafa ferðafrelsi. Mér finnst jákvætt að ráðherrarnir ferðist og hafi samskipti við önnur lönd - en þarf ekki aðhald í því eins og öðru? Markviss ferðalög?
Jóhanna vissi ekki um ferð Össurar til Möltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 22.6.2009 kl. 21:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Óttalega er það aulalegt þetta þras íhaldsins yfir því að utanríkisráðherra kynni sér reynslu eyjaþjóðarinnar á Möltu af umsókn og aðild að ESB, fyrr má nú vera hrokinn í þessu liði ef það á að spyrja þá leyfis sitjandi í stjórnarandstöðu - þvílíkur hroki. - Og hvað getur mögulega verið að því að utanríkisráðherra kynni sér reynslu Maltverja?
Minnir mig á hrokann í íhaldinu gagnvart forsetanum þegar hann mátti ekki hreyfa sig án þess að ráðherra íhaldsins kvörtuðu opinberlega yfir að hann hefði ekki spurt þá leyfis, en nú eru þeir komnir í stjórnarandstöðu og þá má utanríkisráðherra ekki hreyfa sig án þeirra leyfis. - HVAÐ ER AÐ ÞESSU LIÐI?
H 5.6.2009 kl. 11:55
Kæra "H", ekki ætla ég nú að bera blak af íhaldinu - og ég tel einmitt gagnlegt að kynna sér reynslu Maltverja. En eftir stendur samt ábending mín að ef utanríkisráðherra var Össur á ferðalagi en ekki í umboði ríkisstjórnarinnar og með spurningar mótaðar fyrir fram, er þá nægilegt að gagn af ferðinni? Ég er rannsakandi og ef ég tek viðtöl við kennara um reynslu þeirra undirbý ég mig markviss, oft í félagi við aðra fræðimenn. Hið sama gildir um þessi rök um að kynna sér reynslu Maltverja - held ég.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.6.2009 kl. 14:31
Þetta er örugglega beggja blands, því að ég man eftir dæmi þar sem nánast allir ráðherrar andmæltu stjórnsýsluákvörðun eins af fv. umhverfisráðherrum. Reyndar er munur á stjórnsýsluákvörðunum, sem eru í raun ákvörðun eins ráðherra eða ráðuneytis, og pólítískum ákvörðunum. Allt í sambandi við ESB-aðild er pólítíks eðlis, hefði ég nú haldið!
Telur Ingvi Hrafn þá að Össur ætli að setjast að á Möltu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.6.2009 kl. 18:13
Er þetta kannski dæmi um ráðherraræði? Að ráðherrar starfi ekki saman heldur hver í sínu horni? Minnir á íslenska smákónga, þar sem ekki er smart að starfa of mikið með öðrum!
Margrét Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 12:09
Þegar ég kom í nám til þín norður, þá var ein kennsluaðferðin sem þú beittir hópastarf. Þú lést okkur rígfullorðið fólkið í réttindanáminu vinna saman í hópum. Mér fannst það erfitt til að byrja með og skildi ekki tilganginn fyrr en síðar. Í dag veit ég að Íslendingar eru upp til hópa óvanir hópastarfi, vilja helst vinna einir og undir tímapressu. Hópastarfið þarf að lærast og mikilvægt fyrir Íslendinga að þjálfast í samskiptum og samræðum.
Ég nota hópastarf mikið í minni kennslu. Framhaldsskólanemendum finnst það erfitt til að byrja með en svo slípast starfið og nemendur venjast nýjum vinnubrögðum. Ég er viss um mikilvægi þess að unglingar læri að vinna þétt með öðrum, hlusti á ólíkar skoðanir, haldi fram sínum hugmyndum, bakki stundum, ekki alltaf.
Margrét Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 12:18
Takk fyrir innlitið Margrét Rósa, og góðar kveðjur til þín
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.6.2009 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.